Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 37 landsins. Sandauðnirnar eru um 22.000 km2 (1. tafla). Sandfok og uppfok frá þeim er er afar mismunandi. Virk- ustu svæðin (rofeinkunnir 4 og 5) eru um 15.000 km2. Hér á eftir verða mismunandi flokkar sandauðna skýrðir nánar, Sandsvæðin eru sýnd á 1. mynd. sANdAr eru sandsvæði þar sem lítið er af melagrjóti eða hrauni í yfirborði. Meðal helstu sanda á Íslandi eru Mýr- dalssandur, Landeyjasandur, Dyngju- sandur, hlutar Skeiðarársands, sandur- inn sunnan Hagavatns (sunnan Lang- jökuls) og Mælifellssandur (norðan Mýrdalsjökuls) (2. mynd). Heildarflat- armál sanda er um 4.000 km2. Tilvist þeirra er að einhverju leyti háð því að sandur berist aftur og aftur inn á svæðið og þar eru jökulár mikilvirkastar. Annars þróast svæðin yfir í mela þegar gengur á sandbirgðirnar vegna sandfoks og frost- lyftingar grófara efnis. Land getur jafn- vel gróið upp að nýju ef aðstæður leyfa. sANdmelAr (seNdNir melAr). Þar sem sandur berst yfir melasvæði binst hann að hluta vegna hrjúfs yfirborðs melanna (2. mynd B). Það sama á við um öskufall. Frost veldur því að grjót og möl lyftast á vetrum og hluti áfoks- ins grefst niður. Sandurinn safnast því undir malarkenndu yfirborðinu sem rís smám saman, sennilega um 0,1–1 mm á ári eftir aðstæðum. Nóg er þó af sandi í yfirborðinu til að valda sandfoki í miklu roki. Sandsorfnir steinar eru algengir þar sem sandfok hefur varað lengi (2. mynd C). Sandmelar eru víð- áttumesta sandyfirborðið (nærri 13.000 km2) og það flokkast einkum með rof- einkunn 3 (um 5.400 km2) og 4 (um 6.200 km2). Þó flokkast talsvert af sand- melum (um 1.300 km2) af sandmelum með rofeinkunn 5, sem sýnir mjög óstöðugt yfirborð. sANdhrAuN (seNdiN hrAuN) finn- ast þar sem sandur berst yfir úfin hraun- svæði, sem og þar sem mikil aska hefur fallið á lítt gróin hraun (2. mynd D). Sandurinn sest til í lægðum. Ef sandur berst stöðugt að fyllast hraunin smám saman af sandi og geta að lokum grafist í sand. Sandhraun eru ráðandi landgerð víða í Suður-Þingeyjarsýslu, svo sem í Ódáðahrauni, og einnig á Heklusvæð- 1. tafla. Virk sandsvæði, stærðir og yfirborðsgerð. Rofeinkunn endurspeglar stöðugleika yfir- borðsins og þar með virkni rofs. 3: talsvert rof, 4: mikið rof; 5: mjög mikið rof. Mikið sandfok á sér stað á svæðum með einkunn 4 og 5, samtals 14.795 km2.21 – Erosion scores represent erosion activity with 3: considerable; 4: severe; 5: very severe. Based on Soil Erosion in Iceland.21 The combined areas of erosion score 4 and 5 represent the active aeolian areas (14 795 km2). Yfirborðsgerð / Surface type Rofeinkunn / Erosion score Samtals / Total 3 4 5 km2 km2 km2 km2 Sandur / sand-fields 318 1.087 2.828 4.233 Sandmelur / sandy lag-gravel 5.407 6.217 1.286 12.910 Sandhraun / sandy lava 1.366 1.757 1.620 4.743 Samtals / total 7.091 9.061 5.734 21.886 Samtals / total 4+5 14.795 2. mynd A–D. A: Dæmigert sandyfirborð á Dyngjusandi norðan Vatnajökuls. Hér er skokkhreyfing korna áberandi og ekki þarf mikinn vind til að sandfok hefjist. Herðubreið í baksýn. B: Sandmelur á Kjalvegi. Hofsjökull í baksýn (t.v.) ásamt gróðurtorfum sem þrauka í auðninni (t.h.). C: Sandsorf- inn steinn (e. ventifact) á sandmel. Svörfunin sýnir vel mátt sandfoksins. D: Sandhraun (sendið hraun). Skjaldbreiðarhraun, horft til Þórisjökuls. Hraunin geta safnað miklum sandi. – A: Typical “sandur” surface at Dyngjusandur north of Vatnajökull Glacier. B: Sandy gravel surface at Kjölur in the Central Highlands. C: A ventifact, showing how erosive sand abrasion is. D: Sandy lava surface. Lava north of Skjaldbreiður shield volcano, Þórisjökull Glacier on the horizon to the left. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds (A, B, D), Fanney Ósk Gísladóttir (C).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.