Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Qupperneq 56
12. júlí 2019 28. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta hótel verður engin dvergasmíð! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Þriðji drengur Jónsson F rasakóngurinn og athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal og sál­ fræðingurinn Fjóla Katrín Steinsdóttir eignuðust sitt annað barn saman í vikunni. „Hetjurnar mínar. Fyrsti verkur kl. 12 í gær, skráð inn á Kvenna­ deild 13.12 og þriðji drengur Jónsson fæddur 13.58. Ótrúleg mamman stóð sig sturlað vel og ekki að sjá að gullfallega konan mín sé nýbúin að eiga á þessari mynd! Mæðginum heilsast vel, himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum,“ skrifar Jón Gunnar á Facebook. Eins og áður segir á parið eitt barn fyrir en auk þess á Jón Gunnar tvö börn með fyrrverandi konu sinni. Einkaflug- maðurinn Anna Mjöll S öngfuglinn Anna Mjöll Ólafsdóttir ber svo sannarlega nafn með rentu. Anna Mjöll, sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil, er með flugmannsréttindi og hefur unun af því að fljúga. Fyrrverandi eigin maður hennar, Cal Worthington, var flug maður í hernum og átti flugvélar og einkaþotu og því gátu þau deilt þessari ástríðu á meðan allt lék í lyndi. Nú hefur söngfuglinn bætt enn einni fjöður í hattinn því Anna Mjöll nældi sér nýverið í einka­ flugmannsréttindi og henni eru því allir vegir færir. Erlend hótelkeðja blæs lífi í Álfaland H ótelkeðjan Six Senses, sem rekin er af breska fyrir t ækinu IHG, kemur að opnun nýs lúxushótels hér á landi, nánar tiltekið í Össurárdal. Lúxushótelið verður opnað árið 2022 samkvæmt frétt á heimasíðu keðjunnar. Áður hefur verið sagt frá því að hótelið muni bera nafnið Álfaland, en margir koma að uppbyggingu hótelsins ásamt Six Senses, þar á meðal fjárfestirinn og tísku­ frömuðurinn Áslaug Magnús­ dóttir, Stuðmaðurinn Jakob Frí­ mann Magnússon og arkitektinn John Brevard. „Við erum spennt að búa til sér­ stakan stað sem tileinkaður er heil­ brigði, sjálfsskoðun og sjálfbærni í hrífandi umhverfi. Þetta er fyrsti gististaður sinnar tegundar á Ís­ landi,“ segir Áslaug í frétt á heima­ síðu Six Senses. Sjötíu herbergi verða á hótelinu og er mikil áhersla lögð á að byggja úr endurnýtanlegum efnum í nágrenni við Össurárdal í Austur­ ­Skaftafellssýslu. Hluti af hótelinu verður byggður inn í umhverfið en meðal þess sem verður að finna á hótelinu verður bókasafn, bíósalur, vatnabar og svokölluð jarðarstofa þar sem hægt verður að kynna sér betur hugsjónina á bak við sjálf­ bærni hótelsins. Ljóst er að lúxus verður í fyrirúmi á Álfalandi, enda er lúxus einkenn­ ismerki Six Senses­keðjunnar. Undir nafni keðjunnar er að finna tugi hótela víðs vegar um heim, til að mynda í New York og á Ibiza. IHG keypti Six Senses­keðjuna fyrr á þessu ári, en undir hatti IHG er til að mynda InterContinental­hót­ elkeðjan og Regent­keðjan. IHG greiddi þrjú hundruð milljónir dollara fyrir Six Senses­keðjuna og er áætlað að hótel sem bera nafn Six Senses verði orðin sextíu tals­ ins á næstu tíu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.