Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
21
Ármann Höskuldsson
Jarðvísindastofnun HÍ
Öskju, Sturlugötu 7
107 Reykjavík
armh@hi.is
Ásta Rut Hjartardóttir
Jarðvísindastofnun HÍ
Öskju, Sturlugötu 7
107 Reykjavík
astahj@hi.is
Jón Kristinn Helgason (f. 1982) lauk BS-prófi í jarðfræði
frá Háskóla Íslands árið 2006 og MS-prófi í Geohazard
Assessment frá University of Portsmouth árið 2008.
Hann hefur starfað hjá Veðurstofu Íslands síðan
2008. Jón Kristinn sérhæfir sig í skriðurannsóknum
og ofanflóðahættumati.
Þorsteinn Sæmundsson (f. 1963) lauk BS-prófi og 4. árs
prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, fil.lic.-
prófi í ísaldarjarðfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð
1992 og fil. dr.-prófi frá sama skóla árið 1995. Hann
var sérfræðingur á snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands
1995–1999 og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands
vestra 2000–2014. Frá árinu 2015 hefur Þorsteinn starfað
sem stundakennari og aðjúnkt við Háskóla Íslands og
unnið að rannsóknum á skriðuföllum. Sérfræðingur í
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá árinu 2019.
Ásta Rut Hjartardóttir (f. 1978) lauk doktorsprófi í
jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Hún hefur
unnið við rannsóknir á sprungum og sprungu-sveimum
á Íslandi, Mið-Íslandsbeltinu, Norðurgosbeltinu og
Vesturgosbeltinu, og einnig við aflögunarmælingar
á eldfjöllum. Hún er aðjúnkt við jarðvísindadeild og
vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Sigríður Sif Gylfadóttir (f. 1978) lauk BS-prófi í
jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2001, MS-prófi
í eðlisfræði frá sama skóla árið 2004 og Lic. Tech.
Sci.-prófi í eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Helsinki
árið 2007 með áherslu á líkanreikninga á eiginleikum
örsmárra rafeindakerfa í hálfleiðurum. Sigríður vinnur
við ofanflóðahættumat hjá Veðurstofu Íslands.
Sveinn Brynjólfsson (f. 1975) lauk BS-prófi í jarð-
eðlisfræði frá Háskóla Ísland árið 2005 og MS-prófi frá
sama skóla árið 2011. Hann hefur unnið á Veðurstofu
Íslands frá 2005 og starfar við ofanflóðavöktun og
ofanflóðahættumat.
Harpa Grímsdóttir (f. 1973) lauk BS-gráðu í landafræði
frá Háskóla Íslands árið 1998 og mastersgráðu frá Uni-
versity of British Columbia í Kanada árið 2004. Hún
starfar sem fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofu
Íslands og hefur unnið að ýmsum verkefnum og rann-
sóknum á sviði snjóflóða og skriðufalla.
Freysteinn Sigmundsson (f. 1966) lauk doktorsprófi
í jarðeðlisfræði frá háskólanum í Boulder í Colorado
í Bandaríkjunum árið 1992. Hann starfar sem jarð-
eðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu og Jarð-
vísindastofnun Háskóla Íslands. Hann stundar m.a.
rannsóknir jarðskorpuhreyfingum og kvikuhreyfingum
í rótum eldstöðva.
Tómas Jóhannesson (f. 1957) lauk cand.mag.-prófi
í jarðeðlisfræði frá Háskólanum í Osló 1982 og
doktorsprófi í jöklafræði frá University of Washington
í Bandaríkjunum 1992. Tómas starfaði á Orkustofnun
1987–1995. Hann er fagstjóri á sviði jöklafræði á Veður-
stofu Íslands og hefur starfað þar frá 1995.
Ármann Höskuldsson (f. 1960) lauk doktorsprófi í
eldfjallafræði, bergfræði og jarðefnafræði frá Universite
Blaise Pascal í Frakklandi árið 1992. Hann starfar
sem rannsóknarprófessor í eldfjallafræði á Norræna
eldfjallasetrinu og Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands. Hann stundar rannsóknir í eldfjallafræði, á
náttúruvá af völdum eldfjalla, opnun Norður-Atlants-
hafs og tilurð Íslands.
UM HÖFUNDA
Þorsteinn Sæmundsson
HÍ – Líf- og umhverfis-
vísindadeild / Umhverfis-
og byggingarverkfræðideild
Öskju, Sturlugötu 7
107 Reykjavík
steinis@hi.is
Freysteinn Sigmundsson
Jarðvísindastofnun HÍ
Öskju, Sturlugötu 7
107 Reykjavík
fs@hi.is
Tómas Jóhannesson
Veðurstofu Íslands
Bústaðavegi 7–9
108 Reykjavík
tj@vedur.is