Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 51 gjafi kvíslar. Hún er oftast blöðru- laga. T. cylindrica er þar ekki getið. Í Þörungaflóru Evrópu, Die Algen, sem kennd er við Gustav Lindau (1971/1930), eru fjórar tegundir, T. cylindrica þar á meðal.3 LÆKJAGÖRN Hérlendis hefur aðeins verið skráð tegundin Tetraspora cylindrica (Wahl.) C. Agardh, sem sagt var frá í upphafi greinar. Í lýsingunni hjá Lindau er hún sögð sívöl, ekki hol, spannarlöng og 2–15 mm breið, dálítið kylfulaga í end- ann, grágræn og þéttvaxin. Frumur egg- eða kúlulaga, 2–17 míkrómetrar, með glærum og þykkum vegg. Vex í stöðugu eða hægrennandi vatni. Þar kemur fyrir samnefni á tegundinni, Stapfia cylindrica Chod.3 Þessi lýsing stemmir ekki sérlega vel við íslensku eintökin, sem yfirleitt eru lengri og virðast oft vera hol. Annars er merkilegt hversu lækjagörn er mis- munandi stórvaxin hérlendis. Stærst verður hún í lækjum og tjörnum með hreinu lindavatni, en mun smávaxnari í stórum vötnum, sbr. meðfylgjandi myndir. Þessi mismunur getur verið allt að hundraðfaldur, og mætti því halda að um fleiri tegundir eða aðskilin afbrigði væri að ræða. Það mun vera ókannað mál. Þegar lækjagörn er stærst er hún stórvöxnust allra þörunga í ferskvatni á Íslandi og að sama skapi áberandi. Tetraspora cylindrica var upphaflega getið frá Lapplandi (Svíþjóð) af Göran Wahlenberg, Uppsölum, sem Ulva cylindrica, endurnefnd af Carl Agardh, biskupi og þörungafræðingi í Karlstad, í riti hans Systema algarum (1824), með núgildu nafni.4 Tegundin virðist vera heimsdreifð. Á vefsetrinu AlgaeBase5 eru heimildir um hana frá Spáni, Rúm- eníu, Rússlandi, Tadsjikistan, Kína, Japan, Taívan, Indlandi, Pakistan, Norður-Ameríku og Argentínu. Hún er líklega algeng hérlendis, einkum í köldu lindavatni, og verður þar einna stór- vöxnust og mest áberandi. Tegundin fannst fyrst hér á landi við Elliðavatn 1809. Í stöðuvötnum vex hún helst þar sem kaldar lindir spretta fram, svo sem í Þingvallavatni. Við vatnið er hún algeng í gjám með um 3 stiga meðalhita.6 Sama er að segja um Mývatn, þar er lækjagörn algeng við austurströnd Syðriflóa þar sem kalt lindavatn streymir fram. Grænþermi. Lækjagörn líkist sumum teg- undum Enteromorpha í vaxtarlagi, sem allar eru að mestu leyti bundnar við sjó, einkum E. intestinalis, er sumir kalla slafak, en það heiti er notað um ýmsa grænþörunga. Fræðinafn hennar vísar til innyfla og því mætti kalla hana grænþermi, sbr. norsku tarmgrønske. Það til- heyrir bálkinum Ulvales, sem kenndur er við Ulva lactuca (grænhimnu eða maríusvuntu). Það er óskylt Tetraspora, hefur pípulaga þal, ekki hlaup- eða slímkennt, með samlægum frumum, og er því auðvelt að greina það frá lækjagörn með smásjárskoðun. Grænþermi vex í sjávarfjörum, einkum í fjörupollum, og er mjög algeng og afar breytileg tegund. Helgi Jónsson (1903) lýsir fimm formum af því, en sum þeirra teljast nú sjálfstæðar tegundir.7 Það vex einnig í hálfsöltu vatni (lónum) og jafn- vel í næringarríku eða menguðu ferskvatni, stundum í miklu magni, til dæmis í Bretlandi. Sigurður Pétursson (1948) segir það hafa vaxið í breiðum í Reykjavíkurtjörn 1943, en síðan lítið. Auk þess fann hann það í Varmá í Ölfusi, Fagra- dalsá í Mýrdal og Korpúlfsstaðaá. „Í ám þessum myndaði þörungurinn alllangar fastvaxnar tægjur.