Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 44
Náttúrufræðingurinn
44
9. mynd. Áfoksgeirinn á Hólsfjöllum til vinstri á innrauðri gervihnattamynd. Hann var stöðvaður í Öxarfirði 1954. Til hægri: Moldir á svæði þar sem
áfoksgeiri gekk yfir gróið land á Hólsfjöllum. Gróðurinn er dauður en ennþá fjúka moldirnar. Myndin er tekin 1993. Nú er þarna stórgrýttur melur
með öllu ófær ökutæki á borð við jeppann. – Left: Infrared satellite image of the advancing sandfront Hólsfjöll in NE Iceland. The advancement was
halted in 1954. Right: Soil remnants in an area where an advancing sandfront (áfoksgeiri) has stripped the vegetation and soil cover in the area. The
vegetation is dead, but some soil materials remain. The area is now covered with rocky surface with limited vegetation, the soil on the picture taken
1993 has been blown away. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds.
Ummerki um áfoksgeira eru æði víða
á hálendinu. Gamall áfoksgeiri gengur
til dæmis norður eftir Eyvindarstaða-
heiði austan Blöndu (8. mynd), en upp-
tök sandsins eru mun sunnar. Á þessum
slóðum hagar svo til að vatnsrof getur
flutt gróf jarðvegsefni í lægðir, jafn-
vel þurrkað upp tjarnir, og þá verða til
uppsprettur áfoksefna sem vindur getur
gert að áfoksgeira. Á Blöndusvæðinu eru
nýir áfoksgeirar sem hafa myndast eftir
að Blöndulón myndaðist.31,32 Vatnsborðið
er sveiflukennt og lægst er í lóninu á
vorin, en Blanda ber jökulgor út í lónið.
Áfoksgeirar hafa myndast á nokkrum
stöðum við norðanvert vatnið. Sand-
dreif er nú á um 1 km2 í fjörum og eyjum
lónsins, en mest verður fokið í nokkrum
stormum sem ná meira en 20 m/s.43
SANDLEIÐIR
Við kortlagningu jarðvegsrofs 1991–
1997, ekki síst við rannsóknir á Mývatns-
öræfum og í Ódáðahrauni og sunnan
Langjökuls,40,44 varð ljóst að sandur
getur fokið afar langar leiðir hér á landi
– að upptök sandfoks geta verið víðs-
fjarri þeim stað þar sem það veldur tjóni
á hverjum tíma. Ódáðahraun var mikið
til gróið áður en sandur lagðist yfir ein-
hvern tíma á miðöldum, en gjóskufall
hafði einnig mikil áhrif, ekki síst öfl-
ugt þeytigos í Bárðarbungu um 1480.44
Sandleiðir í Ódáðahrauni eru trúlega
tugir kílómetra að lengd en þær eru lítið
rannsakaðar. Gott dæmi um sandleið
er við suðurjaðar Langjökuls að Rót-
arsandi (10. mynd), um 16 km leið.
LOKAORÐ
Sandauðnir eru sannarlega mikil-
vægur þáttur í náttúru Íslands. Sand-
fok hefur verið mælt víða á landinu og
smám saman hefur byggst upp heildar-
mynd af sandfokinu. Sandfok stuðlar
sums staðar að eyðingu gróðurlenda,
meðal annars með myndun áfoksgeira,
og veldur því að landið „fer í sand“.
Sem betur fer hefur tekist að stöðva
helstu áfoksgeira landsins, svo sem í
Landsveit, á Rangárvöllum, í Öxarfirði,
við Dimmuborgir, á Mývatnsöræfum, á
Haukadalsheiði og víðar.
Miklu skiptir að efla gróður landsins
á þeim svæðum sem eru viðkvæmust
fyrir sandfoki og þá sérstaklega þar sem
gætir flóða í jökulám og þar sem má
vænta gjóskufalls, ekki síst í Rangár-
þingi, Skaftafellssýslum og Þingeyjar-
sýslum. Á þeim svæðum er mikilvægt
að mynda og efla frægjöfula birkiskóga
og annan gróður með markvissum
aðgerðum. Þetta kallar á breytta sýn á
landnýtingu á viðkvæmustu svæðunum,
sem tvímælalaust ætti að friða fyrir beit.
Sandauðnir landsins eru einstakar á
heimsvísu. Þar kemur til sérstaða þeirra
sem stærstu basaltauðnanna, gríðarlegt
sandflæði og uppfok, það að þær eru
stærstu auðnir utan þurra eyðimarka