Ófeigur - 15.12.1951, Page 43

Ófeigur - 15.12.1951, Page 43
ÓFEIGUR 43' Sterkasta frelsistrygging íslands er að útiloka inn- rás með vörninni. Nýtt framlei ðsluski pulag. Tvennt amar að íslenzkum útvegi. Það veiðist of lít- ill fiskur og síld hér við land. I öðru lagi tekiuhalli á mestölium rekstinum. Einstakir menn eru tregir til að eiga togara. Þess vegna er sá floti að færast með hröðum skrefum yfir á ríki og sveitafélög. Ríkið kaup- ir nálega öll skipin erlendis og er í ábyrgð fyrir mest- öllum höfuðstólnum sem stendur í flotanum. Hinsveg- ar eru flestöll skipin talin eign kauptúna og kaupstaða. Sum þessi sveitarfélög eru raunverulega gjaldþrota og skipin þeim fengin til atvinnubóta og framfærslu, en ekki í von um heilbrigðan atvinnurekstur. Rekstrarlán eru tekin í bönkunum með einskonar mannfélagssjálf- skyldu. Eftir hverja síldarvertíð koma flestallir bát- arnir undir einskonar nauðasamninga, og er um þá ráð- stöfun haft hið virðulega heiti skuldaskil, en það er í framkvæmd sama og eftirgjöf, þar sem tapið lendir ýmist á ríkissjóði, bönkunum eða báðum bessum aðilj- um. Þegar litið er á þá staðreynd, að dýrtíðin hækk- ar svo að segja daglega, kaup og laun hækka, afurðir hækka, en peningar lækka stöðugt í gildi, er sýnilegt, að útgerðin eyðir meir og meir fjármagni landsins. Launastéttirnar herða stöðugt takið að atvinnuvegun- um og þykjast ekki geta komizt hjá að láta kné fylgja kviði. Ríki og sveitarfélög ganga sífellt nær og nær efna- lega sjálfstæðum borgurum með skattakröfum og láta ekki numið staðar fyrr en skattþegnarnir rísa í sjálfs- varnarskyni móti þeim, sem standa fyrir ránsherferð- inni ,eða skattahemaðinum lýkur með því, að ríkið og bæjarfélögin eiga allar fasteignir í landinu og hafa tekið þær upp í skatta eða skuldir taprekstursfyrir- tækjanria. Þá er efnahagshrunið fullkomnað. Fyrir tveim árum reyndi ég að útskýra þessa þróun á fjölmennum fundi á Akureyri. Banasjúkdómar hins annars lýðveldis em tveir. Undirlægjuháttur borgar- anna við bolsivika og sífelldir ósigrar atvinnurekenda í skiptum við launastéttirnar. Bændur hafa misst sér óviðkomandi starfsfólk í þessum sviptingum og búa nú með vandafólki sínu og vinnuvélum. Útvegurinn, að.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.