Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 40
40 12. júlí 2019FRÉTTIR Íslenskar furðufréttir I nnlendir og erlendir fjölmiðlar birta reglulega svokallaðar furðufréttir. DV rifjar hér upp nokkrar ógleymanlegar ís- lenskar fréttir sem ýmist vöktu kátínu, furðu eða hneykslan. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is n Köttur hélt mæðgum í gíslingu n Íslenskur karlmaður varð ástfanginn af uppblásinni dúkku Í september 2017 greindi DV frá því að köttur hefði haldið reykvískum mæðgum í gíslingu í verslun Samkaupa í Hlíðahverfi. Vaka Dögg Björns- dóttir ræddi við DV og sagði um- ræddan kött hafa ráðist á og klór- að dóttur hennar og hund þeirra. Sagði hún að þeim mæðgum stæði ógn af kettinum sem héldi til í kringum húsið þeirra og væri með „ógnandi tilburði“. „Síðastliðinn fimmtudag stóð hann fyrir framan tröppurnar heima og tók upp að ráðast á okk- ur þegar við ætluðum að labba inn. Bara af því að við ætluðum upp tröppurnar. Við vorum ekki að ógna honum, stelpan var ekki að fara klappa honum eða hund- urinn að hnýsast, við vorum bara að fara upp tröppurnar heima. Hann sýndi klærnar, hvæsti og stökk að okkur auk þess sem hann blokkaði allar leiðir svo við kæmumst ekki frá. Hann klóraði dóttur mína og hundinn líka. Við þurftum að flýja inn í Samkaup í Suðurveri og bíða þar inni þar til hann færi, þetta var orðið það slæmt.“ Fram kom að afgreiðslumaður Samkaupa hefði leyft mæðgun- um og hundinum að halda til í versluninni þar sem þau biðu eftir að óargadýrið léti sig hverfa. Kötturinn lét þó engan bilbug á sér finna heldur beið fyrir utan verslunina. Mæðgurnar þurftu að leita aðstoðar hjá afgreiðslu- manninum til að fæla kisann í burtu. „Nú er stelpan orðin skít- hrædd og þorir ekki út ef þessi köttur er þar, auk þess sem hún er búin að fá martraðir,“ sagði Vaka jafnframt í samtali við DV og kvaðst undrandi á því að lausaganga katta væri leyfð á meðan aðrar reglur væru í gildi um lausagöngu hunda. „Ég veit að þetta er köttur, en ef hann er að ógna lífi annarra ber manni skylda til að láta vita.“ Í september 2016 greindi DV frá því að notuð gervipíka hefði verið til sölu í nytjaversl- un Góða hirðisins í Fellsmúla. Píkan, sem var mjög skítug, var verðmerkt og kostaði 1.500 krón- ur. „Guð minn góður. Hún er enn hérna,“ sagði ónefndur starfs- maður Góða hirðisins þegar blaðamaður DV hringdi til þess að fá frekari upplýsingar um gervipíkuna. Umrætt kynlífsleik- fang var tekið úr sölu í snatri og því fargað. Fram kom að Góða hirðin- um bærust reglulega kynlífsleik- föng en slíkir munir væru þó ekki til sölu í versluninni, enda væru starfsmenn meðvitaðir um í hverju notkun tækjanna fælist. „Sá sem verðmerkti þetta hefur ekki áttað sig á því hvaða tæki þetta var,“ sagði starfsmaðurinn sem DV ræddi við. Gervipíkan var rædd á starfs- mannafundi verslunarinn- ar daginn eftir en þar kannað- ist enginn við að hafa verðmerkt gripinn. Málið tók óvænta stefnu þegar DV barst ábending frá notanda á Facebook sem kom ekki fram undir fullu nafni. Ábendingin hófst á þessum orðum: „Já, ég skildi gervipíkuna eftir í Góða hirðinum“. Umræddur maður sagðist hafa verið ásamt kærustu sinni í strætóskýli við Reykjavíkurveg tveimur vikum áður. Fann hann þar gervipíkuna, sem hafði ver- ið vafin inn í Bónuspoka og skil- in eftir fyrir aftan skýlið. Daginn fyrir birtingu fréttarinnar ákvað parið að hrekkja grandalausa við- skiptavini Góða hirðisins. Fóru þau með gervipíkuna í verslun- ina og settu á hana verðmiðla en miðann tóku þau af lampaskermi í versluninni. Maðurinn sagðist hafa fylgst með í fimm til sex mínútur og skemmt sér konunglega þegar viðskiptavinur tók upp hlutinn og skoðaði. DV tókst ekki að staðfesta frá- sögn mannsins, sem var með raunverulegan prófíl á Facebook en notaðist við gælunafn. Í janúar á seinasta ári greindi DV frá vægast sagt óþægi- legum mistökum sem urðu í prenti á Morgunblað- inu. Undir liðnum dánarfregnir var greint frá andláti 82 ára gamals manns, Svavars Gunnars Sigurðssonar. Svavar Gunnar var bifvélavirki og rak sitt eigið verkstæði í Fjarðarstræti. Hans var minnst í minningargreinum sem „vönduðum fagmanni“, „fríðum manni með karlmann- lega rödd og bros sem bræddi hjörtu“. Svavar Gunnar flutti síðar til Svíþjóðar og vann hjá Volvo-verksmiðjun- um. Það þótti hins vegar skjóta skökku við að ljósmyndin sem birtist með andlátsfregninni var svo sannarlega ekki af umræddum Svavari. Þess í stað var birt mynd af breska tónlistarmanninum Ed Sheeran. Mistök Morgunblaðsins vöktu talsverða athygli en breski götumiðillinn Metro greindi meðal annars frá málinu. Morgunblaðið endurbirti í kjölfarið minningar- greinarnar um Svavar Gunnar og sendi frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „Vegna mistaka við birtingu minningargreina í gær eru greinarnar birtar aftur. Morgunblaðið harmar mis- tökin og biður ættingja og alla hlutaðeigandi innilega velvirðingar.“ Ed Sheeran varð 82 ára Íslendingur Gervipíkan í Góða hirðinum Köttur hélt mæðgum í gíslingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.