Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 6 nokkrum mínútum eftir hlaupið. Mökk- urinn líktist því helst að gufubólstrar stigju upp úr öskjunni og er talið að hlaupið hafi afhjúpað grunnstæðan jarðhita undir yfirborði jarðar. Einnig kann að hafa komið við sögu ryk sem þyrlaðist upp við berghlaupið. Margvíslegar mælingar og rann- sóknir fóru fram á berghlaupinu og afleiðingum þess af hálfu Veðurstof- unnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Teknar voru loftmyndir af berghlaupsurðinni og unnin landlíkön á grundvelli þeirra, og útvegaðar myndir og landlíkön af Öskju fyrir berghlaupið. Hlaupurðin á botni Öskjuvatns var kortlögð með fjölgeislamælitæki af báti. Teknar voru ljósmyndir af hlaupurðinni og öðrum ummerkjum og bornar saman við myndir af ýmsum svæðum í Öskju fyrir hlaup. Loks voru ummerki um flóðbylgjuna sem skolaðist upp á bakka Öskjuvatns mæld með GPS-tækjum og leysikíki og unnin kort af útbreiðslu hennar. Þá var berghlaupið kortlagt með hitamyndavél og mæld hæð vatns- borðs í Öskjuvatni. Árið 1875 varð stórt eldgos í Öskju og leiddi það til myndunar Öskjuvatns á nokkrum áratugum með endurteknum jarðföllum og berghlaupum. Reyndar var sig byrjað í Öskju áður en gosið hófst þannig að rekja má myndun vatns- ins nokkru lengra aftur.1 Þverhníptir hamraveggir öskjunnar eru enn óstöðugir og sprungnir, og að auki kann spenna af völdum jarðskorpuhreyf- inga í rótum eldstöðvarinnar að valda enn frekari óstöðugleika á ákveðnum stöðum í öskjubrúninni. Það má því segja að berghlaupið í Öskju árið 2014 sé óbein afleiðing af þessu mikla eld- gosi. Berghlaup sem eru tugir milljóna m3 að stærð verða ekki oft hér á landi fremur en í öðrum löndum. Þegar slík hlaup eru ekki í beinum tengslum við eldgos eru þau á vissan hátt hættulegri fólki en hlaup í gosi. Síður er við því að búast að berghlaup verði þegar ekki er um að ræða umrót og jarðskorpu- hreyfingar sem eldgosi fylgja og má því ætla að slík hlaup komi mönnum frekar að óvörum. Því er fyllsta ástæða til þess að kanna hlaup þessarar gerðar þegar þau verða og reyna eftir því sem unnt er að greina orsakir þeirra, til þess meðal annars að geta afmarkað svæði þar sem vísbendingar eru um hættu á berghlaupi. Hér verður gerð grein fyrir mæl- ingum og rannsóknum á berghlaupinu, flóðbylgjunni og líkanreikningum sem unnir hafa verið til þess að meta hættu af völdum slíkra bylgna. Nánari lýs- ingu á hlaupinu, ljósmyndir af jarðar- umróti af þess völdum og ummerkjum flóðbylgjunnar á bökkum Öskjuvatns er að finna í skýrslu um mælingarnar.2 Markmiðið með rannsóknunum var meðal annars að vinna öryggisáætlun fyrir umferð ferðamanna og annarra við Öskju þar sem tekið yrði tillit til þeirrar hættu sem stafar af hugsanlegum berg- hlaupum í Öskjuvatn.3 1. mynd. Berghlaupsurðin í suðausturbrún Öskju, að hluta hulin nýsnævi. – The rockslide debris in the southeastern slopes of the Askja caldera, partly covered with fresh snow. Ljósm./Photo: Kristinn I. Péturs son, 1.8. 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.