Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 19
ÓFEIGUR
19
fyrirhugun Guðs. Mannkynið klofnar í tvær fylking-
ar, og hlýtur langmestur hluti þess að fara til helvítis
í eilífar píslir, samkvæmt þessum forsendum, jafnvel
ungbörn sem deyja óskírð.“
I næsta hefti Kirkjuritsins er búizt við svari frá
prófessor Sigurbirni Einarssyni. Má hann duga vel, ef
hann á að gera kvalastaðinn svo hrífandi, að nútíma-
kjmslóðin verði fús að hugsa þar til dvalar að eilífu.
Þó má virða við prófesesorinn, að barátta hans fyrir
því að austrænt innrásarlið gæti komið að íslandi
varnarlausu getur, frá vissu sjónarmiði, verið spor í
rétta átt um undirbúninginn. Fangabúðir kommúnista
eru hæsta stig jarðneskrar þrælkunar, en þó má segja
að gerspillingarkenningin gefið mannkyninu enn stór-
fengilegri kvalaskilyrði hjá sjálfum myrkrahöfðingjan-
um og í hans eigin heimkynnum, af því að þar eru ekki
tímatakmörk hins skammvinna jarðneska lífs.
Þegar prófessor Sigurbjörn Einarsson sá, að banda-
lag hans við baráttulýð kommúnista á portfundum
mundi ekki bera árangur eins og til var ætlast, beindi
hann orku sinni á vettvang kirkjunnar. Bauð herdeild
hans, í haust sem leið, hingað á kirkjumót biskupi
frá Noregi, og var svo til ætlazt, að hann væri ein-
dreginn fylgismaður þeirrar stefnu, að mannskepnan
væri fædd í synd og lítt bjargandi úr eilífum kvölum
nema með furðulegum kraftaverkum. Leit þetta vel út
um stund. Bjóst prófessor Sigurbjörn og samherjar
hans við að fá sér hentugan biskup frá Noregi og
þóttust þess fullvissir, að hann væri óhvikull á ger-
spillingarlínunni. En þegar kom til kastanna, varð pró-
fessornum ljóst, að andleg stríð kosta peninga, líkt og
þau átök þar sem beitt er kúlum og púðri. Meðan bisk-
up Norðmanna var á leiðinni, sá prófessorinn að striðs-
kassinn var hér um bil tómur. Voru nú góð ráð dýr.
Ræður prófessorinn af að afhenda gestinn hinum heiðna
og óendurfædda lýð þjóðkirkjunnar, og þá fyrst og
fremst herra biskupinum, Sigurgeir Sigurðssyni. Þjóð-
kirkjan tók við „guðsgjöfinni“. En þegar kom á kirkju-
fund, varð prófessor S. E. ljóst að herfileg mistök
höfðu orðið með valið á biskupi til fslandsferðar, því
að norski gesturinn var ekkert nema mildi og fyrir-
gefning og mátti ekki heyra neitt um elda eða brenni-