Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 225
H Ú N A V A K A 223
Aðkoma Krabbameinsfélags A-Hún. að þessu verkefni varði í mörg ár. Var
það án efa mjög gott framlag til heilbrigðisþjónustu á þeim tíma og e.t.v.
stærsta verkefni félagsins. Sigursteinn Guðmundsson og kona hans, Brigitta
Vilhelmsdóttir, unnu jafnframt ötullega að verkefnum félagsins á þeim árum
og voru þau bæði gerð að heiðursfélögum árið 1988.
Þótt félagið sjái ekki lengur um leitarstarfið, hefur þátttaka kvenna í hópleit
að krabbameini á heilsugæslu ætíð reynst góð hér í sýslunni og enn fimmtíu
árum seinna er félagið að störfum þótt starfsemin hafi mikið breyst sem eðlilegt
er í takt við nútímann. Félagið er eitt af mörgum aðildarfélögum Krabba-
meinsfélags Íslands eða KÍ sem góð samvinna hefur verið við í gegnum árin.
Áður fyrr rann helmingur af félagsgjöldum til KÍ en því var síðar hætt og
félagið hefur nú lengi verið fjárhagslega sjálfstætt. Það gaf færi á að breyta
starf semi og áherslum.
Á aðalfundum félagsins hefur stjórn oftar en ekki fengið fyrirlesara sem
fjalla um fagleg málefni tengd krabbameini, s.s. um heilsufar, um með ferðar-
úrræði sem bjóðast, um mat og hollustufæði, varðandi stuðning sem hægt er
að veita, um félagslega þjónustu, sýndar fræðslumyndir o.fl.
Gestir hafa komið á aðalfundi sem sagt hafa sögu sína um hvernig upplifun
þeirra er af sjúkdóminum, til að aðrir sem kljást við sjúkdóminn geti haft að
leiðarljósi en því miður finnst sjúkdómurinn í mörgum fjölskyldum.
Eitt af mörgum verkefnum síðari ára má nefna að um árabil var staðið fyrir
forvarnarverkefninu Reyklaus bekkur í samstarfi við skólana á Blönduósi,
Skagaströnd og á Húnavöllum. Í því skyni var sett af stað hug mynda sam-
keppni í 8., 9. og 10. bekk skólanna um að búa til besta slagorðið gegn
reykingum þannig að nemendur gætu um leið lært um skaðsemi reykinga.
Síðan var ein hugmynd valin úr slagorðum nemenda, slagorðið prentað á boli
og afhent bekkjunum með viðurkenningarskjali. Dregið hefur mikið úr reyk-
ingum ungmenna og almennt í landinu sem má gleðjast yfir en nú beinist
athyglin að því hvort skaðsemi sé af rafrettureykingum. Íslendingar nota víst
rafrettur meira en þegnar annarra Norðurlandaþjóða er haft eftir heimildum.
Árið 2010 var, í samvinnu við Blönduskóla, forvarnarfræðsla á vegum
Maritafræðslunnar. Allir nemendur í 7.-10. bekk fengu fræðslu og fundur var
haldinn með foreldrum þeirra.
Félagið ákvað eitt árið að styrkja unglingsstúlkur og foreldra þeirra með því
að endurgreiða helming kostnaðar við leghálsbóluefni en ríkið tók þá ekki þátt
í að greiða það bóluefni heldur annað.
Stuðningshópurinn Samhugur voru samtök þeirra sem veikst höfðu af sjúk-
dómnum og aðstandendur þeirra og starfaði undir verndarvæng félagsins á
Blönduósi í allmörg ár.
Árlegur fundur formanna aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands var
hald inn á Blönduósi eitt haustið. Um 40 þátttakendur, frá 16 aðildarfélögum
víða um landið, sóttu fundinn sem hófst með morgunverði á Hótel Blönduósi
þar sem fundurinn fór fram. Mörg málefni voru þar á dagskrá og m.a. fram-
hald á stefnumótunarvinnu KÍ.
Árið 2015 var veitt framlag til söfnunarátaks sem Krabbameinsfélag Akur-