Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Blaðsíða 10
10 12. júlí 2019FRÉTTIR „Þetta er búið að vera algjör hryllingur“ n Kanadísk fjölskylda í mál við Sjóvá n Fær engar bætur vegna andláts fjölskylduföðurins n „Við erum eyðilögð“ n Safna fyrir málskostnaði V ið þurfum á allri mögu­ legri hjálp að halda. Þetta er búið að vera algjör hryllingur, og svo er ótrú­ lega mikil leynd í kringum þetta. Ég missti pabba minn, ég missti minn helsta ráðgjafa og leiðar­ ljós í lífinu. Hann var sá sem hélt fjölskyldunni saman og núna er búið að skilja okkur eftir í molum. Hann var svo ungur, og átti eftir stóran part af lífi sínu. Við erum eyðilögð,“ segir Sarah Wagstaff í samtali við DV. Sarah er dóttir Arthurs Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi á Íslandi árið 2015. Flug­ maður vélarinnar, Arngrímur Jó­ hannsson, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Atlanta, komst lífs af úr slysinu. Rannsóknarnefnd sam­ gönguslysa skilaði skýrslu um málið á seinasta ári. Trygginga­ félagið Sjóvá, sem tryggði flug­ vélina, hefur neitað fjölskyldunni um bætur vegna slyssins og byggir ákvörðun sína meðal annars á því að Grant hafi ekki verið sá sem flaug vélinni umræddan dag. Fjölskyldan er staðráðin í að ná fram réttlæti og hyggst nú leita til dómstóla hér á landi. Slysið Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu ítar­ lega um flugslysið á sínum tíma. Forsaga málsins er sú að Arngrím­ ur Jóhannsson réð Grant, föð­ ur Söru, til ferja vélina frá Íslandi til Bandaríkjanna. Arngrímur er atkvæðamikill í fluggeiranum á Ís­ landi og hefur unnið mörg þrek­ virkin í háloftunum. Grant var reyndur flugmaður og höfðu þeir Arngrímur starfað saman áður þegar flugvélin var flutt hingað til lands árið 2008. Þá flugu þeir henni hingað til lands frá Banda­ ríkjunum og tók ferðalagið átján daga. Vélin tók á loft frá Akureyri þann 9. ágúst 2015 og stefndi á Keflavíkurflugvöll en þaðan átti að fljúga til Minneapolis í Bandaríkj­ unum. Um var að ræða eins hreyf­ ils sjóflugvél af gerðinni Beaver með kallmerkið N610LC. Vélinni var flogið út Eyjafjörð frá Akureyri, yfir Þelamörk og inn í Öxnadal. Ekki var hægt að fljúga yfir Öxnadalsheiði og var vélinni því snúið við innarlega í Öxnadal og flogið í átt að Staðartunguhálsi. Þar var stefnan svo tekin í átt að botni Hörgárdals en þar reyndist einnig ófært vegna lágra skýja og var vélinni því snúið við. Þegar vél­ in kom kom aftur að Staðartungu­ hálsi tóku félagarnir þá skyndi­ ákvörðun að fljúga inn í Barkárdal. Þar brotlenti vélin, rúmlega 45 mínútum eftir flugtak. Eldur kom upp í flakinu og Arngrímur og Gr­ ant reyndu báðir að komast út úr vélinni. Arngrímur komst út af sjálfsdáðum, með alvarlega áverka, en hann var með meðvit­ und þegar hann fannst. Grant var hins vegar látinn þegar viðbragðs­ aðilar náðu á vettvang. „Lífssýnin verður öðruvísi“ Arngrímur tjáði sig síðar við Viku­ dag og rifjaði upp þennan örlaga­ ríka dag. Lýsti hann þessu sem „verstu upplifun sem ég hef geng­ ið í gegnum, að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst uppi í fjöllum og geta ekkert gert.“ Á öðrum stað sagði hann: „Svona reynsla gjörbreytir lífi manns. Ég hafði til dæmis mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en núna get ég ekki hugsað mér að snúa vélinni á hvolf. Ég er orðinn varkárari og hræddur við að detta. Lífssýnin verður öðruvísi.“ Í samtali við DV á sínum tíma sagði Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgöngu­ slysa, að aðstæður hefðu verið erfiðar og að rannsókn slyssins gæti tekið langan tíma. „Því flóknari sem rannsóknin er tekur hún lengri tíma. Vettvang­ ur slyssins er mjög erfiður því slys­ ið gerist á þannig stað og því má búast við að rannsókn muni taka langan tíma,“ segir Ragnar og fram kom að rannsóknin gæti tekið allt að þrjú ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að flugvélin hafi ver­ ið töluvert of hlaðin. Var það einn af meginþáttum þess að slysið átti sér stað þar sem það olli talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar. Þá voru ekki sjónflugsskilyrði á flugleiðinni yfir Tröllaskaga. Þá kemur fram í skýrslunni að „mannlegir þættir hafi átt stóran þátt í flugslysinu og þá sé einnig talið að blöndungsísing hafi haft áhrif.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram að báðir flugmenn um borð hafi verið ákaflega reynd­ ir og þekkt vélina eins og lófann á sér. Hugsanlega hafi þeir hins vegar ruglast í mati sínu vegna þess að þeir höfðu áður flogið vél­ inni, með breytingum, í 2.680 kíló­ gramma þyngd. Arngrímur sá eini sem var tryggður Fram hefur komið að samkvæmt skilmálum tryggingarskírteinis var Arngrímur einn tryggður sem flugmaður umræddrar vélar og svo farþegar ef einhverjir voru. Þá var vélin einnig tryggð. Roslyn Wagstaff, móðir Söruh og ekkja Grants, tjáði sig um mál­ ið við Fréttablaðið fyrr á árinu og spurði meðal annars hvort „enginn væri ábyrgur fyrir því að líf þeirra sem voru um borð væru rétt tryggð“. „Það hlýtur að vera að annað­ hvort tryggingartakinn eða tryggingarfélagið hafi átt að tryggja að þetta væri forgangsmál þegar trygging var keypt. Ég býst við að sá sem keypti trygginguna andi nú léttar yfir því að eign hans var tryggð og hann því fengið bæt­ ur – sem er miklu mikilvægara en mannslíf.“ Í grein Fréttablaðsins í mars síðastliðnum kom fram að lög­ manni hjá Opus, sem sá um mál fjölskyldunnar hér á landi, yfirsást að skráður eigandi flugvélarinn­ ar var ekki Arngrímur sjálfur held­ ur var vélin skráð hjá eignarhalds­ sjóði í Bandaríkjunum. Arngrímur var hins vegar skjólstæðingur eignarhaldssjóðsins og réð því yfir vélinni sem slíkur. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði Arngrímur að flugvélin hefði verið í eigu sjóðs í Bandaríkjun­ um, það væri „cover“ en að vélin væri í hans vörslu. Í skýrslu rann­ sóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að Arngrímur sé „skráður umráðamaður vélarinn­ ar“ en ekki eigandi. „Ef lögmaður fjölskyldunnar Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Ég missti pabba minn, ég missti minn helsta ráðgjafa og leiðarljós í lífinu. Fjölskyldan á góðri stundu MYND: Í EINKAEIGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.