Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 65 grein fyrir uppruna tegundanna á sam- hæfðan hátt. Útbreiðslukortin eru annar galli á bókinni. Erfitt að átta sig á þeim og upplýsingarnar sem þeim er ætlað að miðla með mismunandi litum komast ekki nægilega vel til skila. Til dæmis er bláa litnum á kortunum ætlað að tákna bæði nýlegar aðfluttar tegundir og vafa- sama skráningu upprunalegra tegunda. Þegar bókin er lesin nánar kemur í ljós að blái liturinn er ennfremur notaður til að endurspegla svæði þar sem til- flutningur hefur áhrif á upprunalegar tegundir, svo sem í tilfelli bláklukk- unnar, Campanula rotundifolia, þar sem öll svæðin utan Austfjarða eru merkt með bláu. Getur slík framsetn- ing valdið ruglingi um hvernig túlka ber tiltekin atriði? Já, bláklukka er sannarlega ekki nýleg tegund í flórunni og fundarstaðir tegundarinnar vestan Austfjarða eru ekki heldur dregnir í efa. Þær eiga ein- faldlega heima í öðrum flokki sem er ekki skýrt skilgreindur. Það er einnig óljóst hvernig rauður litur er notaður. Honum er ætlað að tákna tegundir sem koma einungis fyrir á háhitasvæðum. En í reynd sýnir hann einnig fundar- staði annarra tegunda við jarðhita, t.d. tungljurtar sem finnst víða um land en einungis á einu háhitasvæði og er rauð- merkt þar. Frágangur heimilda í textanum er síðasta atriðið sem mig langar að gagn- rýna. Það væri mun auðveldara fyrir hinn venjulega lesanda ef allar heim- ildirnar væru teknar saman í lokin í einn lista. Þess í stað þarf að leita að til- Pawel Wasowicz Náttúrufræðistofnun Íslands Akureyrarsetur Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri pawel@ni.is Pawel Wasowicz (f. 1981) lauk BS-prófi í líffræði árið 2004 og MS-prófi í sömu grein árið 2006 frá Slesíuháskólanum í Katowice, Póllandi. Hann lauk doktorsprófi í grasafræði frá sama skóla árið 2010 og starfaði eftir það við Varsjárháskóla. Hann hóf störf hjá Náttúrufræðistofnun árið 2012 og vinnur að rann- sóknum á sviði grasafræði. UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS teknum heimildum í lista sem birtur er fyrir hvern kafla, þar sem heimildin er gefin upp á einföldu eða takmörkuðu formi, og síðan þarf að fara í eiginlega heimildalistann til að sjá fulla skrán- ingu heimildanna. Mér þykir þessi leið við heimildaskráningu einkennileg og óþægileg fyrir lesandann. Ef ég væri beðinn að lýsa hinni nýútkomnu Flóru Íslands í þremur orðum myndi ég nota orðin fagleg, þörf og glæsileg. Það er enginn vafi á því að bókin er besta tiltæka upp- lýsingaritið um íslenska flóru sem nú er til og ómissandi fyrir alla þá sem áhuga hafa á grasafræði. Þegar bent er á mistök sem verða óhjákvæmilega við gerð slíkra verka er vert að hafa í huga að „aðeins þeir sem gera ekkert gera aldrei mistök“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.