Húnavaka - 01.01.2019, Side 84
H Ú N A V A K A 82
sem hveitibrauðsdagarnir haust ið 1866
eru sælasti tími sem Jón Árna son,
maður hennar, hefur lifað fram að
þessu.23 Hann er vel á miðjum aldri,
orðinn 47 ára, blússandi ástfanginn
eins og unglingur. Nú hefur hann ríkari
ástæðu en nokkru sinni áður til að
hugsa vel um heilsufar sitt, og er farinn
að skima eftir starfi sem geti veitt
honum meiri hreyfingu en þráseturnar
við skrifpúlt biskupsembættisins. Hann
vill lifa eins og Lindsay bauð honum í
Perth og honum verður að ósk sinni.
Árið 1867 gerist Jón Árnason um-
sjón ar maður (inspector) í Lærða skól-
an um sem hafði orðið ástæða þess að
hann flutti til Reykjavíkur um árið. Þau
flytja í skólahúsið, Jón og Katrín, og
inspector þarf að standa í talsverðu
stímabraki við skólapilta sem ekki
kunna allir fótum sínum forráð. Hann
fær meiri hreyfingu en áður í hinu nýja
starfi, ekki vantar það, en þykir það ónæðissamt í fyrstu og sinnir lítið eigin
ritstörfum sem hann hafði raunar dregið mikið úr eftir veikindin. Eftir árið
hefur hann þó náð tökum á hinni nýju tilveru, sættir sig ágætlega við starfið,
fyrir utan lág laun, og getur vel hugsað sér að taka á ný til við skriftir í hófi.24
Hann gerir það smám saman og með gætni.
Jón Árnason reynist prýðilega til þess fallinn að tjónka við skólapilta. Hann
gefur sig að þeim, spjallar, fiskar eftir sögum, þulum, gátum og glettum og er
þeim fyrirmynd með reglusemi sinni og iðni. Hann er gamansamur og ræðinn
og strákarnir fá oft að heyra orðtak hans, „bitte nu“. Þeir fara að kalla hann
Bitter og það festist við inspector. Þetta er græskulaust og allt í góðu.25
Piltar, sem sumir eru komnir á þrítugsaldur, kunna flestir vel að meta Bitter
og hlýða honum oftast möglunarlaust. Helst að brennivínssvolar meðal þeirra
eldri eigi til uppsteyt og erjur. Inspector er laus við hroka og yfirgangssemi.
Fátækir og umkomulitlir strákar geta óhræddir leitað til hans og þau Jón og
Katrín taka efnalitla pilta í fæði án endurgjalds.26 Einkabarn þeirra, Þorvaldur,
kemur í heiminn í júlí 1868, fáeinum vikum áður en Jón verður 49 ára.
Fjölskyldan er ekki stór en það eru jafnan á heimilinu börn vina- og venslafólks
þeirra hjóna sem þau taka að sér um lengri eða skemmri tíma. Bitter er lágt
23 Úr fórum Jóns Árnasonar II, bls. 113.
24 Úr fórum Jóns Árnasonar II, bls. 134, 137, 138.
25 Jón Helgason: Þeir, sem settu svip á bæinn. Endurminningar frá Reykjavík
uppvaxtarára minna. Reykjavík 1954, bls. 34–35. — Pálmi Pálsson: „
Árnasonar landsbókavarðar“, bls. 21–22.
26 Þorvaldur Thoroddsen: Minningabók I, bls. 71, 99.
Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen Árnason.