Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 180
H Ú N A V A K A 178
Við sækjumst eftir samstarfi, félagsskap og vináttu við einstaklinga sem hafa
þessa náðargáfu. Einstaklinga; sem geta náð til fólks með gleði og gamansamri
glettni í bland. Það er afar dýrmætur eiginleiki að vera hæfileikaríkur
húmoristi. Þann eiginleika hafði Kristján. Vinir hans gátu fyrirgefið honum
prakk arastrikin vegna þess að þeir vissu að húmorinn var hluti af stærri hæfi-
leikaheild.
Með Kristjáni er genginn ljúfur og góður drengur en um leið glettin
manneskja sem vildi gjarnan takast á við lífið með bros í bland. En lífið bauð
honum aðeins örfáar þverhendur í tímalengd því fyrir rúmlega hálfu öðru ári
greindist hann með erfiðan og alvarlegan sjúkdóm. Í sjúkdómsstríðinu hélt
hann húmornum ásamt óbilandi kjarki, viljastyrk og æðruleysi til hinsta dags.
Kristján lést á líknarheimili í London. Hann var jarðsunginn frá Blöndu-
ósskirkju 13. júlí og jarðsettur í Þingeyrakirkjugarði.
Sr. Magnús Magnússon.
Inga Vigdís Ágústsdóttir,
Hofi, Vatnsdal
Fædd 19. nóvember 1928 – Dáin 12. júlí 2018
Vigdís var fædd á Hofi. Foreldrar hennar voru Ágúst Böðvar Jónsson (1892-
1987) bóndi á Hofi og kona hans, Ingunn Hallgrímsdóttir (1887-1951) hús-
freyja. Þau hjón eignuðust fjórar dætur sem eru: Sigurlaug Valgerður, f. 1923,
Ragna, f. 1925, þá Vigdís en yngst var Ásdís sem lést á fyrsta ári.
Vigdís ólst upp á Hofi á mannmörgu menningarheimili. Á bernskuárum
hennar var stofan á Hofi eitt helsta samkomu- og fundahús sveitarinnar. Þar
voru haldin jólaboð, dansleikir og aðrir leikir og mátti þar heita samkomustaður
unglinganna í dalnum.
Barnaskólaganga Vigdísar var hefðbundin að hætti þess tíma en veturinn
1946-1947 var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Þann 20. desember 1949 gekk Vigdís að eiga Gísla Pálsson (1920-2013) frá
Sauðanesi á Ásum. Þau hófu búskap á Hofi í sambýli við foreldra Vigdísar og
svo Ágúst eftir að Ingunn kona hans féll frá, eftir mikil veikindi síðustu æviárin.
Vigdís og Gísli eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ingunn, f. 1950, gift Grétari
F. Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn en misstu stúlkubarn. Páll,
f. 1953, maki Arnfríður Gísladóttir og eiga þau tvö börn. Hjördís, f. 1957, hún
eignaðist fjóra syni en missti tvíbura í fæðingu. Jón, f. 1963, maki Eline Manon
Schrijver og eiga þau tvær dætur.
Í fyrstu bjuggu þau hjónin blönduðu búi en frá árinu 1964 voru þau ein-
göngu með sauðfé og hross. Seinna ráku þau loðdýrabú um nokkurt skeið.
Gísli og Vigdís voru bændur á Hofi til ársins 1990, síðustu árin í félagsbúskap
við Jón, son sinn. Vigdís og Gísli byggðu lítið hús á Hofi og bjuggu þar síð ustu
áratugina.
Vigdís var öflugur bóndi og þurfti oft að sjá ein um búið í fjarveru Gísla sem