Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 37 landsins. Sandauðnirnar eru um 22.000 km2 (1. tafla). Sandfok og uppfok frá þeim er er afar mismunandi. Virk- ustu svæðin (rofeinkunnir 4 og 5) eru um 15.000 km2. Hér á eftir verða mismunandi flokkar sandauðna skýrðir nánar, Sandsvæðin eru sýnd á 1. mynd. sANdAr eru sandsvæði þar sem lítið er af melagrjóti eða hrauni í yfirborði. Meðal helstu sanda á Íslandi eru Mýr- dalssandur, Landeyjasandur, Dyngju- sandur, hlutar Skeiðarársands, sandur- inn sunnan Hagavatns (sunnan Lang- jökuls) og Mælifellssandur (norðan Mýrdalsjökuls) (2. mynd). Heildarflat- armál sanda er um 4.000 km2. Tilvist þeirra er að einhverju leyti háð því að sandur berist aftur og aftur inn á svæðið og þar eru jökulár mikilvirkastar. Annars þróast svæðin yfir í mela þegar gengur á sandbirgðirnar vegna sandfoks og frost- lyftingar grófara efnis. Land getur jafn- vel gróið upp að nýju ef aðstæður leyfa. sANdmelAr (seNdNir melAr). Þar sem sandur berst yfir melasvæði binst hann að hluta vegna hrjúfs yfirborðs melanna (2. mynd B). Það sama á við um öskufall. Frost veldur því að grjót og möl lyftast á vetrum og hluti áfoks- ins grefst niður. Sandurinn safnast því undir malarkenndu yfirborðinu sem rís smám saman, sennilega um 0,1–1 mm á ári eftir aðstæðum. Nóg er þó af sandi í yfirborðinu til að valda sandfoki í miklu roki. Sandsorfnir steinar eru algengir þar sem sandfok hefur varað lengi (2. mynd C). Sandmelar eru víð- áttumesta sandyfirborðið (nærri 13.000 km2) og það flokkast einkum með rof- einkunn 3 (um 5.400 km2) og 4 (um 6.200 km2). Þó flokkast talsvert af sand- melum (um 1.300 km2) af sandmelum með rofeinkunn 5, sem sýnir mjög óstöðugt yfirborð. sANdhrAuN (seNdiN hrAuN) finn- ast þar sem sandur berst yfir úfin hraun- svæði, sem og þar sem mikil aska hefur fallið á lítt gróin hraun (2. mynd D). Sandurinn sest til í lægðum. Ef sandur berst stöðugt að fyllast hraunin smám saman af sandi og geta að lokum grafist í sand. Sandhraun eru ráðandi landgerð víða í Suður-Þingeyjarsýslu, svo sem í Ódáðahrauni, og einnig á Heklusvæð- 1. tafla. Virk sandsvæði, stærðir og yfirborðsgerð. Rofeinkunn endurspeglar stöðugleika yfir- borðsins og þar með virkni rofs. 3: talsvert rof, 4: mikið rof; 5: mjög mikið rof. Mikið sandfok á sér stað á svæðum með einkunn 4 og 5, samtals 14.795 km2.21 – Erosion scores represent erosion activity with 3: considerable; 4: severe; 5: very severe. Based on Soil Erosion in Iceland.21 The combined areas of erosion score 4 and 5 represent the active aeolian areas (14 795 km2). Yfirborðsgerð / Surface type Rofeinkunn / Erosion score Samtals / Total 3 4 5 km2 km2 km2 km2 Sandur / sand-fields 318 1.087 2.828 4.233 Sandmelur / sandy lag-gravel 5.407 6.217 1.286 12.910 Sandhraun / sandy lava 1.366 1.757 1.620 4.743 Samtals / total 7.091 9.061 5.734 21.886 Samtals / total 4+5 14.795 2. mynd A–D. A: Dæmigert sandyfirborð á Dyngjusandi norðan Vatnajökuls. Hér er skokkhreyfing korna áberandi og ekki þarf mikinn vind til að sandfok hefjist. Herðubreið í baksýn. B: Sandmelur á Kjalvegi. Hofsjökull í baksýn (t.v.) ásamt gróðurtorfum sem þrauka í auðninni (t.h.). C: Sandsorf- inn steinn (e. ventifact) á sandmel. Svörfunin sýnir vel mátt sandfoksins. D: Sandhraun (sendið hraun). Skjaldbreiðarhraun, horft til Þórisjökuls. Hraunin geta safnað miklum sandi. – A: Typical “sandur” surface at Dyngjusandur north of Vatnajökull Glacier. B: Sandy gravel surface at Kjölur in the Central Highlands. C: A ventifact, showing how erosive sand abrasion is. D: Sandy lava surface. Lava north of Skjaldbreiður shield volcano, Þórisjökull Glacier on the horizon to the left. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds (A, B, D), Fanney Ósk Gísladóttir (C).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.