Ófeigur - 15.12.1951, Síða 28
.28
ÖFEIGUR
legu hliðar stjómarvaldsins í Reykjavík. Tilefnið var
vel til fundið. Símasambandið milli lands og Vestmanna-
eyja hafði verið endurbætt, líkt og þegar snotur bót
hefir verið sett á gamalt fat. Förin var skipulögð með
þeim hætti, að 30 mestu valdamenn landsins neðan við
forseta, biskup og ráðherra skyidu leigja á kostnað rík-
isins flugvél til Eyja og halda þar veizlu góða með
liðsoddum staðarins daglangt, en hverfa síðan heim
til skyldustarfanna um kvöldið. Fyrir mistök í Reykja-
vík var förin fyrst staðsett á sunnudag og beðið um
veglegan veizlukost í gistihúsi Helga Benediktssonar,
en það er einkennt með stöfum eigandans og heitir H. B.
Samtímis voru opnuð skipti við áfengisútsöluna í Eyj-
um og ráðgert að eyða mætti 30 þúsundum, eða 500
kr. á hvern veizlugest. Þetta er ekki jafnmikil eyðsla
eins og mönnum kann að virðast í fljótu bragði,
því að meginuppistaðan í Svartadauða er hið ódýra,
holla og ljúffenga Gvendarbrunnavatn.
Spekingar álykta, en hin hærri máttarvöld bæði í
Reykjavík og á enn hærri stöðum, grípa oft inn í hina
flóknu kænskuvefi mannanna og leita að nýjum lausn-
um. Höfðingjum í Reykjavík þótti H. B. ekki að öllu
leyti æskilegur veizlustaður. Var förinni þessvegna frest-
að fram á þriðjudagsmorgun, og þá raðað í flugvélina
blómanum úr voldugustu nefndum ríkisins. Þar var
Gísli hinn sterki með alla fjárveitinganefnd, Magnús
Jónsson, fyrrum dósent með fjárhagsráð. Þar var Jó-
hann þriðji jarl í Eyjum, allri sunnlenzkir þingmenn
og tignarmenn úr síma og loftskeytaheiminum, undir
forystu Guðmundar Hlíðdals. Þegar kom til Eyja, var
veizlan og vínföngin staðsett í fundarhúsi Morgunbl.,-
manna. Viðstaddir voru allir höfðingjar í Eyjum, nema
hinn nafntogaði formaður borgarráðsins á staðnum,
Helgi kaupmaður Benediktsson. Út frá gömlum spila-
reglum þótti ekki mjög æskilegt að bjóða honum í hófið,
' af því að erfitt er að spila þar sem tveir tigulkóngar
eru í sama leik. Þegar Hlíðdal frétti, að forseti bæjar-
stjómar væri ekki boðinn, vildi hann að úr því væri
bætt, en þar sem hann var gestur enn hærri mátt-
arvalda, mátti segja, að honum kæmi ekki við, hversu
veizluhöfðingjar skipuðu sæti. Fór veizlan ágætlega
fram og skorti hvorki góðan mat eða hressandi drykki.