Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 12
12 12. júlí 2019FRÉTTIR Ég er í hræðilegri stöðu Purushottam Ghimire, frá Nepal, hefur búið og starfað á Íslandi frá 2014. Hefur hann að jafnaði fengið atvinnu- og dvalarleyfi á grundvelli starfsmannaskorts. Hann freistaði þess að fá dval- arleyfi fyrir eiginkonu sína en rak sig þá á vegg í kerfinu. Dval- arleyfið hans fól ekki í sér rétt til fjölskyldusameiningar, svo Útlendingastofnun ráðlagði hon- um að sækja um leyfi á grund- velli sérfræðiþekkingar. Þá gæti kona hans flutt til Íslands. Það kom honum svo í opna skjöldu þegar umsókn hans var hafn- að. Hann sótti aftur um á sömu forsendum og áður, en var aft- ur hafnað því starfið sem hann hugðist taka að sér hafði ekki verið auglýst á EES-svæðinu. EES -búar hefðu forgang og auk þess væri ekki hægt að veita atvinnuleyfi á grundvelli starfs- mannaskorts þegar atvinnuleysi á Íslandi væri jafn mikið og nú. Puru er því atvinnulaus og er mál hans hjá lögmanni í áfrýjun- arferli. Til að ná endum saman sótti hann um atvinnuleysisbæt- ur, en var greint frá því að hann hefði ekki rétt til þeirra því at- vinnuleyfi hans væri tímabundið. Var honum bent á að leita á náðir sveitarfélags síns, sem hann og gerði. Umsókn hans um fjár- hagsaðstoð var samþykkt og allt virtist í lagi. Þar til lög- maður hans greindi hon- um frá því að með því að þiggja fjárhagsaðstoð, gæti hann glatað rétti sín- um til varanlegs dvalar- leyfis. Hann hefur búið á Íslandi í fimm ár og greitt sína skatta. Nú er hann peningalaus, með engin réttindi og á yfir höfði sér að vera rekinn úr landi. „Ég er í hræðilegri stöðu og fæ hvergi aðstoð. Til hvers að borga skatta hér í fjölda ára? Ef ég væri hælisleit- andi þá er ég viss um að ég væri í betri stöðu, þeir fá allavega húsnæði og framfærslu. Ég vil bara vinna og eiga ofan í mig, en ég má það ekki og fæ enga aðstoð. Þetta er hryllileg staða. Ég þarf að borga lögmanni mínum til að geta áfrýjað málinu mínu, hvernig á ég að borga ef ég má ekki þiggja fjárhagsaðstoð?“ Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum SVEFNSÓFI PIU YARIS SVEFNSÓFI Verð nú 369.900 kr. Verð nú 154.900 kr. „GERÐI ÉG EITTHVAÐ RANGT? TÓK ÉG STARFIÐ ÞITT?“ n Slæm staða innflytjenda n Stjórnvöld vanrækja leiðbeiningarskyldu T veir innflytjendur, Purus- hottam Ghimire og Momo Hayashi, hafa búið á Ís- landi um árabil. Þau koma bæði frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og hefur báð- um verið synjað um atvinnuleyfi og gert að yfirgefa landið. Lög- fræðingurinn Hreiðar Eiríksson telur ástæðu til að hafa áhyggjur af því hvernig staðið er að málum innflytjenda á Íslandi. Erla Dóra erladora@dv.is Leyfinu hafnað Momo Hayashi, frá Japan, flutti til Íslands fyrir fjórum árum. Hún nam íslensku í háskóla, stofnaði fyrirtæki og starfaði á ferðaskrifstofu. Hún sótti um at- vinnuleyfi á grundvelli sérfræði- þekkingar í desember, meðmæli vinnuveitanda fygldu með þar sem sérfræðiþekking hennar var tilgreind; góð þekking á tungu- málum þar á meðal íslensku og japönsku, og mikil þekking á asískri menningu. Leyfinu var hafnað á þeim grundvelli að inn- an EES-svæðisins væri hægt að