“8 Höfundur telur sig hafa fundið það í lindám í Jökulsárgljúfrum, sem síðar getur. HEIMILDIR OG ÚTBREIÐSLA Á ÍSLANDI Elsta heimild um Tetraspora cylindrica á Íslandi sem höfundi er kunnug er Ferðabók enska grasa- fræðingsins Williams Jackson Hooker. Hann kom hingað sumarið 1809 með Jørgen Jørgensen, sem Íslendingar nefndu Jörund hundadagakóng. Hooker ferðaðist um Suður- og Suðvesturland, skoðaði og skráði plöntur og safnaði þeim. Skipið sem hann ætlaði með heim til Englands fórst í eldsvoða úti af Reykjanesi sama sumar, fólki var bjargað í annað enskt skip, sem Jørgen var á, en Hooker missti plöntusafn sitt, teikningar og flestar dagbækur. Honum tókst þó að setja saman skrá yfir íslenskar plöntur, aðallega eftir eldri heimildum, með viðbótum frá Sveini Pálssyni og eftir minni. Skráin birtist í Ferðabók hans árið 18119 og sama ár í Ferðabók George Steuart Mackenzie um ferð hans á Íslandi sumarið 1810.10 Á báðum stöðum er lækjagörn skráð sem Rivularia cylindrica. Í Ferðabók Hookers er vísað í „Wahl. MSS.“ handrit eða bréf Wahlenbergs. (Hooker skráir líka Rivularia angulosa, og vísar í sömu heimild. Óvíst hvaða tegund það er.) Auk þess er í báðum bókum ýtarleg klausa um plöntuna, með sama orðalagi, sem Hooker hlýtur að hafa samið. Hann segir hana hafa fundist í Lapplandi og hafi Wahlenberg nefnt hana Rivularia cylindrica í bréfi til Dawson Turner grasafræðings, sem hann þakkar tilurð bókar sinnar, og varð tengdafaðir hans árið 1815. Hooker sýnist þessi jurt þó eiga lítið skylt við Rivularia, sem nú er kvísl bláþörunga í sjó, og var sannspár um það. Hann segir tegundina afskap- lega algenga í ám og stöðuvötnum á Íslandi, og lýsir henni svo (bls. 332):9 It extends from three inches to as many feet in length, unbranched, and, as its name implies, cylindrical, forming an uniform tube, of pale green color, and thin delicate semi- -gelatinous substance, studded all over with darker green seeds, that are almost universally placed in fours, standing in small squares. Þessi stutta lýsing er svo glögg að vel má þekkja tegundina af henni. Hann kveðst hafa verið svo heppinn að bjarga eintaki af plöntunni og teikningu sem hann gerði á staðnum, og segist ef til vill munu birta nákvæma lýsingu og mynd af henni síðar, sem líklega varð ekki af. Í Ferðabók Hookers (1813, bls. 86)er greint frá því þegar hann sá lækjagörn- ina fyrst. Það var 1. júlí 1809 á gönguferð um hraunin suður af Reykjavík. Þar kom hann austan að stóru vatni og djúpri á sem rann út í það og hann komst ekki yfir. Það hlýtur að vera Elliðavatn og áin Suðurá, sem er kvísl úr Hólmsá. Þá minntist hann þess að hafa séð plöntuna í safni Turners, með nafninu Rivularia cylindrica eftir Wahlenberg: „It grew here, seven or eight inches long, and was attached by a small, expanded disk to the rocks at the bottom of the stream.“ Arngrímur Thorlacius þýddi Ferðabók Hookers á íslensku og gaf forlagið Fósturmold bókina út árið 2000 undir heitinu Ferð um Ísland 1809. Þar er getið um Rivularia cylindrica í Hólmsá, bls. 55, í Þingvallavatni, bls. 63 og almennt á Íslandi, bls. 198. Skýring á fræðinafninu er þar ekki rétt. Plöntuskránni er sleppt í þessari útgáfu.11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.