Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 52
Náttúrufræðingurinn 52 Næst er tegundin skráð hjá Gliemann (1824), með sama nafni: „nach Hooker, ganz allgemein in frischem Wasser; (ist Gastridium cylindricum Lyngb.).“12 Hann getur þarna um enn eitt fræðinafn á lækjagörn, sem höfundur hefur ekki séð í öðrum heimildum. Þessi nafnafjöldi gefur til kynna sérstöðu tegundarinnar. William Lauder Lindsay (1861) reyndi að endurmeta eldri plöntu- lista frá Íslandi. Hann skráði plöntuna fyrst héðan með núgildu fræðinafni, Tetraspora cylindrica Ag. Hann hefur það eftir „prófessor Harvey“ að hann eigi íslenskt eintak af tegundinni. Það hafi bjargast af safni Hookers, því að ein- takið var í vasabók hans.13Hjá Børgesen í Botanisk Tidsskrift 1899 er tegundin skráð sem T. cylindrica Ag., og fylgir eft- irfarandi skýring ásamt teikningu: Synes at være meget almindelig paa Island. Som allerede Wahlen- bergs Fig 1a [nm.: „G. Wahlenberg: Flora lapponica, pag. 509, tab. 30, fig 19“] viser, smalner Thallus mod basis ind til en tynd Stilk, der ender i en noget bredere, flad Hæfteskive. Hosstaaende Figur viser en svagt forstørret Gengivelse heraf. Thallus er særdeles sejg og fast. Lat. cell. 14 µ. Thingvallavatn; Rauðilækir; Apavatn; Úlfljótsvatn.14 Børgesen skráir líka Tetraspora bull- osa Ag. frá „Sælulæk“, án skýringa. Næst liggur að halda að átt sé við Monostroma bullosum (Roth.) Wittr., fjörutegund sem finna má í ferskvatni, til dæmis í Bretlandi, en hefur ekki verið staðfest hér. (Var þó tekin í Þörungatal höfundar 2007.)15 Hún er belglaga í fyrstu og frumur oft fjórar í þyrpingum, líkt og hjá Tetraspora, en jaðra alveg saman. Sam- kvæmt AlgaeBase5 er T. bullosa afbrigði af lækjagörn og kallast nú Tetraspora cylindrica var. bullosa C. Mayer. Lýsingu vantar á því. – Ekki er ljóst hvar Sælu- lækur er. Lækjagörn er síðan ekki skráð hér- lendis fyrr en í grein Sigurðar Péturs- sonar í Náttúrufræðingnum 1948. Þar ritar hann: Tetraspora hefur fundizt á þremur stöðum, í uppsprettum við Gvendar- brunna (júní), læk hjá Möðrudal (júlí) og í Flosagjá á Þingvöllum (júlí). Myndaði þörungurinn fastvaxna, mjög langa, hlaupkennda þræði. Í læknum hjá Möðrudal bar mjög á þráðum þessum, og voru þeir því nær eini gróðurinn, sem í honum fannst. Alls staðar virtist vera um tegundina Tetraspora cylindrica að ræða. Sigurður birtir smásjármynd af lækjagörn úr Gvendarbrunnum sem sýnir að greiningin er rétt.8 Gvendar- brunnar eru nálægt upphaflega fundar- staðnum í Suðurá. Minnst er á lækjagörn í prófritgerð Gunnars Steins Jónssonar við Kaup- mannahafnarháskóla um botnþörunga í Þingvallavatni. Þar segir: „Findes nær overfladen, sparsom til meget sparsom. Artens vigtigste voksested i søen er ved kilder der fremspringer ved vandets overflade.“16 Síðan er tegundin skráð í ýmsum greinum Gunnars Steins um Þingvallavatn, síðast í ritgerð hans o.fl. sem fyrr var getið, í hinni miklu bók um Þingvallavatn, 2002.6 Þar eru henni gerð skil á heilli síðu, sem áður var vitnað til, ásamt ljósmynd Karls Gunnarssonar af plöntunni og teikningu hans af æxlun- arferli hennar. Þá hefur Bretinn Chris F. Carter tekið myndir af henni við Snæ- fellsjökul, í júlí 2011, og birt á vefsetrinu AlgaeBase.5 EIGIN ATHUGANIR O.FL. Sumarið 1953 taldi höfundur sig finna T. cylindrica á Droplaugarstöðum í Fljótsdal, bæði í Lagarfljóti og í lygnum vikum í Hrafnsgerðisá í 100 og 500 m hæð y.s. Voru þræðirnir allt að 20 cm á lengd. Næstu heimild er að finna í ferða- dagbók höfundar frá Látraströnd við Eyjafjörð í ágúst 1963. Þar er þetta ritað: Skammt fyrir innan eyðibýlið Miðhús rákumst við á merkilegan læk, með mjög miklum þörungagróðri. Við nánari athugun kom í ljós að lækur þessi rennur úr tveimur tjörnum, sem aftur myndast úr fjölmörgum smá- sprænum, sem koma úr lindum í smágrjóthólum sem þarna eru. Í tjörn- unum var ríkulegur þörungagróður, og sérlega áberandi langar tægjur af Tetraspora, líkastar mjóum görnum að lögun. Einnig var þarna mikið af Spirogyra sp. (gormþörungi).17 Æxlunarferill lækjagarnar. – Reproductive cycle of Tetraspora. Teikning/Drawing: Karl Gunnarsson.6 Rýriskipting Meiosis Frjóvgun Fertilisation Æxlunarferill lækjargarnar / Reproductive cycle of Tetraspora. (Teikning / Drawing: Karl Gunnarsson) Vor/Spring Vetur/Winter Haust/Autumn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.