Ófeigur - 15.12.1951, Side 31

Ófeigur - 15.12.1951, Side 31
ÖFEIGUR 31 Nokkrar eftirhreitur urðu út af þessari för og öllu Vestmannaeyjamálinu. Þrír Framsóknarþingmenn létu skýrt koma fram í Tímanum, að Guðmundur Hlíðdal legði ekki í vana sinn að halda stórveizlur, þó að sími væri lagður inn í nýtt heimili. Var auðséð, að þessir þingmenn vildu láta allan almúga í landinu vita, að þessi merkilega för hefði verið ráðin og ákveðin á allra hæstu stöðum þings og stjórnar, langt ofan við hið fasta starfslið landsins. Var þar með fengin full vissa fyrir því, sem áður var talið sennilegt, að tilgangur- inn með þessari miklu heimsókn væri sá, að láta Vest- mannaeyinga vita, að þótt stundum dynji á þeim hin hörðu él blindrar en óhlutdrægrar réttvísi, þá væri öll sú ögun gerð í blíðum og nálega föðurlegum tilgangi. * Eftir þessi ferðalok spurði Skúli Guðmundsson dóms- málaráðherra á Alþingi um hverjar sakir væru bornar með sannindum á jarl Framsóknar í Eyjum, hverju sætti burtflutningur á bókhaldi hans og hvort 3:/o ár væri ekki óþarflega langur tími til slíkrar rannsóknar. Bjarni Benediktsson nefndi einhver dæmi um ofháa álagningu hjá Framsóknarjarlinum og byggði þessa um- kvörtun að verulegu leyti á óánægju Páls Þorbjarnar- sonar út af meintu verðlagsbroti á 3 og 5 kr. útgerðar- hlutum, sem hefðu sýnilega verið gerðir of dýrir. Þá mátti skilja ráðherrann á þá leið, að stórdómarinn hefði lokið verki sínu og lægju niðurstöður hans fyrir í stjórnarráðinu. Þá játaði ráðherra, að nokkur mistök hefðu orðið á framkomu og vinnubrögðum opinberra starfsmanna við rannsókn þessa, enda hefði hann lát- ið hefja málsókn gegn tveimur þeirra. Mun þar vera átt við þann verkamann í víngarði réttvísinnar, sem kærði yfir húskulda í Hótel H. B. i vetur og benti á úrræði til úrbóta í samtali við þernu í húsinu sem ekki þekktist bendingar gestsins. Meðan stóð á þessum ræðuhöldum stóð Eysteinn nokkuð gneipur út við glugga og horfði út á Austurvöll mannlausan. Að líkindum hefir hann í huganum þakkað forsjóninni fyrir að Skúli spurði ekki um hve mikið fé fjármálaráðuneytið hefir greitt vegna stríðsins í Vestmannaeyjum. Stórdómarinn mun hafa fengið 200 þúsund fyrir sín vinnubrögð en hans kaup getur ekki verið nema lítið brot af tilkostn- aðinum við hið fjölmenna stuðningshð hans og fyrir

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.