Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 23 Ritrýnd grein / Peer reviewed NOTKUN DRÓNA VIÐ TALNINGAR Í SJÓFUGLABYGGÐUM Sindri Gíslason, Sunna Björk Ragnarsdóttir, Sölvi Rúnar Vignisson og Halldór Pálmar Halldórsson ómöNNuð flugför með myNdAvélum hafa á síðustu árum orðið mun ódýr- ari en áður og eru nú almenningseign. Nýting tækjanna við rannsóknir verður sífellt algengari en enn er mikið verk óunnið hérlendis við að staðla verk- lag, aðferðafræði og nýtingu ómannaðra flygilda við náttúrufarsrannsóknir. Rannsóknin sem hér er sagt frá fólst í því að kanna hvernig myndavéladróni nýtist til rannsókna á óaðgengilegum og torveldum stöðum. Vettvangur rannsóknarinnar var Eldey. Í þessari grein er lagt mat á aðferðafræðina og birtar niðurstöður súlutalningar í eyjunni í júní 2017, auk talningar á ritu, fýl og selum sem héldu til á eyjunni. Þetta er í fyrsta sinn sem úttekt afmarkaðs sjó- fuglavarps hér á landi fer fram með dróna. Verkefnið gekk vel og voru niður- stöður súlutalninga í góðu samræmi við fyrri talningar í Eldey. Aðferðafræðina þyrfti hins vegar að bæta til að fá fullnægjandi mat á öðrum tegundum, svo sem ritu, svartfugl og fýl. Samkvæmt niðurstöðum þessa rannsóknarverkefnis má nýta dróna með ágætum árangri við talningar í sjófuglabyggðum og gefur það góð fyrirheit um frekari not af þeim við náttúrufarsrannsóknir hér á landi. Náttúrufræðingurinn 89 (1–2), bls. 22–33, 2019 INNGANGUR Rannsóknir og vöktun sjófuglastofna á landsvísu hófust ekki hérlendis með reglubundnum hætti fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar og þá með braut- ryðjendastarfi Arnþórs Garðarssonar. Hófst sú vegferð með víðtækum taln- ingum og merkingum í öllum skarfa- byggðum landsins.1 Smátt og smátt bættust við aðrar tegundir og aðrar byggðir og er nú svo komið að stofn- stærðir nær allra bjargfuglategunda á Íslandi og breytingar á þeim hafa verið áætlaðar.2–4 Byggist vöktunin að miklu leyti á aðferðafræði Arnþórs og samstarfsmanna og hefur verið fylgst með fjölda fugla í varpi og varpárangri þeirra með reglulegum mælingum í völdum fuglabjörgum.3 Yfirleitt er talið og ljósmyndað á fyrirframákveðnum sniðum í bjargi en í minni byggðum er um heildartalningu að ræða. Talningum úr flugvél hefur verið beitt á stöðum þar sem talningum á landi hefur ekki verið komið við og hafa allar helstu sjó- fuglabyggðir landsins verið myndaðar úr lofti. Aðferðafræðina þróaði Arn- þór og hefur hún meðal annars verið nýtt við úttekt skarfa- og súlubyggða landsins. Hefur hann haft umsjón með vöktun íslenska súlustofnsins allt frá árinu 1977.4–8 Fyrstu loftmyndir með staðfestum fjölda súlusetra eru frá 1953. Bandaríski sjóherinn sá um mynda- tökurnar en Þorsteinn Einarsson taldi.9 Vistfræðingar nota tækninýjungar í auknum mæli til að bæta gagnaöflun og til að fanga nýjar upplýsingar.10,11 Notkun vöktunarmyndavéla og hljóð- upptöku eru nú viðurkenndar aðferðir til að ákvarða hvort tegundir er að finna á tilteknum stöðum og einnig til að meta þéttleika þeirra.12,13 Ennfremur hefur staðsetningabúnaður sem festur er á dýr valdið byltingarkenndum fram- förum í skilningi okkar á fari dýra og hvernig þau nota umhverfi sitt, og hafa ekki síður nýst til að ákvarða útbreiðslu tegunda.14,15 Tækniframfarir hafa átt mikilvægan þátt í að efla skilning okkar á lífríkinu almennt og getu til að svara grundvallarspurningum, meðal annars við mat á stofnstærðum tegunda og hvernig þær breytast. Fjarstýrð ómönnuð flygildi, almennt þekkt sem drónar, eru nú á dögum notuð í ýmsum rannsóknarverkefnum, svo sem til fjarkönnunar og ljósmynd- unar í tengslum við námuvinnslu, skóg- rækt, og við ýmiss konar eftirlit.16,17 Á undanförnum árum er notkun dróna til gagnasöfnunar í vistfræðilegum rann- sóknum orðin nokkuð almenn.18 Þessar skjótu vinsældir stafa einkum af því að drónarnir geta borið fjarmælitæki sem safna gögnum í mikilli upplausn. Drónar með slíkum tækjum eru því vel til þess fallnir að fylgjast með vistfræði- legum fyrirbærum.19–21 Í samanburði við staðsetningarbúnað sem festur er á geimför, gervihnetti og hefðbundin loftför (s.s. flugvélar og þyrlur) kemur í ljós að drónar henta einna best til að safna afar nákvæmum gögnum í tíma og rúmi á smáum og sveigjanlegum skala, allt eftir óskum notandans. Þessi ávinningur hefur leitt til þess að margir sérfræðingar hafa viðurkennt dróna sem öflug tæki til rannsókna á villtum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.