Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 8
8 12. júlí 2019FRÉTTIR GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. Húsfélög varist gylliboð „Það eru hákarlar í þessu hafi“ n Ólöglega boðaður húsfundur í þvottaherbergi n Tálbeita til að ná í viðhaldsverkefni n Hallarbylting í hússtjórn E kkert stendur í vegi fyrir því að hver sem er stofni hús­ félagaþjónustu, engin laga­ ákvæði, engin sérstakur eftir­ litsaðili og engar reglur. Því er ekki hægt að ganga að því vísu að öll slík fyrirtæki búi yfir sérfræðiþekkingu á fjöleignarhúsalögum, rekstri húsfélaga og slíku. Fyrirtækin eiga það þó flest sameiginlegt að vera rekin í hagnaðarskyni. Blaðamaður fékk ábendingu um deilur tiltekins húsfélags og húsaleiguþjónustuaðila. Er starfs­ maður þjónustunnar meðal annars sakaður um að hafa staðið fyrir hallarbyltingu í hússtjórn til að koma í veg fyrir að þjónustusamn­ ingi yrði sagt upp. Húsaleiguþjón­ ustan hefur hafnað ásökununum í samtali við blaðamann og segir að um deilur milli íbúða hússins sé að ræða. Ekki er því ástæða til að nafngreina fyrirtækið að sinni en neðangreind brot úr tilkynningum, sem fráfarandi hússtjórn hengdi upp í sameign fjölbýlishússins, eru engu að síður fróðleg og geta gef­ ið lesendum hugmynd um það vandamál sem geta komið upp þegar húsfélag útvistar þjónustu til utanaðkomandi aðila. Ítrekaðar vanefndir Í tilkynningum greinir að húsfélaga­ þjónustan hafi gerst sek um ítrekað­ ar vanefndir. Til að mynda hafi árs­ reikningur ekki verið afhentur þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Sömuleið­ is hafi þjónustan farið ú furir um­ boð sitt með því að greiða fram­ kvæmdarreikning, án samþykkis. „Meirihluti stjórnar húsfélagsins samþykkti ekki greiðslu reiknings­ ins. Þrátt fyrir það og í óþökk stjórn­ ar þá greiddi [framkvæmdastjóri] í heimildarleysi í desember 2018 rúmlega 1,5 milljónir króna út af rekstrarreikningi stóra félagsins og upplýsti stjórn húsfélagsins ekki um gjörninginn.“ Einnig hafi misfarist hjá þjón­ ustunni að óska eftir endurgreidd­ um virðisaukaskatti sem hafi leitt til mikils tjóns fyrir stöðu hússjóðs. Innistæða reikninga of lítil Samkvæmt reglum húsfélagsins hafi tilteknar lágmarksinnistæður ávallt átt að vera fyrir hendi á reikningum húsfélagsins. „Um síð­ ustu áramót voru einungis 198.578 inni á rekstrarreikningi félagsins og framkvæmdasjóður var 95.216 krónur eða samtals 1.200.000 krón­ um lægri upphæð en á að liggja inni á þessum tveimur reikningum húsfélagsins,“ segir meðal annars í áðurnefndri tilkynningu. „Framkoma [húsfélagaþjón­ ustunnar] er þeim til mikillar skammar og það að starfsmenn húsfélagaþjónustunnar skuli reyna að þráast við og fara á bak við stjórn húsfélagsins til að reyna að kom­ ast hjá því að gera grein fyrir störf­ um sínum og skila fjárreiðum með fullnægjandi hætti er óforsvaran­ legt,“ segir enn fremur. „Erindum var illa, seint eða alls ekki svarað, innheimt var hjá röng­ um aðilum í allt að eitt og hálft ár sem og þeim sem fyrir löngu síð­ an voru búnir að selja íbúðir sín­ ar og [húsfélagaþjónustan] leið­ réttu ekki mistökin þrátt fyrir að búið væri að láta margsinnis vita. Einnig var skilvísum greiðendum húsgjalda margsinnis hótað lög­ fræðilegri innheimtu en síðan kenndi bókari [húsfélagsþjónustu] tölvukerfi um endurtekin mistök í marga mánuði. Þá var stór hluti útistandandi skulda húsfélagsins ekki innheimtur og ársreikningum ekki skilað þrátt fyrir ótal beiðnir þar um í tæpa 4 mánuði.