Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 83
H Ú N A V A K A 81
Bitter
Jón Árnason kemur heim til Reykjavíkur úr Bretlandsförinni 3. október 1863
og tekur að temja sér ráðleggingar Lindsays læknis. Hann etur skoskan
hafragraut hvern morgun, það er þá sjaldgæf fæða í Reykjavík segir Þorvaldur
Thoroddsen fóstursonur hans,15 hann hættir gersamlega allri tóbaksnotkun,
snertir ekki kaffi og gætir „allra lifnaðarreglna“. Jón hefur aldrei verið gefinn
fyrir áfengi en fær sér þó stöku sinnum glas af volgri vínblöndu – toddýi –
þegar hann rabbar við vini og kunningja að kvöldlagi.16 Lindsay hafði ekki
bannað það og því fer fjarri að áfengisneysla íþyngi Jóni Árnasyni. „Maður
hefur þá að minnsta kosti einn ófullan mann í Reykjavík“17 skrifar fornvinur
hans, Benedikt Gröndal, frá Kaupmannahöfn og fagnar því að Jón er hættur
við áform um að flytja til Englands.
Heilsufar biskupsskrifara tekur stórstígum framförum við að fylgja ráðum
Lindsays læknis. Jón Árnason gengur í klukkustund á hverjum morgni áður en
skyldustörf hans hefjast og verður hraustari en hann hefur verið um árabil.18
Hann lætur veðrið ekki hafa áhrif á heilsubótargöngur sínar en arkar út á
Seltjarnarnes eða inn í Fossvog þótt á honum dynji frostbylur eða húðarrigning
og hann á það líka til að skunda út í Skildinganes og baða sig í sjónum við
Kýrhamar.19 Þessum háttum sínum heldur Jón fram á efri ár og gengur svo
rösklega að hann bull svitnar og verður að skipta um nærklæði þegar heim er
komið.20
Lánið leikur við Jón biskupsskrifara þegar hann – heilsuhraustur og
glaður – gengur að eiga brúði sína í Flatey á Breiðafirði laugardaginn 25. ágúst
1866 í suðaustan kælu. Fjöldi fólks fagnar með Jóni Árnasyni og ekkjunni
Katrínu Þorvaldsdóttur Sívertsen úr Hrappsey þennan heilladag. Hún er 37
ára og hafði áður átt séra Lárus M. Johnsen sem féll frá snemma árs 1859.
Ungur bókabéus, Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, er þarna á vakki og yrkir
brúðkaupsvísur. Daginn eftir er komin hæg austanátt og væta. Sighvatur yrkir
aðrar brúðkaupsvísur og Jón Árnason gefur honum þrjá ríkisdali.21 Benedikt
Gröndal, sem enn er í Kaupmannahöfn, fréttir af hjónabandssælu heimiliskenn-
arans frá Eyvindarstöðum og gleðst með vini sínum en má líka til með að
skensa hann aðeins og skrifar: „færðu ekki helvítadóm af peningum með
konunni, Jón?“22
Gröndal hefur veður af búsæld í Hrappsey og Katrín Þorvaldsdóttir kemur
vissulega ekki tómhent í hjóna bandið en það er áreiðanlega ekki þess vegna
15 Þorvaldur Thoroddsen: Minningabók I. Æskuár. Kaupmannahöfn 1922, bls. 97.
16 Úr fórum Jóns Árnasonar II, bls. 105.
17 Benedikt Gröndal: Ritsafn V. Útgefandi Gils Guðmundsson. Reykjavík 1954, bls. 129.
18 Úr fórum Jóns Árnasonar II, bls. 42, 49
19 Þorvaldur Thoroddsen: Minningabók I, bls. 97.
20 Theodora Thoroddsen: „Endurminningar um Jón Árnason.“ Skírnir, XCIII. árg., 3.
tbl. (1919), bls. 241.
21 Úr fórum Jóns Árnasonar II, bls. 111.
22 Benedikt Gröndal: Ritsafn V, bls. 165.