finna einstaklinga með sömu sérfræðiþekkingu sem ættu for- gang í starfið. Var Momo þá ráð- lagt að sækja um á grundvelli skorts á starfsfólki. „Ég prófaði það en síðan hafnaði Vinnumálastofnun um- sókninni aftur vegna þess að það eru margir Íslendingar atvinnu- lausir. […] Ég hringdi vikulega í Útlendingastofnun og Vinnu- málastofnun til að spyrja hvern- ig gengi með dvalarleyfið, en þau sögðu mér í símanum alltaf að það væri í vinnslu og allt liti vel út. Sjö mánuðum síðar, allt í einu: nei, það gengur ekki af því að þú ert ekki evrópsk og vegna atvinnuástandsins. Af hverju var þá umsókn mín móttekin? Af hverju sögðu þau að það gengi vel? Mig langar að spyrja ykkur. Gerði ég eitthvað rangt? Tók ég starfið þitt? Ætti ég að biðja ein- hverja Íslendinga að giftast mér og gerast húsmóðir? Eða ætti ég fara til míns „heima“lands?“ B laðamaður hafði samband við Hreiðar Eiríksson, lög- fræðing og fyrrverandi forstöðumann leyfasviðs Útlendingastofnunar. Hann segir að víða sé pottur brotinn í málum innflytjenda á Íslandi. „Ég hef aðeins verið að aðstoða innflytjendur sem eiga í vandræð- um með kerfið. Mér finnst þetta vera að aukast, eins og þetta horf- ir við mér. Þegar eitthvað kemur upp á um grundvöll dvalarleyfis, eins og þegar fólk missir vinnuna eða lendir í vandræðum varðandi formið, þá er eins og það sé þekk- ingarleysi á kerfinu og stjórnsýsl- unni sem er að valda þeim erfið- leikum.“ Ófullnægjandi upplýsingar Hreiðar segir að útlendingar sem leiti til stjórnvalda, sé það Útlendingastofnun eða aðrir, þá fái þeir oft ófullnægjandi eða mis- vísandi leiðbeiningar og lendi svo í ógöngum þegar þeir reyni að fara eftir þeim. „Fólk er jafnvel kom- ið í brottvísunarferli því það fer einhvern veginn út af réttu spori bara við að fara að leiðbeiningum stjórnvalds. Til að uppfylla leið- beiningarskyldu sína í góðri trú, verður að mínu mati, að ganga alla leið og upplýsa aðila um hvernig réttarstaða manna getur breyst við að fara tiltekna leið. Sérstak- lega ber þeim að gæta þess þegar ljóst er að viðkomandi á erfitt með að skilja stöðuna, eins og til dæm- is þegar upplýsingarnar eru hrein- lega ekki aðgengilegar á þeirra tungumáli.“ Sífellt fleiri lenda í vandræðum Sífellt fleiri innflytjendur hafa sam- band við Hreiðar: „Út af þeirri stöðu sem það er komið í allt í einu, að því er mér finnst, algerlega af tilefn- islausu út af einhverri harðneskju í kerfinu.“ Útlendingastofnun gefur sér sex mánaða svigrúm til að afgreiða umsóknir sem henni berast. Aftur á móti býðst útlendingum að greiða tugi þúsunda fyrir flýtimeðferð og styttist biðin þá niður í mánuð. „Ef það er hægt að afgreiða það í flýti- meðferð þá hlýtur að vera hægt að afgreiða það á eðlilegum tíma. Það á ekki að vera hægt að kaupa sig fram fyrir aðra í röðinni. Fyrir utan það að þegar einn kaupir sig fram fyrir annan, þá þarf hinn að bíða lengur. Ég hef nú satt að segja bara mjög miklar áhyggjur af því á hvaða vegferð menn eru með þessi innflytjendamál almennt. Fram- kvæmdin á þessum lögum er mér töluvert undrunarefni.“ n Mynd: Skjáskot af Facebook HARÐNESKJA Í KERFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.