Ófeigur - 15.12.1951, Page 26

Ófeigur - 15.12.1951, Page 26
26 ÓFEIGUR frá tíðindum í þinghúsinu og var þá slökkt á viðeig- andi lömpum, til sorgar fyrir hinar ungu hetjur á torginu. Myndin var þá sett inn í svokallað „stigaher- bergi“ inn af efri deild. Lék orð á að myndin töfraði til sín ýmsa ráðsetta þingmenn, sem ættu að hafa hug- ann við önnur áhugamál heldur en kvenfegurð í Prakk- landi. Stigi liggur úr þessu herbergi upp á loft, en þar voru þá geymdir í fremur dimmum og þröngum húsakynnum ýmsir minningarmunir úr heimili Jóns Sig- urðssonar. Þangað var myndin flutt og svo um mælt, að hún mundi varla raska ró forsetans. * En við einhverjar umbyltingar í þinghúsinu tók Matt- hías myndina og flutti hana aftur í dimma en eldtrausta geymslu í Amarhvoli. Leið svo nokkur stund. Þá kem- ur Friðbjörn Aðalsteinsson loftskeytastjóri að máli við mig og segir að allar skrifstofur séu fullar af ríkis- málverkum, nema sín. Vill hann fá glæsilega mynd í sína skrifstofu. Ég svaraði honum að ekki sé nema ein slík mynd til, ,,Normandí-konan“ fagra, en meinbugir hafi reynzt á að sýna hana á almannafæri. Friðbjöm telur að slíkt muni ekki hræða hann. Er málverkið nú flutt í símahúsið og hengt á vegg bak við loftskeyta- stjórann. Borð var í miðri stofunni og við vegginn bekkur fyrir gesti. Nú sezt Friðbjörn í sæti sitt. Gest- ir byrja að koma. Þeim er vísað á gestabekk. Flestir, sem þangað áttu erindi, vom aldraðir, fjölskyldufeð- ur og í alvarlegum erindum. En flestum varð gestunum að líta á frænku Göngu-Hrólfs heldur fast og lengi. Lukust málin seint og illa þar til Friðbjörn sendi Nor- mandí-konuna aftur í eldtraustu geymsluna hjá Matt- híasi. Enn er óséð hvort óhætt þyki að sýna borgur- um landsins þessa ævintýralegu mynd. En það er mál þeirra, sem til þekkja, að þegar þessi kona verður sýnd í góðu ljósi í Blöndalssal í safninu, þá muni flestir gest- ir, einkum karlmenn, vera fúsir til að geyma þessa mynd í huganum fremur en klessumar allar, sem fylla nú húsið að meira en hálfu leyti. * Mjög merkileg saga er tengd við stofnun þessa sjóðs til að kaupa hstaverk handa íslenzka ríkinu. Ég bar, eins og fym er sagt fram á þingi 1928 frv. um menn- ingarsjóð. Skyldi fimm manna nefnd, þingkosin kaupa

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.