Húnavaka - 01.01.2019, Qupperneq 187
H Ú N A V A K A 185
Óla, en það var Ardís Ólöf kölluð, ólst upp í Reykjavík. Ung fór hún til
sumardvalar í Köldukinn í A-Hún. og til Ole Amundsen á Skagaströnd.
Hún var 16 ára þegar hún kynntist Viggó Brynjólfssyni, f. 1926. Þau gengu
í hjónaband 22. febrúar 1956. Börn þeirra eru átta: Guðbjörg Bryndís, f.
1954, gift Magnúsi Birni Jónssyni, f. 1952. Þau
eiga þrjá syni. Arelíus (1955-1978), hann átti þrjá
syni. Víkingur, f. 1958, kvæntur Sesselju
Hauksdóttur, f. 1961. Þau eiga þrjá syni. Fyrir átti
hann dóttur. Vigdís Heiðrún, f. 1960, gift Vilhelm
Þ. Þórarinssyni, f. 1957. Þau eiga þrjú börn.
Fannar Jósef, f. 1963, kvæntur Ernu Berglindi
Hreinsdóttur, f. 1963. Þau eiga fjögur börn.
Kolbrún Björg, f.1964, í sambúð með Guðmundi
Hilmarssyni, f. 1952. Hún á tvo syni með Agli
Bjarka Gunnarssyni. Valdimar, f. 1965, kvæntur
Sigurbjörgu Agnesi Sævarsdóttur, f. 1966. Þau
eiga tvö börn. Arnar Ólaf ur, f. 1978, kvæntur
Guðrúnu Elsu Helgadóttur, f. 1979. Þau eiga tvö
börn.
Viggó og Óla hófu búskap í Reykjavík. Þaðan lá leiðin til Blönduóss og
síðan til Skagastrandar árið 1958. Fjölskyldan bjó til 1970 á Sólarvegi 14.
Næstu tvö árin voru þau fyrir sunnan en fluttu aftur til Skagastrandar og
byggðu hús að Bogabraut 18, sem varð samastaður og miðstöð ört stækkandi
fjölskyldu.
Á sumrin vann Viggó á jarðýtu með vegavinnuflokkum. Óla fylgdi þá
gjarnan eiginmanni með nokkur af börnunum en önnur fóru í sveit.
Óla var litríkur persónuleiki, sterkur karakter og hreinskiptin. Hún var trú
sannfæringu sinni og kletturinn í fjölskyldunni þegar eitthvað bjátaði á. Hún
var létt og kát manneskja en jafnframt ör og hvatvís. Hún var listræn og næm
fyrir hönnun og fegurð, nýtin og hugmyndarík. Hún framkvæmdi helst strax
hugmyndir sínar. Óla var glæsileg kona sem hafði góðan smekk fyrir fötum og
útliti.
Söngur, hljóðfærasláttur og dans er ein birtingarmynd gleðinnar sem Óla
unni öðru fremur. Seinna varð söngur og tónlist á fjölskyldusamkomum eitt af
einkennum samverustundanna.
Lestur góðra bóka var Ólu lífsfylling og á mörgum meisturum bókmennta
kunni hún góð skil. Hún ferðaðist nokkuð til útlanda með systrum sínum og
fjölskyldu en sólarlandaferðir voru hennar yndi.
Óla var um tíma liðtækur félagi í Leikklúbbi Skagastrandar. Hún sá um
förðun leikaranna og var hvíslari. Hún átti sér mörg áhugamál og tómstunda-
efni en þegar blóma- og trjáræktin kom inn í líf hennar í garðinum á Boga-
braut 18, viku önnur áhugamál að miklu leyti.
Óla flutti til Reykjavíkur þegar hún og Viggó skildu, þar bjó hún í fáein ár,
flutti aftur norður og keypti sér íbúð að Suðurvegi 8. Efri árin tóku á sig svip