Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 23 Ritrýnd grein / Peer reviewed NOTKUN DRÓNA VIÐ TALNINGAR Í SJÓFUGLABYGGÐUM Sindri Gíslason, Sunna Björk Ragnarsdóttir, Sölvi Rúnar Vignisson og Halldór Pálmar Halldórsson ómöNNuð flugför með myNdAvélum hafa á síðustu árum orðið mun ódýr- ari en áður og eru nú almenningseign. Nýting tækjanna við rannsóknir verður sífellt algengari en enn er mikið verk óunnið hérlendis við að staðla verk- lag, aðferðafræði og nýtingu ómannaðra flygilda við náttúrufarsrannsóknir. Rannsóknin sem hér er sagt frá fólst í því að kanna hvernig myndavéladróni nýtist til rannsókna á óaðgengilegum og torveldum stöðum. Vettvangur rannsóknarinnar var Eldey. Í þessari grein er lagt mat á aðferðafræðina og birtar niðurstöður súlutalningar í eyjunni í júní 2017, auk talningar á ritu, fýl og selum sem héldu til á eyjunni. Þetta er í fyrsta sinn sem úttekt afmarkaðs sjó- fuglavarps hér á landi fer fram með dróna. Verkefnið gekk vel og voru niður- stöður súlutalninga í góðu samræmi við fyrri talningar í Eldey. Aðferðafræðina þyrfti hins vegar að bæta til að fá fullnægjandi mat á öðrum tegundum, svo sem ritu, svartfugl og fýl. Samkvæmt niðurstöðum þessa rannsóknarverkefnis má nýta dróna með ágætum árangri við talningar í sjófuglabyggðum og gefur það góð fyrirheit um frekari not af þeim við náttúrufarsrannsóknir hér á landi. Náttúrufræðingurinn 89 (1–2), bls. 22–33, 2019 INNGANGUR Rannsóknir og vöktun sjófuglastofna á landsvísu hófust ekki hérlendis með reglubundnum hætti fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar og þá með braut- ryðjendastarfi Arnþórs Garðarssonar. Hófst sú vegferð með víðtækum taln- ingum og merkingum í öllum skarfa- byggðum landsins.1 Smátt og smátt bættust við aðrar tegundir og aðrar byggðir og er nú svo komið að stofn- stærðir nær allra bjargfuglategunda á Íslandi og breytingar á þeim hafa verið áætlaðar.2–4 Byggist vöktunin að miklu leyti á aðferðafræði Arnþórs og samstarfsmanna og hefur verið fylgst með fjölda fugla í varpi og varpárangri þeirra með reglulegum mælingum í völdum fuglabjörgum.3 Yfirleitt er talið og ljósmyndað á fyrirframákveðnum sniðum í bjargi en í minni byggðum er um heildartalningu að ræða. Talningum úr flugvél hefur verið beitt á stöðum þar sem talningum á landi hefur ekki verið komið við og hafa allar helstu sjó- fuglabyggðir landsins verið myndaðar úr lofti. Aðferðafræðina þróaði Arn- þór og hefur hún meðal annars verið nýtt við úttekt skarfa- og súlubyggða landsins. Hefur hann haft umsjón með vöktun íslenska súlustofnsins allt frá árinu 1977.4–8 Fyrstu loftmyndir með staðfestum fjölda súlusetra eru frá 1953. Bandaríski sjóherinn sá um mynda- tökurnar en Þorsteinn Einarsson taldi.9 Vistfræðingar nota tækninýjungar í auknum mæli til að bæta gagnaöflun og til að fanga nýjar upplýsingar.10,11 Notkun vöktunarmyndavéla og hljóð- upptöku eru nú viðurkenndar aðferðir til að ákvarða hvort tegundir er að finna á tilteknum stöðum og einnig til að meta þéttleika þeirra.12,13 Ennfremur hefur staðsetningabúnaður sem festur er á dýr valdið byltingarkenndum fram- förum í skilningi okkar á fari dýra og hvernig þau nota umhverfi sitt, og hafa ekki síður nýst til að ákvarða útbreiðslu tegunda.14,15 Tækniframfarir hafa átt mikilvægan þátt í að efla skilning okkar á lífríkinu almennt og getu til að svara grundvallarspurningum, meðal annars við mat á stofnstærðum tegunda og hvernig þær breytast. Fjarstýrð ómönnuð flygildi, almennt þekkt sem drónar, eru nú á dögum notuð í ýmsum rannsóknarverkefnum, svo sem til fjarkönnunar og ljósmynd- unar í tengslum við námuvinnslu, skóg- rækt, og við ýmiss konar eftirlit.16,17 Á undanförnum árum er notkun dróna til gagnasöfnunar í vistfræðilegum rann- sóknum orðin nokkuð almenn.18 Þessar skjótu vinsældir stafa einkum af því að drónarnir geta borið fjarmælitæki sem safna gögnum í mikilli upplausn. Drónar með slíkum tækjum eru því vel til þess fallnir að fylgjast með vistfræði- legum fyrirbærum.19–21 Í samanburði við staðsetningarbúnað sem festur er á geimför, gervihnetti og hefðbundin loftför (s.s. flugvélar og þyrlur) kemur í ljós að drónar henta einna best til að safna afar nákvæmum gögnum í tíma og rúmi á smáum og sveigjanlegum skala, allt eftir óskum notandans. Þessi ávinningur hefur leitt til þess að margir sérfræðingar hafa viðurkennt dróna sem öflug tæki til rannsókna á villtum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.