Húnavaka - 01.01.2019, Qupperneq 189
H Ú N A V A K A 187
Hrefna helgaði líf sitt fjölskyldunni, hún var ávallt bakhjarl barna sinna og
fjölskyldna þeirra. Þolinmæði, umhyggja og hlýja hennar var takmarkalaus.
Hún hlaut kvennaskólauppeldi í Húsmæðraskólanum í Reykjavík árin 1957-
1958 og fór eftir bókinni í orðsins fyllstu merkingu. Heimilið hreint og
snyrtilegt, eldaðar tvær máltíðir á dag og bakað. Nesti smurt fyrir drengina
þangað til þeir fluttu að heiman sem fullorðnir menn.
Í mörg ár voru Hrefna og Gunnar með kindur. Hún var natin við skepn-
urnar líkt og fólkið sitt. Hún rétti þeim hjálparhönd sem í vanda voru og styrkti
mörg góð málefni. Hún var hæglát og fáguð kona, vönduð til orðs og æðis,
skipulögð og vinnusöm, heiðarleg, með sterka réttlætiskennd og góðan húmor.
Hrefna var hugmyndarík, flink í höndunum, las mikið og átti ríkulegt
kvæðasafn. Hún orti ljóð en flíkaði þeim ekki. Hún hugsaði vel um Gunnar
sinn meðan hún hafði enn krafta til. Þegar hún veiktist af Alzheimer, þá snérist
hlutverkið við, Gunnar hugsaði um heimilið og Hrefnu sína af mikilli natni. Á
sínum yngri árum var Hrefna í kvartettinum Höfðasystur. Blús og jasstónlist
voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni.
Aðalheiður Hrefna lést á HSN Blönduósi. Útför hennar fór fram frá Hóla-
neskirkju 27. október. Jarðsett var í Spákonufellskirkjugarði
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Jónas Benedikt Bjarnason,
Blöndudalshólum
Fæddur 4. mars 1932 – Dáinn 20. desember 2018
Jónas Benedikt fæddist í Blöndudalshólum. Foreldrar hans voru Bjarni Jón-
asson (1891-1984) og Anna Margrét Sigurjónsdóttir (1900-1993), bændur í
Blöndudalshólum. Bjarni og Anna eignuðust sex börn, elst er Ingibjörg, f.
1925, Elín, f. 1927, þá Jónas, Kolfinna (1937-2016), Sigurjón (1941-1945),
Ólafur Snæbjörn (1944-2009).
Jónas ólst upp í Blöndudalshólum. Þegar hann hafði aldur til sinnti hann
þeim störfum sem kraftar hans leyfðu. Eftir hefðbundið barnaskólanám hóf
hann nám í bifvélavirkjun. Að því námi loknu vann hann um tíma í Reykjavík
í fagi sínu. Um tvítugt lenti Jónas í slysi við vinnu sína og missti þá sjón á öðru
auga. Þetta átti eftir að há honum talsvert en hann tók því af æðruleysi.
Um síðir lá leið Jónasar aftur á heimaslóðir og vann hann á vélum fyrir
Rækt unarsamband A-Hún. samhliða því að hjálpa til við bústörfin heima í
Blöndudalshólum. Hann tók síðan við búskapnum af foreldrum sínum árið
1961.
Jónas kvæntist 1967 Ásdísi Friðgeirsdóttur (1937-2013) frá Sviðningi á
Skaga. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Bjarna, f. 1968, hann á tvö börn og
Friðgeir, f. 1969, sambýliskona hans er Andrea Mueller. Fyrir átti Ásdís soninn
Pál Kristberg Pálsson, f. 1964, hann á sex börn.