Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 33
Gæði - vörur og þjónusta 12. júlí 2019 KYNNINGARBLAÐ Allt seldist upp síðustu helgi – Enn stærra núna um helgina! Reykjavik Street Food hefur betur hamrað götubita­menninguna inn í þjóðarsál Íslendinga. „Það hefur verið ótrúlegt að sjá þróunina frá því við vorum með fyrstu götubitahátíðina okkar, BOX, í Skeifunni 2018. Okkur gjörsamlega rigndi niður og ég held að svunturnar hjá þeim sem voru með okkur séu enn að þorna. Við sáum að þrátt fyrir bleytu og gráma mætti þónokkuð af fólki og við fílefldumst í sannfæringu okkar um að götubitamenningin ætti klárlega heima hér á landi,“ segir Róbert Magnússon, einn eigenda Reykjavik Street Food. Það seldist bara allt upp! Í fyrra var haldin hverfakosningin Hverfið okkar á vegum Reykjavíkur­ borgar þar sem hugmyndin um matarmarkað var í fyrsta sæti hjá Laugardælingum. „Í samstarfi við Reykjavíkurborg héldum við stór­ an matarmarkað í Laugardaln­ um síðustu helgi. Þangað mættu fjölbreyttir söðuaðilar með ýmist hrávöru beint frá býlum, smærri matvælaframleiðendur sem og matarvagnar með gómsætan götu­ bita. Þetta gekk algerlega vonum framar og hátt í 10.000 manns mættu í dalinn. Það seldist upp hver einasta matarögn á laugar deginum, tveimur klukkustundum áður en markaðnum var lokað. Á sunnu­ deginum mættu söluaðilarnir betur búnir undir mannflóðið með meira magn af mat. Samt kláruðu þónokkrir allt á sunnudeginum líka.“ Íslenskt sinnep, alvöru wasabi og margt fleira spennandi næstu helgi Helgina 13. og 14. júlí verður haldinn annar matarmarkaður í Laugar­ dalnum. „Þetta verður langstærsti matarmarkaður sem haldinn hefur verið á Íslandi. Yfir 20 söluaðilar mæta og má líta og smakka ýmislegt fjölbreytt góðgæti. Ásamt ýmsum gómsætum götubita verður til dæmis hægt að næla sér í íslenskt sinnep, grænmeti beint frá býli, þarna verða íslenskir kaffigerðarmenn og margt fleira. Einnig verða fáeinir glænýir aðilar með bás á markaðnum og verður spennandi að sjá hvernig þeir standa sig. Við vonumst til þess að gera matarmarkaðinn að árlegum viðburði og búumst við að þetta muni stækka með okkur. Markaðurinn verður staðsettur undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardals­ velli.“ Það er um að gera að gera sér ferð báða dagana því það verða ekki allir aðilarnir báða dagana. Nokkrir af þeim aðilum sem mæta á markaðinn næstu helgi eru: Vagnar: Reykjavik Chips, Tacoson, Gastro Truck, Lobster Hut, Tasty, Viking Trukkur, Prikið Trukkur, Fish And Chips, Senis’s og Valhöll pylsugerð. Básar: Kvörn, Pönnukökuvagninn, Kátt á klambra, Bera Hot Sauce, Bændur í bænum, Frú Lauga, Jömm, Veganbúðin, Sinnep.is, Nordic Wasabi og Sauðfjárbúið – Ytra Hólmi. „Besti Götubiti Íslands 2019“ Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna búið er að mála stéttina á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn (á móti Kolaportinu), en helgina 19.–21. júlí verður þar haldin fyrsta götu­ bitahátíðin á Íslandi. „Þarna verða yfir 20 söluaðilar með heilmikið af fjölbreyttum og spennandi götubit­ um. Hugmyndin er að sameina þá fjölmörgu matarvagna og söluaðila sem bjóða upp á spennandi götu­ bita á einni stórri hátíð. Þetta verður allt inni í sérútbúnum gámum, sem tengir hátíðina enn betur við höfnina.“ Að auki verður haldin fyrsta götu­ bitakeppnin á Íslandi, „Besti götubiti Íslands 2019“. Aðilar frá European Street Food Awards mæta og dæma í keppninni og sigurvegarinn tryggir sér þátttökurétt í Evrópukeppninni í Malmö í Svíþjóð í lok september þar sem keppt verður um besta götubit­ ann í Evrópu. Markmið Reykjavik Street Food hefur ávallt verið að styrkja götu­ bitamenninguna á Íslandi, sem og að kynna íslenskan götubita erlendis. „Með framtaki okkar viljum við hvetja fólk til þess að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Fólk getur þá mætt á einn stað og upplifað blómstrandi flóru í fjölbreyttri og framandi matarmenningu með Reykjavik Street Food. Íslendingar eiga svo mikið af hæfileikaríkum kokkum og matgæðingum sem eiga klárlega eftir að koma íslenskri götubitamenningu á kortið úti í heimi. Þá viljum við einnig veita nýjum aðilum sem eru að koma inn í götubitageirann stökkpall til þess að koma sér af stað og vonandi halda áfram rekstri. Það er gaman að segja frá því að Jömm, Indican og Kore komu allir fyrst fram á sjónarsviðið hjá Reykjavik Street Food og hafa þeir komist inn í mathallir þar sem þeir vaxa og dafna í dag,“ segir Róbert. Fylgstu með Reykjavik Street Food á Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.