Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 39
SAKAMÁL 3912. júlí 2019 glæpahlaðvörpin. My Favorite Murder er stjórnað af grínistunum Karen Kilgariff og Georgiu Hardstark. Markmið þáttarins er að gera áhuga á raunveruleg- um glæpum eðlilegan þannig að áhugafólk um glæpi sé ekki talið skrýtið eða sjúklegt. Þá hafa Karen og Georgia báðar sagt að hlaðvarpið sé eins konar með- ferð við kvíða vegna morða sem þær kljást báðar við. Í leiðinni velta þær upp alls kyns andlegum kvillum og tala af virðingu um bæði fórnarlömb og gerend- ur til að stríða gegn fordómum í garð geðveikra, vændisfólks, hinsegin fólks og ýmissa kynþátta. árið 1922. Hann fékk málið á heil- ann og fór í gegnum öll gögn. Loks fann hann misræmi á milli bit- fara á líkinu og myndum af tönn- um Leos. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Leo hefði ekki get- að verið morðinginn vegna þessa. Pierre vann hjá blaðinu Atlanta Constitution sem neitaði að birta uppgötvanir hans í málinu vegna hræðslu við að ýfa upp enn meiri andúð í garð gyðinga. Pierre birti því ekki þessar upplýsingar fyrr en árið 1964, í endurminningum sín- um, To Number Our Days. Þess- ar upplýsingar breyttu hins vegar engu. Lögfræðingurinn Arthur Powell í Atlanta fullyrti að hann væri með upplýsingar sem myndu hreinsa nafn Leos, í bókinni I Can Go Home Again frá árinu 1943. Sam- kvæmt upplýsingum Arthurs var morðinginn Jim Conley. Gyðinga- samfélagið í Atlanta lagðist gegn því að þessar upplýsingar yrðu birtar og þrýsti annar lögfræðing- ur, Max Goldstein, á dómara í Atl- anta að hunsa þessar sannanir Arthurs. Lögfræðingarnir Charles Wittenstein og Dale Schwartz reyndu árið 1982 að fá Leo náð- aðan, en sú bón var byggð á fram- burði Alonzos Mann, þá 83 ára. Hann hafði unnið á skrifstofunni hjá Leo á þessum tíma. Hann var fjórtán ára og að hans sögn kom hann inn í anddyri verksmiðjunn- ar daginn sem Mary lést og sá Jim Conley bera lík Mary. Alonzo sagð- ist ekki hafa sagt frá þessu fyrr því Jim Conley hefði hótað að drepa hann ef hann leysti frá skjóðunni. Frásögn Alonzos var dramatísk en leiddi í ljós lygi í framburði Jims Conley frá þessum tíma. Jim hélt því fram að Leo hefði myrt Mary á annarri hæð hússins, eftir að hún vildi ekki stunda með honum kyn- líf. Jim sagði að Leo hefði fengið hann til að fela líkið fyrir sig með því að fara með það í lyftunni niður í kjallarann. Að sögn Jims fór hann aldrei í anddyri verksmiðjunnar, en Alonzo staðhæfði að það hefði hann gert. Leo var hins vegar ekki náðaður þar sem náðunarnefndin gat ekki sannað sakleysi Leos og taldi vel líklegt að Jim hefði logið um hvernig líkið hefði verið fært í kjallarann. Lögfræðingarnir komu aftur fyrir nefndina árið 1986, þá til að fá afsökunarbeiðni frá Georgíufylki fyrir að vernda ekki Leo fyrir hópnum sem rændi hon- um og hengdi. Sú beiðni var sam- þykkt en Leo er enn talinn sekur. Svarið liggur hjá Roy Barnes Það er því eðlilegt að spyrja sig hvað sé breytt núna? Af hverju er verið að taka þetta aldargamla mál upp aftur? Svarið liggur í hlutdeild Roys Barnes. Hann er fæddur og uppalinn í bænum þar sem Leo var hengdur, Marietta, og eigin- kona hans er afabarn eins manns- ins sem tók þátt í hengingunni. Roy hefur djúpan skilning á því hvaða áhrif þetta mál hafði á sam- félagið í Georgíufylki og vill fátt meira en að sannleikurinn líti dagsins ljós. Hvort það tekst á svo eftir að koma í ljós. n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt MORÐMÁLIÐ SEM BLÉS LÍFI Í KU KLUX KLAN n Þrettán ára stúlka var myrt árið 1913 n Málið tekið upp aftur n Uppspretta gríðarlegs gyðingahaturs í Bandaríkjunum Er hann saklaus? Leo Frank, vinnuveitandi Mary.Hugsanlegur morðingi Jim Conley. Mikil athygli Umfjöllun um mál Mary Phagan var í fjölmiðlum um gjörvöll Bandaríkin. Hörmuleg örlög Mary Phagan var aðeins þrettán ára þegar hún var myrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.