Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 46
46 12. júlí 2019 Lesið í tarotspilin stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnar OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Vigdís og Garðar N ýlega bárust af því fregnir að borgarfull­ trúinn Vigdís Hauksdóttir og athafna­ maðurinn Garðar Kjartansson væru byrjuð að stinga saman nefjum. Stjörnu­ merki geta sagt ansi margt um hvernig folk á saman og því ákváðum við að lesa í stjörnur nýja parsins. Vigdís er fiskur og Garðar hrútur, en þessi stjörnumerki geta reynst hvort öðru vel. Fiskar eru draumórafólk á meðan hrútar eru hvatvís­ ir. Í þessu sambandi taka fiskar að sér hálfgert móðurhlutverk og reyna að láta hrútana hugsa áður en þeir gera eða tala. Fiskar skilja hrúta betur en flest stjörnumerki og saman getur þetta orðið dýnamískt dúó sem getur gert stóra hluti saman, að því gefnu að þau hlusti á tilfinningar hvort annars. Annars getur vatnsmerkið fisk­ arnir slökkt eldinn sem býr innra með hrútnum. Á góðri stundu Garðar og Vigdís. K okkurinn Magnús Ingi Magnússon, eða Texas­ Maggi eins og hann er oftast kallaður, komst í fréttir í vikunni vegna nýs veitingastaðar sem hann er að opna í miðbæ Reykjavíkur. Spá­ konu DV fannst því tilvalið að spá í tarotspil fyrir Magga, sem er líklega einn frægasti kokkur landsins og hefur víða komið við á löngum ferli. Veitingamenn leggja gildrur Ef marka má fyrsta spilið sem kemur upp fyrir Magga, Bikargos­ ann, þarf kokkurinn ekki að hafa áhyggjur af framtíð Matbarsins. Bikargosinn táknar eflingu á eig­ in þroska og sköpunarhæfileikum og það að listrænir hæfileikar þess sem spáð er fyrir muni njóta sín, svo lengi sem viðkomandi hlustar á sín­ ar langanir. Maggi hefur fylgt hjartanu með opnun Matbarsins, þar sem hann býður heimilismat á hag­ stæðu verði til að vega á móti græðgi í veitingahúsa­ rekstri, að eigin sögn. Þessar breytingar munu gera Magga gott ef marka má tarotspilin, en þótt hann virðist vera harður og málglaður út á við býr við­ kvæmt blóm innra með honum sem fær að blómstra í nýjum veitingastaðarrekstri. Hann þarf því að temja sér það hugarfar að taka ekkert persónulega. Gagn­ rýni hans kemur flatt upp á veitingamenn og munu þeir vinna að því að leggja fyrir hann gildrur. Aðstoð frá æðri máttarvöldum Enginn er eyland, eins og ft er agt, og er Maggi engin undantekning. Næsta spil í tarotspánni hans er Æðsti prestur, göfugt spil sem skal taka af mik­ illi alvöru. Þótt Maggi telji sig kunna listina að reka veitingastað og vita hvað fólk vill þá þarf hann að leita sér aðstoð­ ar frá sér æðri mönnum – nú eða æðri máttarvöldum. Hann þarf að hlusta á þær ráðleggingar sem hann fær og taka þær alvarlega svo að framtíð Matbarsins sé tryggð. Hann þarf hins vegar að velja vel það fólk sem hann talar við. Þá vill Æðsti presturinn segja við Magga að enginn er fullkominn og að fullkomnunarárátta hindrar vöxt. Maggi á að standa fastur við sína hug­ sjón og þá munu draumar hans rætast. Andlegur neisti Loks er það heillaspilið Töframaðurinn, sem er tákn um hinn andlega kraft og neista sem býr innra með Magga og þarf að leysa úr læðingi. Þar skiptir mestu hve einstaklega fær Maggi er í samskiptum við dýr og menn, hvernig hann nær að tala við allt og alla og að allir séu jafnir í hans augum – eða allavega næstum því allir. Þetta á eftir að koma honum langt og þessi félagslegi máttur á sér engin takmörk. Hann verður hins vegar að huga ð því að fara ekki of langt fram úr sér og taka ekki meira að sér en hann ræður við. n Stórhuga Texas-Maggi opnar nýjan stað. Viðkvæmt, lítið blóm sem stefnir hátt Svona eiga þau saman Vigdís Fædd: 20. mars 1965 Fiskur n Listræn n Vitur n Getur spilað sig sem píslarvott n Besservisser n Elskuleg n Andleg Garðar Fæddur: 25. mars 1951 Hrútur n Hugrakkur n Ákveðinn n Öruggur n Frestunargjarn n Hvatvís n Skapstór Naut- 20. apríl – 20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogamaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Meyja- 23. ágúst – 22 .sept. Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 14. til 21. júlí Rómantíkin er alls ráðandi í vikunni og þú finnur fyrir aukinni væntumþykju og hrifningu í garð maka þíns. Einhleypir hrútar kolfalla fyrir manneskju sem þeir áttu síst von á að falla fyrir. Gamalt mál skýtur uppi kollinum. Má sem þú hélst að þú værir búinn að gera upp en ýfir upp gömul sár. Þú þarft að takast á við það og ljúka því í eitt skipti fyrir öll. Þú færð spennandi tækifæri sem getur gefið vel í aðra höndina ef þú heldur rétt á spilunum. Þér finnst þú vera skynsamari með peninga og átt allt í einu meira í veskinu en vanalega. Þú ákveður að taka heilsuna föstum tökum og finnur þér hreyfingu sem þú gætir enst í, jafnvel keppt í. Passaðu upp á samskipti við þína nánustu – ekki tala undir rós. Þú finnur fyrir sterkri löngun að koma á röð og reglu í lífi þínu. Þú vilt berjast fyrir því sem þú átt og ekki láta fólk vaða yfir þig, hvorki heima fyrir né í vinnunni. Þú þarft að fara að vinsa þá út úr lífi þínu sem gera þér ekkert gott. Svo kemur upp eitthvað leiðindamál tengt fjölskyldunni sem þú neyðist til að horfast í augu við, þó það sé erfitt. Svo virðist sem krabbinn sé aðeins að hreinsa til í kringum sig. Þú hefur átt í sambandi við manneskju um langa hríð, annað hvort vinasambandi, í atvinnu- tilgangi eða í einkalífinu, og þú ákveður að losa þig við þessa manneskju úr lífinu þínu. Í framhaldinu ert þú minna opinn og móttækilegur fyrir nýju fólki. Það er þó bara um tíma. Þú ert búinn að halda einhverju fyrir þig í svolítinn tíma, einhverju sem þú hefur ekki þorað að deila með öðrum. Þetta leyndarmál tengist þér óbeint og loks í þessari viku finnurðu kjark til að létta af þér. Þú átt fullt af góðu fólki í kringum þig sem styður þig og þér líður margfalt betur þegar þú ert búinn að losa um leyndar- málastífluna. Það er ofboðslega mikið slúður í kringum þig og baktal, sem fer einstaklega mikið í taugarnar á þér og hefur alltaf gert. Þú hagar þér ekki svona sjálf en mundu að það er erfitt að breyta öðrum. Þú getur aðeins breytt þér. Þú finnur það vel í þessari viku hverjir eru vinir þínir og hverjum þú getur treyst í gegnum þykkt og þunnt. Erfið lexía en mikilvæg. Það er gríðarlega miklar breytingar í kortunum hjá þér og þér fallast pínulítið hendur yfir þeim. Hugsaðu frekar um þær sem jákvætt skref fram á við því hugs- anlega er eitthvað sem bíður þín handan við hornið. Þetta er einnig góður tími til að líta inn á við og vinna í þér sjálfri til að bæta líðan þína almennt. Þér finnst þú vera einn á báti um þessar mundir. Það eru breytingar allt í kringum þig sem leiða þig að þeirri hugsun að þú vitir í raun ekkert hvað þú átt að gera við líf þitt. Heimurinn er samt að öskra á þig að hugsa um þig sjálfan, ekki láta utanaðkomandi breytingar koma þér úr jafnvægi og einblína á það sem skiptir þig mestu máli í lífinu. Þú virðist vera að jafna þig á ástarsorg eða að læra að elska á nýjan leik. Þig langar að elska einhvern af öllu hjarta en þetta er ekki rétti tíminn. Svo skaltu alls ekki taka á þig meiri vinnu en þú hefur nú þegar gert. Þú þarft að fría meiri tíma fyrir sjálfan þig og einfaldlega hvílast. Ef þú heldur áfram á sama hraða gætir þú slasað þig, andlega eða líkamlega. Þú ert að keppast um eitthvað starf sem þig langar mikið í. Því leggur þú gífurlega hart að þér svo fólk taki eftir þér. Þú hvetur einnig fólkið í kringum þig og býrð til skemmtilegt andrúmsloft hvert sem þú kemur. Sambandið við fjölskylduna er afar gott og þú nærð að ná góðu jafnvægi á milli þessarar miklu vinnu og einkalífsins. Vatnsberinn ætlar svo sannarlega að lifa lífinu í þessari viku. Þú breytir til og nýtur góðs matar, drykkja og ferðalaga. Þú verður sífellt öruggari með að prófa nýja hluti og þetta uppbrot úr hversdagsleik- anum gerir þér mjög gott. Þú hugsar vel um þig sjálfan og mæ tir halda því áfram um ókomna tíð. Þú stendur frammi fyrir stórri ákvörðun í þessari viku og tekur mjög skynsamlega ákvörðun. Þú hættir að hugsa allt með hjartanu og leyfir þér að verða pínulítið Excel-skjal í smá tíma. Það á eftir að koma sér vel. Þú ert aðeins orkuminni en vanalega og þarft hugsanlega að breyta þeirri hreyfingu sem þú hefur stundað upp á síðkastið. Minnka hana aðeins. Hrútur - 21. mars – 19. apríl n 14. júlí: Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, 32ja ára n 15. júlí: Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, 71 árs n 17. júlí: Hanna Rún Bazev Óladóttir, dansari, 29 ára n 19. júlí: Aron Pálmarsson, handboltamaður, 29 ára n 20. júlí: Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, 31 árs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.