Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐA Sandkorn 12. júlí 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Valið í höndum morðingjans Þ að hlýtur að vera versti sársauki sem foreldri getur upplifað að missa barn. Að horfa á eftir barni sínu er það er fært rólega í kassa niður í jörðina. Það á enginn að þurfa að upplifa. En það gerist og einhvern veginn heldur fólk lífinu áfram, en sársaukinn fer ekki neitt. Börn geta jú dáið eins og við fullorðna fólkið. Þau geta orðið lífshættulega veik og lífsljós þeirra slokknað. Þau geta verið á röngum stað á röng- um tíma, mislesið aðstæður og hætt sér út á umferðargötu án þess að líta til beggja hliða. Þau geta líka farið frá okkur án nokkurra hald- bærra skýringa. Helgi í Góu lýsir því mjög vel í átakanlegu viðtali við DV hve djúpt sá sársauki að missa barn ristir. Barnið hans Helga varð ekki veikt. Það mislas ekki aðstæður. Það gerði ekkert rangt. Sonur hans var myrtur á hrottafenginn hátt af manni sem var sjúkur af ástsýki í garð unnustu fórnarlambsins. Morðinginn skipulagði morðið, hugsaði lengi um það og lét síðan til skarar skríða. Aðkoman var hræðileg. Ólýsanlegt áfall fyrir alla fjölskylduna. Fregnir bárust af því fyrir stuttu að morðingi sonar Helga væri búinn að skrá sig á stefnumótafor- ritið Tinder. Þá hafði frést af hon- um á vappi í Hafnarfirði. Hann virðist því hafa fengið valkosti um hvernig hann lyki afplánun á þeim sextán ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir að myrða son Helga. Hugsanlega er hann und- ir rafrænu eftirliti eða á áfanga- heimili. Við vitum það ekki. Eina sem við vitum er að hann fékk þennan valkost. En sonur Helga fékk engan valkost. Og fjölskylda fórnar lambsins fær ekki valkost um hvort hún vilji hitta kvalara sonar síns eður ei. Helgi er ómyrkur í máli í sam- tali við DV varðandi refsingu morðingjans, eða skort þar á öllu heldur. Telur hann að sá sem sé fær um að framkvæma slíkan glæp þurfi að taka afleiðingunum, sem eru víðtækar og hafa snert alla í fjölskyldu fórnarlambsins, og ef- laust alla í fjölskyldu gerandans einnig. Því séu nokkur ár í fangelsi ekki nóg. Lengd refsinga og dómar al- mennt eru viðkvæmt málefni. Þar takast á mismunandi sjónarmið um mannréttindi og rétt fanga til að lifa mannsæmandi lífi eftir iðr- un og betrun. Spurningin er sið- ferðisleg og umræðan tilfinninga- þrungin. Skiljanlega. Það má samt ekki horfa framhjá gereyðingunni sem verður þegar slíkur glæpur er framinn, líkt og í tilfelli Helga í Góu. Það má ekki horfa framhjá réttindum aðstandenda. Réttur gerandans má ekki trompa rétt óbeinna fórnarlamba hans. Það er óhjákvæmilegt að hafa samúð með Helga og hans fjöl- skyldu. Ég get ekki ímyndað mér þann ótta að geta hugsanlega rambað á morðingja barns míns á förnum vegi. Ég myndi vilja fá valkostinn. Geta sagst aldrei vilja sjá þennan mann aftur. Því mið- ur er valkosturinn ekki minn – val- ið liggur allt í höndum morðingj- ans. n „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun “ segir í hegningarlögum. Stund- in greindi frá því á mánu- dag að maður hefði játað hjá lögreglu að hafa haft enda- þarmsmök við 17 ára kærustu sína á meðan hún var sofandi, og játaði hann þar að auki að vita vel að hún væri mótfall- in slíkum samförum. Þessi atvikalýsing hljómar eins og klippt og skorin sakfelling fyrir nauðgun, en svo reyndist ekki vera. Hvorki lögregla né ríkis- saksóknari töldu tilefni til að taka málið til rannsóknar þar sem maðurinn hefði ekki ver- ið að játa ásetningsbrot því hann sagðist hafa verið sofandi þegar hann framdi ódæðið. Þessi niðurstaða er kjaftshögg fyrir brotaþola nær og fjær og skilaboðin til samfélagsins eru ógnvekjandi: „Viltu komast upp með kynferðisbrot? Ekki ör- vænta! Segðu bara að þú hafir verið sofandi.“ Spurning vikunnar Stefnir í nýtt efnahagshrun á Íslandi? „Ég hef ekki trú á því, ekki á næstunni. Það er svo mikil gróska í öllu.“ Sigurður Atli Atlason „Jú. Er ekki alveg soldið langt síðan síðasta var?“ Berglind Egilsdóttir Nei, ekki alveg eins og síðast, kannski bara smá.“ Stefanía Stefánsdóttir „Guð, ég veit það ekki.“ Erlingur Ari Jónsson „Já, ég held það.“ Trölli Rögnvaldur Grýluson Viltu komast upp með kynferðisbrot? Dýrkeypt redding? Minnst tólf börn smituðust af e.coli eftir heimsókn á bæinn Efstadal II í Blá- skógabyggð. Á bæn- um geta gestir keypt sér mjólkurís og klappað kálfum. Af þessum 12 börn- um hafa þrjú veikst alvarlega. Eigendur eru miður sín yfir málinu Þeir lokuðu á aðgang að dýrunum og stöðv- uðu framleiðslu. Veitingastaðn- um var þó ekki lokað, og áfram er tekið á móti gestum og sögðu eigendur að ekki væri hættu- legt að sækja bæinn heim. Sótt- varna- og landlæknir hafa gefið út að grunur leiki á að smitið hafi borist með ísnum, en gæti líka hafa borist með snertingu við kálfana. Af hverju var staðn- um ekki lokað? Til hvers að taka sénsinn, á að fleiri börn veikist alvarlega. Hagnaðartap af því að loka í vikur eða tvær getur ekki mögulega vegið þyngra en líf og heilsa þeirra barna sem sækja bæinn heim. Tökum ekki sénsa með börnin okkar, hlutirnir reddast nefnilega ekki alltaf. „Réttur gerand- ans má ekki trompa rétt óbeinna fórnarlamba hans Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is MYND: EYÞÓR/DV Skrafað og skeggrætt Miðbær Reykja- víkur iðar af mannlífi þessa löngu sumardaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.