Ófeigur - 15.12.1951, Side 18

Ófeigur - 15.12.1951, Side 18
18 ÖFEIGUR skyldu úrslit hennar vera lokadómur um ágreining biskupanna. I sama hátt geta höfuðjarlar Vestmannaeyja, Jó- hann og Helgi, jafnað ágreining sinn um völd og met- orð í Eyjum með einvígi, annaðhvort persónulegu eða með völdum umboðsmönnum. Þetta væri meðal ann- ars ákjósanlegt sökum tilkostnaðar ríkissjóðs við þetta stríð. Lítið dæmi, sem bregður birtu yfir stríðskostn- að út af hernaði jarlanna í Eyjum er, að ríkið hefur greitt um 8 þúsund krónur í setudómaralaun og tíl- kostnað fyrir lögfræðisvinnu eins manns við athugun á lítilfjörlegu meiðyrðamáli milli tveggja stórhöfðingja í Vestmannaeyjum. Má nærri geta hvílíkar fjárhæð- ir Eysteinn Jónsson verður að greiða til að standast kröfur hinna mörgu leiguhermanna, sem tekið hafa þátt í sókninni gegn Helga Framsóknarjarli undan- gengin þrjú og hálft ár. * Ófriðarblika hefir um nokkur ár verið sýnileg á himni íslenzku þjóðkirkjunnar, en allra síðustu mánuðina hefir stríðið brotist út í Kirkjuritinu, en það er kristilegt tímarit undir stjórn Ásmundar prófessors Guðmunds- sonar. Eigast þar við tveir lærdómsmenn í guðfræði: Sr. Benjamín Kristjánsson á Laugalandi í Eyjafirði og einn háværasti bandamaður kommúnista úr porti Miðbæjarbarnaskólans, prófessor Sigurbjörn Einarsson. Er vopnaburður og vopnabrak mikið í þessari mála- sennum Sr. B. Kr. lítur svo á, að þeir lærifeður, sem prófessorinn byggir á sem hellubjargi, hafi haldið fram hinni svokölluðu gerspillingarkenningu. „Eðli mannsins sé syndugt og gerspillt frá fæðingu“. Ennfremur segja leiðbeinendur prófessors S. E. að „manneðlið hafi með syndafallinu ekki aðeins orðið undirorpið dauðanum og allskonar líkamlegum meinum, heldur og selt undir vald djöfulsins. Sé því manneðlið í þrældómi hjá djöfl- inum, sem tæli það til ógurlegra hugsana og hreki það út í hverskonar synd og villu“. Síðan bætir sr. Benja- mín Kristjánsson við: „Gerspillingarkenningin er horn- steinn allrar rétttrúnaðar guðfræði. — Hún kennir, að eðli mannsins sé gerspillt frá falli Adams og undir yfir- stjórn djöfulsins. Umvendun, skírn og rétt trú er nauð- synleg til að komst til himnaríkis. Þetta er ekki einu sinni á mannsins valdi, heldur fer það allt eftir eilífri

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.