Ófeigur - 15.12.1951, Síða 49

Ófeigur - 15.12.1951, Síða 49
ÓFEIGUR 4» en leiðtogar þeirra, Erlingur Friðjónsson og Ketill Guð- mundsson. Borgaraflokkarnir hafa nú talið sig nauð- beygða til að breyta löggjöfinni um Alþingi til að úti- loka kommúnista úr einni þýðingarmestu þingnefnd- inni. Standa borgaraflokkarnir þrír saman að þessu ráði. Sama verður að gera í samvinnuhreyfingunni. Ef það verður ekki gert, geta samvinnufélögin orðið fyrir því áfalli, sem nokkuð hefir verið undirbúið í Mbl., að lögboðnar verði hlutfallskosnmgar í samvinnufélögun- um. Um þá lagabreytingu geta bæjarflokkarnir þrír sameinazt, eins og um misheppnaðar stjórnlagabreyt- ingar eða núverandi form Alþýðusambandsins. Þetta getur sýnst réttlætismál og mundi þykja mjög rétt- látt í augum þierra, sem gætu talið sig útilokaða frá eðlilegri þátttöku í stjórn samvinnufélaganna. Hinsveg- ar mundi hlutfallskosin félagsstjórn fjögurra flokka gera fyrirtækin að máttlausum skrafsamkomum, þar sem hið raunverulega takmark gleymdist. • Þessi hætta var ekki áberandi meðan Framsóknarfiokkurinn var heill í viðhorfi til félaganna og sýndi það í verki. En þegar núverandi formaður þingflokks Framsóknar- manna gengur fram fyrir skjöldu við að leggja há- gróðaskatt á kaupfélagsmenn fyrir skipti við þeirra eigin félög og hefir forystu um fyrirbæri eins og sölu- skattinn eða myndar leynisamtök til að ryðja leiðtogum kaupfélaganna úr trúnaði, þá er einskis góðs að vænta úr þeirri átt. Frægasta bmnamál á Islandi Hann kveðst því hafa gengið út í dymar — ekki heldur hann til þess að loka, eins og Pétur heldur fram — en hann minnir, að hann horfði út á götuna. Hann kveðst svo hafa litið við, og þá var eldur kom- inn í bílinn að framanverðu og Pétur kom hlaupandi út. Hann kveðst ekki minnast þess, að hann hafi heyrt neitt þrusk, er honum þætti grunsamlegt, svo sem ef Pétur hefði slitið benzínleiðsluna og ekki kveðst hann heldur hafa orðið var við að kveikt væri á eldspítu.

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.