Húnavaka - 01.01.2019, Side 53
H Ú N A V A K A 51
ÚR BRÉFI, 1921:
Kæra Anna Sigurjónsdóttir!
Sennilega munt þú ekki hafa búist við að sjá
frá mjer brjef aftur, og þess má jeg og vænta
að þjer sje það enginn aufúsugestur, en hvað
um það, jeg má til að skrifa. –
Jeg hefi lengi átt í baráttu við sjálfan mig. –
Skynsemin hefir sagt mjer að þegja og reyna
að bera ósigur minn með þögn og þolinmæði,
en tilfinningin hefir viljað annað. …
Skynsemin segir mjer að gera mjer hlutskifti
mitt að góðu, jeg hafi bækurnar og börnin.
Börnin. – Hlýr straumur fer um mig. En, –
jeg á þó ekki þessi börn. Það eru aðrir, sem
eiga það besta og innilegasta í sálu þeirra.
Jeg á enn ekki dýrasta hnossið í heiminum:
sjálfstætt eigið heimili, lífsförunautinn, sem
jeg geti gefið alt. Án þess er lífið hjegóminn
einn, innihaldslaust, stefnulaust ekkert. – …
En, – hefi jeg þá enga von? Svar þitt var svo
sem ákveðið, en aðstaða þín var e.t.v.
óþægileg. Jeg veit að óskir foreldra þinna
hnigu frekar í aðra átt. Gat það ekki hafa
ráðið nokkuru um svar þitt? …
Nú kem jeg aftur. Hugur minn er enn hinn
sami.
Nú særi jeg þig um að vera sjálfri þjer trú, að þú rannsakir vel hug þinn og hjarta, og ef þú
finnur þar einhverja rödd, sem talar máli mínu, að þú hlustir þá vel á hvað hún hefir að
segja.
Þinn Bjarni Jónasson.
ÚR BRÉFI, 27. JÚNÍ-16. JÚLÍ 1922:
Kæra Anna Sigurjónsdóttir!
Bestu þakkir fyrir síðast. Endurminningin um þig frá veislugleðinni á Guðlaugsstöðum er
mjer ógleymanleg, og síðan hefi jeg naumast getað hugsað um annað en þig. Mjer er
ómögulegt að ráða við það, og nú vil jeg ekki ráða við það, þó að jeg brenni upp til agna.
Jeg finn að hjer er um hamingju mína að ræða: Þú eða engin. …
Nú ertu komin heim. Tvisvar hefi jeg hitt þig síðan, og enn hefi jeg ekki spurt þig að
spurningunni miklu. Er jeg þá heigull? … Í návist þinni, verð jeg, þrítugur karlinn, feiminn
eins og unglingur innan við tvítugt. Manstu ekki eftir út á Svínavatni á sunnudaginn var,
þegar jeg heilsaði þjer? Jeg ætlaði að segja nokkur orð við þig um leið, en jeg fann, að jeg
brá lit um leið og þú snertir hönd mína, og því þorði jeg ekki annað en að yfirgefa þig þegar.
…
Einhver innri vissa segir mjer, að þú sjert mjer ætluð, þótt ekki blási byrlega, að þú sjert
Brot úr bréfi.