Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 38
38 12. júlí 2019 Hlaðvörp njóta síaukinna vinsælda úti um allan heim en hlaðvarpið My Favorite Murder, eða eftirlætis morðið mitt, hefur vakið mikla lukku síðan fyrsti þátturinn fór í loftið snemma árs 2016. Hlaðvarpinu er hlaðið niður í kringum nítján milljón sinnum í hverjum mánuði og er efst á ýmsum listum yfir bestu SAKAMÁL MORÐMÁLIÐ SEM BLÉS LÍFI Í KU KLUX KLAN n Þrettán ára stúlka var myrt árið 1913 n Málið tekið upp aftur n Uppspretta gríðarlegs gyðingahaturs í Bandaríkjunum „Morðið var afar hrottalegt og var bandspotti djúpt grafinn í hálsi hennar F lestar verslanir og fyrirtæki í Georgíu í Bandaríkjunum voru lokuð þann 26. apríl árið 1913, enda dagurinn almennur frídagur til að minnast hermanna Suðurríkjasambands- ins sem féllu í herþjónustu. Skrif- stofur fyrirtækisins National Pencil Company í Atlanta voru hins vegar opnar þennan dag því yfirstjórn- andinn, hinn ungi Leo Frank, þurfti að klára fjárhagsáætlanir og greiða út laun til starfsmanna. Einn af starfsmönnum hans, hin þrettán ára Mary Phagan, mætti á skrifstofuna til að sækja launin sín en það sem gerðist í kjölfarið hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir samfélagið í Suðurríkjum Banda- ríkjanna, í raun Bandaríkin öll. Gyðingar og barnaþrælkun Mary vann í verksmiðjunni og fékk aðeins tíu sent greidd á tím ann. Þetta var ekki óalgengt í Suðurríkj- unum á þessum tíma því vinnuað- stæður verkafólks voru til skamm- ar og var sérstaklega slæmt ástand í Atlanta þegar kom að því að ráða ung börn í vinnu, allt niður í tíu ára gömul. Popúlistar kenndu viðskiptajöfrum af gyðingaætt- um um slæman aðbúnað barna og barnaþrælkun á vinnustöðum, þótt þeir sem hafi rekið fyrirtæki á þessum tíma í Atlanta hafi aðhyllst ýmis trúarbrögð. Fyrrnefndur Leo Frank var hins vegar gyðingur og hann réð ung börn í vinnu fyrir lág laun, sem börnin létu svo foreldra sína hafa svo fjölskyldan gæti lif- að af. Hrottalegt morð Mary fannst látin í kjallaran- um í National Pencil Company daginn eftir að hún sótti laun- in sín. Það var blökkumaðurinn Newt Lee sem fann líkið en hann vann í verksmiðjunni. Mary hafði verið kyrkt og lamin í höfuðið. Þá hafði henni einnig verið nauðg- að. Morðið var afar hrottalegt og var bandspotti djúpt grafinn í hálsi hennar. Þá gat Newt Lee ómögu- lega séð hvort stúlkan væri svört eða hvít þar sem hún var blóðug og líkið útatað í mold. Undarlegar orðsendingar fundust nálægt lík- inu. Erfitt reyndist að lesa skrift- ina á miðunum en á einum þeirra var hripað eitthvað um „hávaxinn, svartan negra.“ Það kemur því líklega ekki á óvart að Newt Lee var grunaður um morðið í fyrstu. Síðar var ann- ar blökkumaður, sem vann í verk- smiðjunni sem sópari, Jim Conley, grunaður um verknaðinn. Hann hafði verið í verksmiðjunni daginn sem Mary hvarf en neitaði sök. Hann benti hins vegar á vinnu- veitandann, Leo Frank. Sá neit- aði einnig sök og sagði að Mary hefði tekið launin sín og farið. Síð- an hefði hann klárað vinnu sína og farið heim. Kviðdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöð- ur að Leo hefði banað Mary og var hann dæmdur til dauða. Leo skyldi verða hengdur. Það skal tek- ið fram að í kviðdómnum sátu að- eins hvítir einstaklingar og sætti það tíðindum að þeir hefðu kom- ist að þeirri niðurstöðu á þessum tíma en ekki sakfellt blökkumann- inn, Jim Conley. Það féll þó fljótt í skuggann á því sem gerðist eftir að Leo var sakfelldur. Rænt úr fangelsi og hengdur Það er vægt til orða tekið að segja að málið hafi vakið gríðarlega mikla athygli vestanhafs og skiptist fólk í tvær fylkingar. Annar hópur- inn hélt fram sakleysi Leos og hinn hópurinn kynti undir andúð í garð gyðinga. Flestir Georgíubúar töldu að réttlætinu yrði fullnægt þegar að Leo yrði hengdur á meðan íbúar í norðurhluta Bandaríkjanna töldu hann blóraböggul stjórnvalda því ekki hefði tekist að finna rétt- an morðingja Mary. Lögfræðingar Leos áfrýjuðu niðurstöðunni og loks var refsingin milduð í lífstíðar- dóm í fangelsi. Þá varð uppi fótur og fit og fljótlega lagði hópur, sem kallaði sig Knights of Mary Phagan, á ráðin um að ræna Leo og hengja hann sjálfir. Leo var rænt úr fangelsi þann 16. ágúst árið 1915 og var hann hengdur næsta morgun. Áður en hann fór yfir móðuna miklu bað hann um að giftingarhringur hans yrði gefinn konu hans. Nokkrum mánuðum síðar voru samtökin Ku Klux Klan stofnuð, en þeirra ein- kenni er hatur á blökkufólki og trú á yfirburði hvíta kynstofnsins. Samtökin höfðu verið lögð af árið 1871 en árið 1915 fengu þau byr undir báða vængi vegna morðsins á Mary Phagan. Að sögn ýmissa sagnfræðinga varð þetta morðmál þess valdandi að gyðingahatur óx mikið í Bandaríkjunum, en sama ár og Mary var myrt voru samtök- in Anti-Defamation League stofn- uð, en þau berjast gegn gyðinga- hatri. Þetta mál vekur því upp mjög sterkar tilfinningar og hefur í rúma öld orðið að deilumáli á milli hvítra og svartra, gyðinga og kristinna, dreifbýlisfólks og borgarbarna. Málið tekið upp enn á ný Nú á hins vegar að taka þráðinn upp aftur og var það tilkynnt í maí á þessu ári að málið yrði opnað aftur. Nýstofnuð deild innan rétt- arkerfisins vestanhafs, sem sér- hæfir sig í gömlum, óleystum mál- um, mun hafa yfirumsjón með rannsókninni. Roy Barnes, fyrr- verandi ríkisstjóri, verður ráðgjafi nefndarinnar og hann stendur í þeirri trú að Leo hafi verið sak- laus en ýmislegt hefur bent til þess að Jim Conley hafi í raun ver- ið morðinginn. Það kemur með- al annars fram í bókinni And the Dead Shall Rise frá árinu 2003. Margoft áður hefur verið reynt að hreinsa nafn Leos. Fyrsta til- raunin var gerð af hollenska blaða- manninum Pierre Van Paassen Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Ku Klux Klan Samtökin hófu störf á ný eftir að mál Mary Phagan kom upp. Framburður sem vakti athygli Alonzo Mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.