Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 263
H Ú N A V A K A 261
Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri,
Linda Kristjánsdóttir, rannsóknamað ur,
dr. Magnús Örn Stefánsson, stofnerfða-
fræð ingur, dr. Bettina Scholz, þör unga-
sér fræðingur, dr. James Kennedy, sjáv-
ar líf fræðingur, Karin Zech, lífefna fræð-
ingur, Valtýr Sigurðsson líffræðingur og
Þórhildur María Jónsdóttir, matreiðslu-
meistari.
Líkt og undanfarin ár voru rannsóknir
á hrognkelsum veigamikill þáttur í starf-
semi félagsins. Stundaðar voru merk ingar
á fiskum ásamt umfangsmiklum lengdar-
mælingum sem gefa upplýsingar um sam-
setningu stofnsins. Fiskar voru meðal
annars merktir í alþjóðlegum makríl-
leiðangri utan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
Verkefni sem snýr að ræktun smá-
þörunga hélt áfram. Tegundirnar Thraust ochytrium kinnei og Sicyoidoc-
hytrium minutum, sem eru meðal frum framleiðanda á fitusýrum í hafinu, eru
ræktaðar með það fyrir augum að fram leiða lýsi með sjálfbærum hætti. Þróað
hefur verið æti úr fiski og slátur úrgangi sem nýtist til fóðrunar á smáþörungunum.
BioPol hélt áfram að stunda vöktun á magni og stærð kræklingalirfa í Húna-
flóa. Samhliða þessari vöktun hefur farið fram talning á svifþörungum og þeir
greindir til tegunda með sérstakri áherslu á þær tegundir sem geta framleitt
þörungaeitur. Jafnframt hefur verið fylgst með seltu og hitastigi sjávar á
mismunandi dýpum.
Hjá BioPol er starfandi þörungasérfræðingur sem á undanförnum árum
hefur verið að rannsaka samspil sýkla og þörunga í gegnum verkefni sem fékkst
stutt af Rannís. Samhliða því starfi hefur verið byggt upp lífsýnasafn þar sem
þörungum er haldið lifandi í rækt. Gert er ráð fyrir að þegar fram líða stundir
verði hægt að selja stofna, með skilgreindum eiginleikum, úr safninu til
notkunar í vísindarannsóknum. Einnig hafa stofnar úr safninu verið nýttir í
verkefni sem snúa að einangrun á andoxunarefnum úr smáþörungum.
Á árinu hóf félagið sérstaka sýnatöku til þess að greina örplast í sjó í Húna-
flóa. Búið er að þróa aðferðir þar sem öllu lífrænu efni er eytt úr sjósýnunum
sem auðveldar í framhaldinu talningu á örplastþráðum sem að öllu jöfnu
finnast í sýnunum.
Í júní tók BioPol ehf., í samstarfi við Náttúrustofu NV, að sér að skrifa
skýrslu fyrir Umhverfisráðuneytið þar sem gerð er grein fyrir helstu upp-
sprettum örplastmengunnar á Íslandi og helstu farleiðum þess til sjávar. BioPol
ehf hóf jafnframt í sumar þátttöku í OSPAR vöktunarverkefni í sam starfi við
Umhverfisstofnun. Í OSPAR verkefninu er 100 metra löng strand lengja
vöktuð m.t.t. plastmengunar til þess að reyna að öðlast vitneskju varð andi
uppsprettur mengunar innar. Í verkefninu felst að strönd in er heimsótt 2-3 á ári
Áhuginn á sjónum vaknar snemma.
Ljósm.: Herdís Jakobsdóttir.