Húnavaka - 01.01.2019, Síða 54
H Ú N A V A K A 52
fylling vona minna og drauma. Mjer þykir enn vænna um þig nú, en þegar jeg bað þín. Svo
er það jafnan, að ástin vex við örðugleikana. …
Hjartkæra Anna! Jeg spyr þig enn þá: Viltu verða konan mín. Jeg held áreiðanlega, að þú
berir góðan þokka til mín, og jeg geri mjer fulla von um, að jeg geti unnið hug þinn allan
við nánari kynningu. …
Nú verð jeg að fá brjef frá þjer, eða viðtal. Þú hefir einhver ráð. Konur verða aldrei
ráðalausar.
Vertu svo alltaf blessuð og sæl
þinn elskandi Bjarni Jónasson.
ÚR HUGLEIÐINGU, 1922:
Jeg á von á brjefi. Jeg veit að hún svarar mjer núna. …
Jeg finn það svo ósköp vel, að hjer er um hamingju mína að ræða. Án ástar hennar verður
líf mitt skugginn einn, stefnulaust, sundurlaust brot.
Jeg er einn. Enginn vinur til þess að gleðjast með mjer og hryggjast. Enginn, sem jeg geti
helgað það besta og göfugusta í sálu minni, enginn, sem jeg get gefið allt.
…
Brjefið er komið. …
Mjer finst sem líf mitt leiki á þræði. Von og ótti berjast um völdin, en vonin er þó sterkari.
Hlýr straumur fer um mig. Það er svar frá henni. …
Hún elskar mig. Þessi fáu orð innibinda alt. Þau eru fylling vona minna og drauma. Jeg
hefi þráð þessa játningu í nokkur ár, jeg hefi beðið og þráð. Hugsunin um hana hefir jafnan,
síðan jeg kyntist henni, verið sterkasti þáttur lífs míns, sú uppistaðan, sem alt annað hefir
snúist um. …
Hún elskar mig. Ó!, hvað þessi orð hljóma yndislega, og sál mín endurómar þau frá insta
hjartans grunni. Mjer finst nú sem öll náttúran hafi fengið mál, og alt hefir sömu söguna
að segja: Hún elskar þig.
ÚR DAGBÓK, 23. ÁGÚST 1922:
Nú hefir dagbókin orðið útundan um langan tíma. Öll hugsun mín hefir snúist um ást
mína. Nú er jeg trúlofaður indælli og góðri stúlku. Jeg er verulega hamingjusamur. Mjer
finst jeg í raun og veru aldrei hafa lifað fyr en nú. Öll hugsun mín snýst um hana. Jeg vaki
á næturnar og hugsa um hana. Hún á mig allan og fyrir hana gæti jeg fórnað öllu. En hvað
nú er dýrlegt að vinna. Nú veit jeg að hún á að njóta með mjer ávaxtanna af störfum mín-
um. Og hún elskar mig og treystir mjer. Guð gefi að jeg geti altaf látið henni líða vel, og að
traust hennar til mín, þurfi aldrei að rýrna. Mjer finst jeg vera betri maður en áður, alt hið
besta, sem var til í fari mínu hefir glæðst. Jeg hefi altaf verið bjartsýnn, en trú mín á lífið
og mennina hefir vaxið. Hún kom til mín í einverunni og bauð mjer fylgd sína, hún, yndið
mitt. – Hún er nálega 10 árum yngri en jeg, en hún er þó ekkert barn, og hún elskar mig,
karlinn, sem er bráðum orðinn sköllóttur. Hún er ung og hrein, sem nýfallin mjöllin. Jeg veit
að það hefir mæra fallið á mig.
ÚR DAGBÓK, 1923:
14. júlí, laugardagur.
Við Anna gefin saman í hjónaband vestur í Litladal af síra Birni Stefánssyni. Töluvert