Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 15 fyrir rúmum 8.000 árum eitt þekktasta dæmið um slíkt hlaup. Hún er talin hafa verið um 3.000 km3 að rúmmáli.26 Flóðbylgjan af hennar völdum mun hafa verið 15–20 m há í Færeyjum og kann að hafa verið um 5 m á Austfjörðum.27,28 Skriðuflóðbylgjur verða við það að skriða fellur í vatn eða sjó. Ekki hefur verið talin stafa mikil hætta af þeim á Íslandi. Álitið er að stórar skriður eða berghlaup falli í sjó fram einu sinni til tvisvar á hverri þúsöld hér á landi þótt ekki séu heimildir um það á sögulegum tíma.29 Berghlaupið á Steinsholtsjökul í janúar 19674,5 féll niður í lón framan við jökulinn og olli flóðbylgju sem barst marga kílómetra niður Steinsholts- dal og kom fram sem hlaup í Krossá og Markarfljóti. Hins vegar hafa flóð- bylgjur af völdum snjóflóða sem ganga í sjó fram valdið nokkrum skemmdum bæði á Suðureyri við Súgandafjörð og á Siglufirði og einnig eru dæmi um slíkar bylgjur af völdum skriðufalla á Eski- firði. Flóðbylgjur frá ofanflóðum eru yfirleitt töluvert minni en stórar bylgjur sem jarðskjálftar valda en áhrifin geta verið mjög mikil í nágrenni farvegar- ins. Í Noregi hafa skriður valdið stórum flóðbylgjum þegar þær ganga út í þrönga firði eða stöðuvötn. Á síðustu öld létust samtals 174 í þremur tilvikum, í Loen 1905 og 1936 og í Tafjord 1934.30–34 Þekkt eru fjölmörg tilvik um flóð- bylgjur frá skriðufalli í stöðuvötn. Eitt það þekktasta varð í Vajont-lón- inu á Ítalíu árið 1963.35 Skriða féll í uppistöðulónið og olli 250 m hárri flóðbylgju sem fór yfir stífluvegginn og grandaði um 2.000 manns í þorpum neðan stíflunnar. Ein stærsta þekkta flóðbylgja af völdum berghlaups í sjó fram á sögulegum tíma varð í Lituya-flóa í Alaska árið 1958. Þá hlupu rúmlega 30 milljónir m3 skriðuefnis út í fjörðinn og komu af stað gríðarlegri flóðbylgju sem skolaðist upp í allt að 520 m h.y.s. í hlíðinni gegnt upptökum hlaupsins.36,37 Nokkur berghlaup á Grænlandi hafa valdið flóðbylgjum á seinni árum, nú síðast í júní 2017 við Uummannaq-fjörð norðan Qeqertarsuaq-eyju (Diskóey, Bjarney) þar sem mikið tjón varð í þorp- inu Nuugaatsiaq. Á svipuðum slóðum féll árið 2000 um 90 milljóna m3 skriða í sjó fram úr 900–1.400 m hæð í hlíðum Paatuut-fjalls og olli mikilli flóðbylgju sem sópaði burt nokkrum húsum í hinum yfirgefna námubæ Qullissat á Qeqertarsuaq handan fjarðar þegar hún óð 250 m inn á land upp í um 30 m hæð yfir sjávarmáli.38 Nánari upplýsingar um flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta og skriðufalla er meðal annars að finna í nokkrum greinum og skýrslum í heim- ildalista aftan við þessa grein.26,39–42 HERMUN FLÓÐBYLGJUNNAR Til þess að öðlast frekari innsýn í atburðarásina þegar berghlaupið féll í Öskjuvatn var myndun og útbreiðsla flóðbylgjunnar reiknuð með hugbún- aðinum GeoClaw,43 sem er gerður til þess að herma flæði grunns vökva, með viðbótum sem taka tillit til tvístrunar bylgna.44 Hugtakið tvístrun felur í sér að bylgjur með mismunandi bylgjulengd ferðast með ólíkum hraða, og í þessu tilfelli reynist mun betra samræmi milli mælinga og líkanreikninga þegar tekið er tillit til tvístrunar. Í reiknilík- aninu er berghlaupinu lýst sem aflögun á botni vatnsins, þ.e. vatnsbotninn er hækkaður sem nemur þykkt hlaups- ins og þar með lyftist vatnið og bylgjur fara af stað, svipað og lýst er í kafla um flóðbylgjur hér að framan. Berg- hlaupið rennur niður í vatnið fyrir til- stilli þyngdaraflsins og tapar orku vegna núnings við botn og víxlverkunar við vatnsmassann. GeoClaw-hugbúnaður- inn reiknar hvernig aflögun botnsins myndar bylgjur á yfirborðinu og hvernig bylgjurnar ferðast yfir vatnið og ganga á land umhverfis það. Ummerki berghlaupsins og flóð- bylgjunnar í Öskjuvatni voru kortlögð (8. mynd) og gefa mælingarnar nokkuð góða mynd af hámarksútbreiðslu flóð- bylgjunnar hringinn í kringum vatnið og af breidd og rúmtaki þess hluta skriðunnar sem gekk út í vatnið, sem og stefnu hennar. Meiri óvissa er um hraða og þykkt skriðunnar þegar hún skall á vatnsfletinum. Með því að bera niður- stöður reiknilíkansins um hámarks- útbreiðslu flóðbylgjunnar saman við mælingar mátti stilla hraða, stefnu og þykkt þannig að samsvörunin væri sem best.45 Líkanið var keyrt fyrir margar mismunandi samsetningar af stikum, þ.e. upphafshraða (U0), stefnu (q) og þykkt (D), en innan skilgreindra marka, og valin þau gildi sem gáfu minnst frá- vik frá mældri útbreiðslu (U0 = 33 m/s, q = 300–305° (VNV) og D = 36 m). Á 12. mynd sést hvernig reiknaðri og mældri hæð bylgjunnar ber saman hringinn í kringum vatnið. Samanburður reiknaðrar og mældrar útbreiðslu flóðbylgjunnar er sýndur á korti á 13. mynd. Samræmið er í flestum tilfellum mjög gott en sums staðar gengur bylgjan ívið lengra á land sam- kvæmt líkaninu. Hér þarf þó að hafa í huga að kvörðun líkansins byggist á 14. mynd. Reiknuð vatnshæð sem fall af tíma á ströndinni neðan Vítis samkvæmt GeoClaw- reikningum. – Modelled water height as a function of time at the shoreline near Víti according to GeoClaw simulations.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.