Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 2
2 12. júlí 2019FRÉTTIR
staðir til að heimsækja sem Hollywood gerði fræga
Kirkjufell
Kirkjufell við Grundarfjörð spilaði
stóra rullu í sjónvarpsþáttunum
Game of Thrones og var talað
um það sem fjallið sem líktist
örvaroddi. Fjallið varð í kjölfarið
eitt frægasta fjall landsins og
leggja margir leið sína á Snæ-
fellsnes til þess eins að berja það
augum.
Reyðarfjörður
Önnur perla á Austurlandi
er Reyðarfjörður en það var
breska spennuþáttaröðin
Fortitude sem kom bænum á
kortið. Fortitude var tekin upp
bæði á Reyðarfirði og á Bret-
landi og náði að endurspegla
þá drungalegu náttúrufegurð
sem er að finna víðs vegar um
Ísland.
Grjótagjá
Annar staður sem varð
gríðarvinsæll eftir að Game
of Thrones fór í sýningar,
nánar til tekið fimmti þáttur í
þriðju þáttaröð, var Grjótagjá
við Mývatn. Aðalsöguhetjan
Jon Snow naut þar ásta með
Yrgitte en í fyrra komst hellir-
inn í fréttir vegna slæmrar
umgengni gesta.
Seyðisfjarðarvegur
Eitt fallegasta atriðið í kvik-
myndinni The Secret Life of
Walter Mitty, sem var að stórum
hluta tekin upp á Íslandi, var
þegar að Walter Mitty, leikinn
af Ben Stiller, renndi sér á lang-
bretti niður Seyðisfjarðarveg á
Austurlandi.
Svínafellsjökul
Skærasta stjarnan er þó
óumdeilanlega Svínafellsjökull
í vestanverðum Vatnajökli sem
hefur veitt mörgum listamann-
inum innblástur. Meðal kvik-
mynda sem hafa verið teknar
þar upp eru Batman Begins og
Interstellar, en einnig mátti sjá
jöklinum bregða fyrir í Game of
Thrones.
Á þessum degi,
12. júlí
1543 – Henry VIII Englandskonungur
giftist Catherine Parr, sjöttu og síðustu
eiginkonu sinni, sem lifði hann og giftist
aftur.
1954 – Hinn 19 ára gamli Elvis Presley
skrifaði undir samning við Sun Records-
-útgáfufyrirtækið og sagði jafnframt
upp dagvinnustarfi sínu.
1962 – Rolling Stones kemur fram
í fyrsta sinn í Marquee-klúbbnum í
London.
1998 – Úrslitaleikur heimsmeistara-
móts karla í knattspyrnu, Frakkland
vinnur Brasilíu 3-0.
2005 – Albert Mónakóprins tekur við
furstatign að afloknu þriggja mánaða
sorgartímabili eftir andlát föður hans,
Rainers, og viku eftir að hafa gengist við
óskilgetnum syni sínum.
Síðustu orðin
Skammastu þín! Þú skalt
ekki dirfast að biðja Guð
um að hjálpa mér!“
– Leikkonan Joan Crawford öskr-
aði á húshjálp sína, sem bað við
dánarbeð hennar.
S
kotinn John MacPhee
hjólaði ríflega 1.300 kíló-
metra umhverfis Ísland á
innan við 57 klukkustund-
um til styrktar góðgerðasamtök-
um sem hafa það að markmiði að
rannsaka og finna lækningu við
Parkinsonsjúkdómnum.
Parkinson er taugahrörnunar-
sjúkdómur sem hefur áhrif á þær
taugafrumur heilans sem stjórna
hreyfingu. Algeng einkenni sjúk-
dómsins tengjast því hreyfingu
og geta birst sem skjálfti, vöðva-
stífleiki og hægar hreyfingum.
Einkenni eru þó mjög persónu-
bundin. Engin lækning er til við
sjúkdómnum sem ógnar þó ekki
lífi sjúklingsins. Hins vegar geta
einkenni sjúkdómsins verið afar
hamlandi og skert lífsgæði mikið.
John MacPhee greindist með
Parkinson fyrir sjö árum. John
var þá á fimmtugsaldri, en flestir
greinast ekki með sjúkdóminn
fyrr en á sjötugsaldri. John var
hluti af 10 manna hjólreiðaliði, og
glímir helmingur liðsmanna við
sjúkdóminn. Liðið kom saman
á Íslandi til að taka þátt í WOW
Cyclothon, stærstu hjólreiða-
keppni Íslands sem fór fram 26.–
29. júní.
Liðin í WOW Cyclothon höfðu
alls 72 klukkutíma til að ljúka
keppninni og því telst tími Johns
og félaga bara nokkuð góður, 56
klukkustundir og 57 mínútur.
„Íslandsævintýri Parkinson of-
urteymisins var erfiðasta og lær-
dómsríkasta áskorun sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Ákafinn í
keppninni reyndi mikið á kepp-
endur, ekki bara á hjólreiða-
hæfileika þeirra heldur líka á lík-
amlegan og andlegan styrk,“ sagði
John í samtali við skoska vefmiðil-
inn STV News
„Nú þegar keppninni er lokið
þá upplifir maður ótal tilfinningar,
allt frá sæluvímu yfir í örvæntingu
yfir að þolrauninni sé lokið og
að liðsmenn muni líklega aldrei
hittast aftur.“
Liðsmenn komu víða að, frá
Skotlandi, Írlandi, Íslandi, Kanada
og jafnvel Mön.
„Hjólreiðarnar sjálfar voru
æðislegar. Eftirminnilegasta
stundin var klukkan þrjú um
nóttina, aðfaranótt föstudags. Þá
var veðrið hryllilegt og komið að
mér að hjóla. Ég hjólaði af mikl-
um krafti í um hálftíma upp bratta
fjallshlíð í miklum mótvindi og
fékk á mig öflugar vindhviður á
hlið..
Þegar ég var kominn upp
hlíðina þurfti ég að fara í gegnum
tæplega tveggja kílómetra löng
göng. Mig verkjaði mikið í fæturna
en eftir göngin lá leiðin niður á við.
Að komast yfir þessa hæð var al-
gjör hápunktur.“
Samtökin sem John hjólaði
meðal annars til styrktar voru
stofnuð af leikaranum Michael J.
Fox og er markmið þeirra að styðja
við og styrkja rannsóknir á Parkin-
sonsjúkdómnum og finna lækn-
ingu við honum. Samtökin heita
í höfuðið af leikaranum en hann
greindist með Parkinson fyrir um
tuttugu árum.
SKOSKUR PARKISONSJÚKLINGUR
HJÓLAÐI HRINGINN Í KRINGUM ÍSLAND„Að komast yfir
þessa hæð var
algjör hápunktur“