Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 31 rannsóknir á fuglum.37–40 Enn takmark- ast notkun þeirra þó af ýmsum þáttum, svo sem reglum og leyfisveitingum, siðferðilegum álitaefnum, viðeigandi þjálfun, rafhlöðuendingu og veðurþoli. Þá er notkun dróna einnig takmörkuð við ákveðnar veðuraðstæður, og enn eru áhrif þeirra á margar tegundir óljósar og ókannaðar. Þróun dróna er hins vegar hröð og vísindamenn fá sífellt meiri reynslu af notkun þeirra. Sú reynsla gerir mönnum smátt og smátt kleift að nota dróna betur við krefjandi umhverfisskilyrði. Frumraunin sem hér er kynnt gefur sæmileg fyrirheit um notkun dróna til talninga á súlusetrum. Aðferðir (t.d. upplausn mynda) þyrfti að bæta til að geta metið aðrar tegundir með fullnægjandi hætti, svo sem ritu, svartfugl og fýl. Fjöldi talinna súlnasetra í Eldey árið 2017 var alls 14.982 og var niðurstaða rannsóknarinnar í góðu samræmi við fyrri talningar á súlu í Eldey. SUMMARY usiNg droNes iN seAbird coloNy ceNsus Speed, accuracy, flexibility, and cost-effectiveness are the benefits that can make drones particularly useful tools in ecological research. Studies have shown their unrivalled benefits in bird census and surveys.37–40 Yet there are still factors limiting their use, e.g. licensing, regulations, ethical issues, appropriate training, battery life, and weather resistance. The development of drones is however rapid and scien- tists are getting more experienced in using them, which is pushing the devel- opment of drones even faster to the needs of the scientific community. The study presented here shows how use- ful drones can be if operated correctly, and gives a good promise of their use in counting AOS (apparent occupied sites) of gannets. However, methodologies (e.g., image resolution) would need to be improved to obtain adequate estima- tion of other species such as kittiwakes, auks and fulmars. The Eldey population of Northern gannet (Morus bassanus) in 2017 is estimated 14.982 AOS which was in good agreement with previous censuses in Eldey. 8. mynd. Súlan er einkar tignarlegur fugl og er stundum nefnd drottning Atlantshafsins. – The Northern gannet, often called the queen of the Atlantic due to its elegance. Ljósm./Photo: Sindri Gíslason.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.