Húnavaka - 01.01.2019, Síða 198
H Ú N A V A K A 196
Frjálsíþróttaiðkendur Hvatar tóku þátt
í nokkrum mótum, Meistaramóti Íslands
11-14 ára (innanhúss), Héraðsmóti USAH
innanhúss, Akureyrarmóti UFA, Sumar-
móti Samvest og Héraðsmóti USAH ut-
an húss þar sem Hvöt varð í 2. sæti í heild-
ar stigakeppninni, örfáum stigum á eftir
Fram. Einnig tóku iðkendur Hvatar þátt í
Barnamóti USAH og Unglingalandsmóti
UMFÍ.
Knattspyrnudeild.
Mikið og gott starf var unnið hjá knatt-
spyrnudeildinni eins og undanfarin ár.
Hámundur Örn Helgason sá um þjálfun
allra flokka. Ólafur Sigfús Benediktsson sá
um Íþróttaskólann með aðstoð Hámundar
Arnar. Bryddað var upp á þeirri nýjung að
vera með einn tíma á viku í frjálsum
íþróttum í samstarfi við frjálsíþróttadeild-
ina og sá Steinunn Hulda Magnúsdóttir
um þá tíma fram að áramótum.
Eins og undanfarin ár hefur aðal-
áherslan verið á starf yngri flokka Hvatar.
Farið var með alla flokka á Goða- og Stefnumótið á Akureyri í byrjun árs.
Síðan var tekið þátt í hinum ýmsu mótum yfir sumarið, eins og t.d.
Smábæjaleikum, Orkumótinu í Vestmannaeyjum, N1 mótinu á Akureyri,
Símamótinu í Kópa vogi, Landsbankamótinu á Sauðárkróki og Króksmótinu
á Sauðárkróki. Sam starf við knattspyrnudeildir Kormáks og Tindastóls í 4.-2.
flokki karla og kvenna í Íslandsmóti hefur gengið vel.
Hvöt og Kormákur hafa undanfarin ár haldið úti sameiginlegum meistara-
flokki undir merkjum beggja félaganna. Árið 2018 var stofnað meistaraflokks-
ráð sem heldur utan um starfsemi meistaraflokksins, svo sem leikmannamál,
mótamál og fjáraflanir.
Smábæjaleikarnir voru haldnir í 15. sinn dagana 16.-17. júní. Sem fyrr voru
það SAH Afurðir og Arion banki sem styrktu mótið myndarlega. Keppendur
á mótinu voru rúmlega 400 í um 55 liðum frá 10 félögum, strákar og stelpur
á öllum aldri. Veðrið var til friðs og gekk allt mjög vel upp.
Almennt um starf Umf. Hvatar.
Starf ungmennafélagsins byggist aðallega á starfsemi deildanna eins og sjá má
hér fyrir framan. Þó væri ekkert ungmennafélag ef ekki væri hið óeigingjarna
sjálfboðaliðastarf iðkenda, foreldra, aðstandenda, stjórna deildanna og ein-
staklinga sem lagt hafa félaginu lið undanfarin 95 ár sem félagið hefur verið til.
Kátar Hvatarstelpur. Efri röð: Unnur
Borg Ólafsdóttir, Emma Karen
Jónsdóttir, Kristín Helga Þórðardóttir,
Kristrún Hilmarsdóttir og Dögun
Einarsdóttir. Neðri röð: Jóhanna Björk
Auðunsdóttir, Ísól Katla Róbertsdóttir
og Þóra Karen Þorleifsdóttir.