“ 337 villur og athugasemdir í reikningum „Samtals fundust 337 villur og athugasemdir í reikningum félags­ ins á tímabilinu, 21 mánuð eftir að þjónustusamningur var gerður,“ segir í tilkynningu hússtjórnar. „Vegna langvarandi, ítrekaðra og alvarlegra vanefnda […] á þjón­ ustusamningi við húsfélagið og deildir þess þá var í ljósi hags­ muna allra íbúðareigenda óhjá­ kvæmilegt að segja upp húsfélaga­ þjónustu [fyrirtækis].“ Í kjölfarið segir að starfsmaður fyrirtækisins hafi upp á sitt einsdæmi farið á bak við hússtjórn og staðið fyrir hallarbyltingu og stuðlað að kosn­ ingu nýrrar hússtjórnar á ólöglega boðuðum húsfundi sem haldinn var í þvottaherbergi. Ný hússtjórn mun samanstanda af íbúðar­ eigendum sem hafa átt í deilum við húsfélagið, eða standa í skuld við það. Vaxandi vandamál Sigurður Helgi Guðjónsson, for­ maður Húseigendafélagsins, sagði í samtali við blaðamann að um vaxandi vandamál væri að ræða og vissi hann um nokkur tilvik þar sem húsfélög hafi orðið fyrir skaða eftir að hafa nýtt sér slíka þjónustu. Hann kvaðst þekkja til þessarar til­ teknu þjónustu sem greinir frá að framan og þetta væri ekki eina hús­ félagið sem hefði harma að hefna vegna þjónustu hennar. Hins vegar væri erfitt að berjast gegn þessu þar sem félagafrelsisákvæði stjórn­ arskrárinnar tryggi einstaklingum réttinn til að stofna félög, og eng­ um öðrum lagaákvæðum er fyrir að fara sem takmarki heimildir eða setji skilyrði þegar kemur að húsfé­ lagaþjónustum. Fjöleignarhúsalög leggi ákveðnar skyldur á hússtjórn og takmarki að hvaða leyti ákvarð­ anatöku megi útvista til utanað­ komandi aðila. Þó virðist færast í aukana að framsal ákvörðunar­ valds til húsfélagaþjónustufyrir­ tækja gangi lengra en lögin heimili. Eins og áður segir hafði blaða­ maður samband við umrætt fyrir­ tæki sem kvaðst enn vera að veita þessu tiltekna fjöleignarhúsi þjón­ ustu og gæti því takmarkað tjáð sig um málið. n Úr grein eftir Sigurð sem birt var á vef Húseigendafélagsins: Þjónustufyrirtæki á þessu sviði eru rekin með hagnað að leiðarljósi en ekki af einskærri góðsemi. Það er gott og blessað. Þau þurfa skiljan­ lega að fá fyrir sinn snúð en þjónusta þeirra er oft dýrari en í upphafi virtist. Oft eru samningar ekki eins hagstæðir og menn töldu í upp­ hafshrifningu. Þegar allt kemur til alls og menn margfalda það sem margfalda þarf er kostnaðurinn oft meiri en menn óraði fyrir. Þjónust­ an er svo ofan í kaupið ekki alveg eins góð og mikil og menn töldu og hagurinn minni. Er stjórnum húsfélaga rétt að vera á varðbergi gagn­ vart gylliboðum á þessu sviði sem öðrum. Það eru hákarlar í þessu hafi og stundum virðast gylliboð um inngöngu nánast vera lokkunar­ beita til að ná í framhaldinu í viðhaldsverkefni fyrir tengd eða útvalin verktakafyrirtæki þar sem einatt eru stórar fjárhæðir í húfi. Nokkur fyrirtæki hafa haslað sér völl á þessu sviði og virðast sum betri en önn­ ur eins og gengur. Stundum virðist skorta á lagaþekkingu og vönduð og ábyrg vinnubrögð hjá þessum fyrirtækju sem hefur dregið dilk á eftir sér. Um það vitna dómar og kærunefndarálit. Erla Dóra erladora@dv.is „Samtals fund- ust 337 villur og athugasemdir í reikn- ingum félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.