Ófeigur - 15.12.1951, Side 46
46
ÖFEIGUR
þessu verki í samskonar hug eins og Stalín þegar hann
er að ryðja úr vegi þeim mönnum, sem honum þykja
líklegir til að skyggja á hann í valdasókninni. Vorið
1944 dró Ejrsteinn Jónsson saman allt sitt ,,rótæka“ lið
á aðalfundi SlS á Akureyri. Með þrálátum undirróðri
tókst honum að fella Jón Ivarsson úr stjórninni og kom-
ast sjálfur í sæti hans. Síðar á fundinum reyndi hann
að fella Vilhjálm Þór, sem varaformann í stjórn
Sambandsins og hafði í fyrstu lotu meir en helming
atkvæða. Aldrei fyrr höfðu samvinnumenn tekið
þátt í þesskonar moldvörpustarfsemi gagnvart reynd-
ustu og áhrifamestu mönnum félaganna. Eysteinn
hélt undi'rróðrinum áfram fund eftir fund. Hann gat
ekki sætt sig við, að Jakob Frímannsson yrði vara-
formaður félaganna þegar Vilhjálmur Þór var forstjóri
og tókst að bola honum úr þeirri stöðu. Þegar Einar
Árnason dó þóttist Eysteinn sjálfkjörinn Sambands-
formaður í hans stað. Hafði honum tekist að koma
Skúla Guðmundssyni í stjórn SÍS með sér um leið og
hann hætti að vera kaupstjóri og gaf sig að því að
hfa eins og Eysteinn á flokksstarfsemi. Þegar hinir
reyndari menn vildu ekki skipta um stefnu og vinnu-
brögð í Sambandinu báðu þeir Sigurð Kristinsson að
vera formann. Eysteinn varð æfur er hann vissi þetta og
stóð í stappi í tvo daga bak við tjöld á sambandsfundi
um hvort hægt væri að fá hina ,,rótæku“ til að kjósa
Sigurð Kristinsson með sönnum samvinnumönnum. Að
lokum lét Eysteinn undan síga og sagði með fýlulegum
rómi, að í þetta sinn óskaði hann ekki eftir að á sig
yrði kastað formennskuatkvæðum. En svo mjög hafði
Eysteinn búið vel um sig að Sigurður Kristinsson, sem
stýrt hafði Sambandinu í aldarfjórðung með frábærri
giftu og mannheill fékk rétt rúmlega helming atkvæða.
Hinn helmingurinn féll á Eystein, Skúla eða voru auðir
seðlar. Eysteinn og bolsivikar vildu sýna sönnum sam-
vinnumönnum, að þeir gætu tekið Sambandið hvenær
sem væri. Fyrir utan þessa innrás í Sambandið, átti
Eysteinn þátt í að Vilhjálmur Þór var ekki kosinn í
miðstjórn Framsóknar eftir komu hans til íslands. Ey-
steinn undi illa hverjum degi meðan Vilhjálmur var
í stjórn 1942—44. Honum líkaði stórilla þegar Vil-
hjálmur Þór var kosinn í bankaráð Landsbankans og
hann kastaði sér í fang Ólafs Thors, vorið 1950 til a&