Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 56
12. júlí 2019 28. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta hótel verður engin dvergasmíð! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Þriðji drengur Jónsson F rasakóngurinn og athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal og sál­ fræðingurinn Fjóla Katrín Steinsdóttir eignuðust sitt annað barn saman í vikunni. „Hetjurnar mínar. Fyrsti verkur kl. 12 í gær, skráð inn á Kvenna­ deild 13.12 og þriðji drengur Jónsson fæddur 13.58. Ótrúleg mamman stóð sig sturlað vel og ekki að sjá að gullfallega konan mín sé nýbúin að eiga á þessari mynd! Mæðginum heilsast vel, himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum,“ skrifar Jón Gunnar á Facebook. Eins og áður segir á parið eitt barn fyrir en auk þess á Jón Gunnar tvö börn með fyrrverandi konu sinni. Einkaflug- maðurinn Anna Mjöll S öngfuglinn Anna Mjöll Ólafsdóttir ber svo sannarlega nafn með rentu. Anna Mjöll, sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil, er með flugmannsréttindi og hefur unun af því að fljúga. Fyrrverandi eigin maður hennar, Cal Worthington, var flug maður í hernum og átti flugvélar og einkaþotu og því gátu þau deilt þessari ástríðu á meðan allt lék í lyndi. Nú hefur söngfuglinn bætt enn einni fjöður í hattinn því Anna Mjöll nældi sér nýverið í einka­ flugmannsréttindi og henni eru því allir vegir færir. Erlend hótelkeðja blæs lífi í Álfaland H ótelkeðjan Six Senses, sem rekin er af breska fyrir t ækinu IHG, kemur að opnun nýs lúxushótels hér á landi, nánar tiltekið í Össurárdal. Lúxushótelið verður opnað árið 2022 samkvæmt frétt á heimasíðu keðjunnar. Áður hefur verið sagt frá því að hótelið muni bera nafnið Álfaland, en margir koma að uppbyggingu hótelsins ásamt Six Senses, þar á meðal fjárfestirinn og tísku­ frömuðurinn Áslaug Magnús­ dóttir, Stuðmaðurinn Jakob Frí­ mann Magnússon og arkitektinn John Brevard. „Við erum spennt að búa til sér­ stakan stað sem tileinkaður er heil­ brigði, sjálfsskoðun og sjálfbærni í hrífandi umhverfi. Þetta er fyrsti gististaður sinnar tegundar á Ís­ landi,“ segir Áslaug í frétt á heima­ síðu Six Senses. Sjötíu herbergi verða á hótelinu og er mikil áhersla lögð á að byggja úr endurnýtanlegum efnum í nágrenni við Össurárdal í Austur­ ­Skaftafellssýslu. Hluti af hótelinu verður byggður inn í umhverfið en meðal þess sem verður að finna á hótelinu verður bókasafn, bíósalur, vatnabar og svokölluð jarðarstofa þar sem hægt verður að kynna sér betur hugsjónina á bak við sjálf­ bærni hótelsins. Ljóst er að lúxus verður í fyrirúmi á Álfalandi, enda er lúxus einkenn­ ismerki Six Senses­keðjunnar. Undir nafni keðjunnar er að finna tugi hótela víðs vegar um heim, til að mynda í New York og á Ibiza. IHG keypti Six Senses­keðjuna fyrr á þessu ári, en undir hatti IHG er til að mynda InterContinental­hót­ elkeðjan og Regent­keðjan. IHG greiddi þrjú hundruð milljónir dollara fyrir Six Senses­keðjuna og er áætlað að hótel sem bera nafn Six Senses verði orðin sextíu tals­ ins á næstu tíu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.