Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 65 grein fyrir uppruna tegundanna á sam- hæfðan hátt. Útbreiðslukortin eru annar galli á bókinni. Erfitt að átta sig á þeim og upplýsingarnar sem þeim er ætlað að miðla með mismunandi litum komast ekki nægilega vel til skila. Til dæmis er bláa litnum á kortunum ætlað að tákna bæði nýlegar aðfluttar tegundir og vafa- sama skráningu upprunalegra tegunda. Þegar bókin er lesin nánar kemur í ljós að blái liturinn er ennfremur notaður til að endurspegla svæði þar sem til- flutningur hefur áhrif á upprunalegar tegundir, svo sem í tilfelli bláklukk- unnar, Campanula rotundifolia, þar sem öll svæðin utan Austfjarða eru merkt með bláu. Getur slík framsetn- ing valdið ruglingi um hvernig túlka ber tiltekin atriði? Já, bláklukka er sannarlega ekki nýleg tegund í flórunni og fundarstaðir tegundarinnar vestan Austfjarða eru ekki heldur dregnir í efa. Þær eiga ein- faldlega heima í öðrum flokki sem er ekki skýrt skilgreindur. Það er einnig óljóst hvernig rauður litur er notaður. Honum er ætlað að tákna tegundir sem koma einungis fyrir á háhitasvæðum. En í reynd sýnir hann einnig fundar- staði annarra tegunda við jarðhita, t.d. tungljurtar sem finnst víða um land en einungis á einu háhitasvæði og er rauð- merkt þar. Frágangur heimilda í textanum er síðasta atriðið sem mig langar að gagn- rýna. Það væri mun auðveldara fyrir hinn venjulega lesanda ef allar heim- ildirnar væru teknar saman í lokin í einn lista. Þess í stað þarf að leita að til- Pawel Wasowicz Náttúrufræðistofnun Íslands Akureyrarsetur Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri pawel@ni.is Pawel Wasowicz (f. 1981) lauk BS-prófi í líffræði árið 2004 og MS-prófi í sömu grein árið 2006 frá Slesíuháskólanum í Katowice, Póllandi. Hann lauk doktorsprófi í grasafræði frá sama skóla árið 2010 og starfaði eftir það við Varsjárháskóla. Hann hóf störf hjá Náttúrufræðistofnun árið 2012 og vinnur að rann- sóknum á sviði grasafræði. UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS teknum heimildum í lista sem birtur er fyrir hvern kafla, þar sem heimildin er gefin upp á einföldu eða takmörkuðu formi, og síðan þarf að fara í eiginlega heimildalistann til að sjá fulla skrán- ingu heimildanna. Mér þykir þessi leið við heimildaskráningu einkennileg og óþægileg fyrir lesandann. Ef ég væri beðinn að lýsa hinni nýútkomnu Flóru Íslands í þremur orðum myndi ég nota orðin fagleg, þörf og glæsileg. Það er enginn vafi á því að bókin er besta tiltæka upp- lýsingaritið um íslenska flóru sem nú er til og ómissandi fyrir alla þá sem áhuga hafa á grasafræði. Þegar bent er á mistök sem verða óhjákvæmilega við gerð slíkra verka er vert að hafa í huga að „aðeins þeir sem gera ekkert gera aldrei mistök“.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.