Ófeigur - 15.12.1951, Síða 48
48
ÓFEIGUR
flokkur fram á vordaga 1942. Á aldarfjórðungnum frá
1917—42 haföi samvinnuhreyfingin sótt fram með risa-
skrefum eftir íslenzkum mælikvarða. En um leið og
forystmnenn Framsóknar byrjuðu að ofsækja helztu
áhrifamenn samvinnufélaganna og hlýðnast í því efni
forkólfum kommúnista, þá urðu þessi flokksamtök að
mestu leyti óviðkomandi samvinnuhreyfingunni nema
af sögulegum ástæðum. Kaupfélögin þurfa alveg sér-
staklega að gæta sín vel gagnvart mönnum sem vilja
brjóta trúnaðarlið þeirra undir sig. Kristinssynirn-
ir hafa jafnan látið alla framkvæmd félaganna
vera óhlutdræga. Enginn Alþýðuflokks eða Sjálfstæðis-
maður gat nokkurn tíma bent á dæmi þess að for-
stjórar Sís hafi rýrt hlut þeirra í skiptum við félögin
eða Sís af stjómmálaástæðum. Eftirmaður þeirra hefir
haldið fram sömu stefnu og meðal annars valið menn
úr öllum stjórnmálaflokkum til forystu og framkvæmda
við ýms af hinum fjölmörgu nýju fyrirtækjum sem
stofnsett hafa verið á síðustu árum. Þessu skipulagi
þarf að halda áfram með skynsamlegum viðbótum.
Samvinnufélögin geta ekki lengur treyst á neinn sér-
stakan flokk, sem sína hjálparhellu þegar mest á reynir.
Allra sízt geta þau treyst á þá sjálfboðaleiðtoga, sem
vilja í félagi við óvini lands og þjóðar ryðja burtu úr
trúnaði þeim mönnum, sem mestan þátt hafa átt í að
skapa þessi frjálsu félagasamtök eða þá menn, sem
stuðlað hafa að því að leggja á félögin óbæra skatta.
Samvinnufélögin hafa, meðan þau nutu óhvikullar að-
stoðar stjórnmálamanna, sem vildu að þau gætu áð
fullu notið sín í landinu, náð þeim styrkleika að þau
yrðu ekki auðsótt, ef hyggilega er haldið á þeirra mál-
um og þau varast að afla sér óvina með ævintýra-
braski skammsýnna valdastreitumanna.
Ef litið er á liðsafla flokkanna í samvinnufélögun-
um, má telja víst, að Framsóknarmenn séu þar nokk-
uð flestir. Þá koma Sjálfstæðismenn og að lokum Al-
þýðuflokksliðið. Svo að segja öll bændastéttin er í sam-
vinnufélögunum fyrst og fremst að því er snertir af-
urðasöluna. Þar standa menn úr tveim stærstu flokk-
unum hlið við hlið og deila aldrei um þau mál. Tvö af
merkustu kaupfélögum í landinu, Verkamanna á Akur-
eyri og ísafjarðarfélagið, hafa verið traustar deildir í
Sambandinu og fáir einlægari samvinnumenn heldur