Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 166
H Ú N A V A K A 164
f. 1943, frá Nípukoti í Víðidal. Hjónin hófu búskap í Röðulfelli, fluttu síðar í
Georgshúsið á Oddabrautinni en síðan festu þau kaup á framtíðarheimili sínu,
Ásgarði. Árni og Alla eignuðust þrjá syni: Guðjón,
f. 1966, kvæntur Ellen Magnúsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Börkur Hrafn, f. 1975, kvæntur
Kristínu Björk Ágústsdóttur og eiga þau þrjá syni.
Sigurgeir Snæv ar, f. 1988, í sambúð með Ástu
Björgu Jóhannesdóttur. Hann á einn son. Fyrir
átti Árni, með Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Jónu
Elísabetu, f. 1962, gift Thomasi Blackburn.
Árni hóf útgerð með Sigurjóni bróður sínum
árið 1967. Hann var helmingseigandi í Vík,
út gerð arfyrirtæki þeirra bræðra, frá 1974-2007.
Þá stofnaði hann sína eigin útgerð, Bjart í Vík ehf.
Um tíma ráku bræðurnir að auki saltfiskverkun.
Árni og synir hans voru skips félagar í lengri og
skemmri tíma og synir hans eru sjómenn enn þann dag í dag.
Vettvangur Árna voru bryggjurnar og höfnin á Skagaströnd svo og
vélaverkstæðið. Árni var einstaklega handlaginn, hvort sem var með tré, járn,
vélar eða trefjaplast. Hann var iðulega í vinnufötunum sínum með tóbakspontu
í hendi að gera við trollin eða rétta fram hjálparhönd til þeirra sem voru í
vanda og hann var einstaklega gjafmildur.
Leikandi létt lund einkenndi Árna, hann var geðgóður en ekki skaplaus,
hjartahlýr, traustur, lífsglaður og stutt í hlátrasköllin, sem stundum dundu um
langa vegu. Hann hélt kímnigáfu sinni allt til hins síðasta með óbugaðan anda
í baráttu við krabbamein. Hann var sniðugur í tilsvörum og orðheppinn.
Hann hafði gaman af að segja alls konar sögur, þó sérstaklega frá fyrri tíð, því
hann var vel að sér í stríðssögu seinni heimstyrjaldarinnar.
Árni hafði einstakan áhuga á byssum en þegar hann fór á rjúpnaskytterí gaf
hann jafnan öðrum bráðina, hann borðaði nefnilega ekki rjúpur.
Vestfirskt umhverfi, lífsbarátta og æðruleysi mótaði Árna. Grunngildi hans
voru kristin, kenningar frelsarans um að gera öðrum vel til. Hann lést á
Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, útför hans fór fram frá Hólaneskirkju 2. mars.
Jarðsett var í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Axel Jóhann Hallgrímsson
frá Skagaströnd
Fæddur 29. júní 1957 – Dáinn 25. febrúar 2018
Axel fæddist í Skála á Skagaströnd og ólst þar upp. Foreldrar hans voru
Ingi björg Axelma Axelsdóttir (1931-2007) og Hallgrímur Kristmundsson