Húnavaka - 01.01.2019, Side 202
H Ú N A V A K A 200
lagfærður. Klætt var upp í loft á klúbbhúsi, sett
ný led lýsing og það málað að innan, eins var þak
þess málað. Sáð var í man ir og þökulagt, tré voru
færð og plantað nýjum. Reistur var staur fyrir
flóðlýsingu skeet vallar og keyptir tveir öflugir led
kastarar. Rafmagn í turni var klárað og sett upp
ný rafmagns tafla fyrir svæðið. Einnig var sett
upp skilti við inn komuna á svæðið með nafni
og merki félagsins. Síðast en ekki síst leit ný
heimasíða dagsins ljós.
Mótahald.
Fimm mót voru haldin á svæði félagsins á ár inu,
eitt landsmót STÍ í skeet, Norður landsmeistara-
og afmælismót Markviss í skeet, og þrjú opin
innanfélagsmót.
Landsmót STÍ var 2. júní, NLM Open var
haldið 28. júlí og var það einnig afmælismót
Markviss en bæði þessi mót voru keyrð á einum
degi sökum fárra keppenda. Innanfélagsmót
voru hvítasunnumót á uppstigningardegi, Hösk-
uldsmót um Húnavöku og loks var Rjúpnafjör á haustdögum.
Keppnisfólk Markviss fór vítt og breitt á árinu, m.a. út fyrir landsteinana til
keppni og æfinga, sýndi þar fádæma elju og skilaði fyrirtaks árangri.
Í haglagreinum átti félagið 5 keppendur í 13 mótum og ber þar hæst
Ís lands- og bikarmeistaratitill kvenna í Skeet, Íslandsmeistaratitill kvenna í
Nordisk Trapp og Norðurlandsmeistaratitill kvenna í Skeet.
Í kúlugreinum var keppandi aðeins einn í alls 22 mótum og vann hann til
15 verðlauna í 4 greinum.
Skotíþróttafólk Markviss 2018.
Í haglagreinum hlaut útnefningu Snjólaug M. Jónsdóttir. Í kúlugreinum var
það Jón B. Kristjánsson. Sérstök hvatningarverðlaun hlutu unglingarnir, Sig-
urður Pétur Stefánsson og Kristvin Kristófersson
Jón Kristjánsson, formaður.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ NEISTI.
Árið hófst með því að Benedikt Líndal var með sýni kennslu
sem um 70 manns sóttu. Mótahald hófst í febrúar og var SAH
mótaröðin nokkuð vel sótt.
Æskulýðsstarfið var mjög öflugt. Reiðnámskeið hófust í janúar og voru um
30 börn á aldrinum 3-10 ára sem tóku þátt. Auk námskeiða var margt annað
gert og má nefna heimsókn Neistakrakka á Hvammstanga, Æskulýðsmót og
Æskan og hesturinn sem fram fór á Akureyri. Lokahóf æskulýðsstarfsins var í
lok apríl. Neisti sá um 17. júní, líkt og undanfarin ár og tókst það ágætlega.
Verðlaunafhending á
Rjúpnafjöri. Wimol Sudee,
Skotf. Ak., Guð mann Jónasson,
Markviss og Brynjar Þór Scheel
Guðmundsson, Markviss.