Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 6
6 19. júlí 2019FRÉTTIR 46 heltust úr lestinni og þá voru eftir fjórir A ðeins hefur verið lögð fram stefna fyrir hönd fjögurra einstaklinga sem störf- uðu fyrir starfsmannaleig- una Menn í vinnu, en alls hafa um fimmtíu starfsmenn leitað til Eflingar eftir aðstoð. Þessir fjórir starfsmenn höfðu starfað allt í allt í tæpan mánuð hjá starfsmanna- leigunni. Óljóst er hvar mál hinna 46 starfsmannanna eru stödd. Ekki fæst staðfest að önnur not- endafyrirtæki starfsmannaleig- unnar hafi greitt kröfurnar sem voru lagðar fram, en hvorki Efling né lögmaður þeirra gátu staðfest að slíkt hefði átt sér stað. Efling hefur ekki haft samband síðan í febrúar Romeo Sarga varð eftirminnilega andlit baráttunnar eftir að hann steig fram í fréttum og greindi frá aðstæðum sínum og annarra kollega hjá starfsmannaleigunni. Hann er ekki meðal þeirra fjögurra sem stefnt hefur verið fyrir, og veit ekki fyrir víst hvort lögmannsstof- an Réttur sé yfirhöfuð að vinna í máli hans. „Ég hef ekkert heyrt síðan í febrúar, og skil ekki hvers vegna,“ segir Romeo í samtali við blaða- mann. „Þetta gerir mig ákaflega kvíðinn og reiðan. Hvert get ég leitað? Ég er mjög leiður yfir þessu, ég bjóst ekki við að Efling myndi draga mig á asnaeyrunum með þessum hætti.“ Hann segir að þeir starfsmenn sem greinir frá í stefn- unni séu þeir sem unnu styst fyrir Menn í vinnu. „Til hvers að koma hingað og vinna myrkranna á milli í rigningu og roki? Sumir okkar eru með fátæk börn á framfæri. Ég er bara orðlaus.“ Efling mismunar Valeriu Marius Peptenatu starfaði fyrir Menn í vinnu þegar frétta- skýringarþátturinn Kveikur fjall- aði um bága stöðu erlendra verka- manna í október í fyrra. Hann hefur staðið í ströngu við að reyna að fá upplýsingar um hvar hans mál er statt og sakar Eflingu um mismunun. Af hverju gæta þau bara hagsmuna fjögurra Rúmena sem unnu bara stutt hjá leigunni á meðan við sem unnum þarna í mun lengri tíma erum ekki einu sinni hluti af þessu ferli? Efling mismunar.“ Hann leitaði fyrst til Eflingar í september fyrir næstum ári, en máli hans virðist ekki miða neitt áfram. Sakar Eflingu um að ljúga að rúmenskum yfirvöldum Valeriu er staddur í Rúmeníu og fer fyrir hópi 32 fyrrverandi starfs- manna MÍV. Eftir að Efling til- kynnti í lok febrúar að Ragnari Að- alsteinssyni hjá Rétti hefði verið falið að gæta hagsmuna 18 verka- manna leitaði hann til rúmenskra yfirvalda eftir upplýsingum. Í bréfi sem hann fékk sent frá rúmenska utanríkisráðuneytinu segir: Samkvæmt upplýsingum frá Eflingu voru starfsmenn beðnir um að senda inn launaseðla og tíma- skráningu sem hægt væri að nota sem grundvöll fyrir kröfum. Þó svo að 50 Rúmenar hafi upprunalega leitað til Eflingar sendu aðeins fá- einir þeirra fullnægjandi gögn, mikill meirihluti þeirra yfirgaf Ís- land og vildu þeir ekki kæra Menn í vinnu til lögreglunnar. Rúm- enska sendiráðið í Kaupmanna- höfn mun halda áfram að fylgjast með þróun mála og verður einnig í stöðugum samskiptum við viðeig- andi stofnanir á Íslandi. Í kjölfarið hafi Valeriu sam- band við Eflingu og sakaði þau um lygar. Hann hafi sent þeim allar upplýsingar, bæði í tölvupósti og bréfapósti. Þetta getur blaðamað- ur staðfest því hann fékk samrit af tölvupóstunum þegar þeir voru sendir Eflingu. Einnig hafði starfs- maður Eflingar staðfest móttöku póstsins með tölvupósti. „Þetta er bara leiksýning,“ segir Valeriu og hyggst mótmæla fyrir utan skrif- stofu íslenska ræðismannsins í Rúmeníu í dag. Segir kerfið ósanngjarnt Valeriu hafði einnig samband við túlk sem starfaði fyrir Eflingu þegar málið kom upp og fékk þær upplýsingar að aðeins væri unnið í málum þeirra verkamanna sem voru við störf í febrúar á þessu ári. Blaðamaður hefur fengið að sjá skjáskot af samtölunum og fær þessi fullyrðing hans stoð í þeim gögnum. Þar greinir túlkurinn frá því að mál rúmensku verka- mannanna séu flokkuð mismun- andi eftir því hvort þeir hafi kvart- að persónulega, eða sem hluti af hópi sem kvartaði sameigin- lega. Þeir sem leituðu til Eflingar í febrúar hafi gert slíkt sameigin- lega, en aðrir ekki. Þar lýsir túlk- urinn því líka yfir að hann sé sam- mála Valeriu um að kerfi Eflingar sé ósanngjarnt og aðgerðir stéttar- félagsins yfirborðskenndar. Túlkurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við blaðamann. Samtal hennar við Valeriu hafi verið í trúnaði og hún hefði ekkert við fjölmiðla að ræða. Engin svör Efling hefur ekki svarað spurning- um blaðamanns um stöðu hinna 46 Rúmenanna sem til félagsins leituðu. Blaðamaður hefur falast eftir afdrifum þessara mála í tölu- verðan tíma, en fátt verið um svör. Lögmaður Eflingar neitar að svara fyrirspurnum og vísar til þagnar- skyldu. Hvorki Romeo né Valeriu hafa fengið greitt og kannast ekki við að nokkur kollegi þeirra hafi fengið greitt. Þeir fá takmarkaðar upplýs- ingar og vita ekki hvar mál þeirra standa. Að þeirra sögn er eins komið með ríflega 30 aðra verka- menn sem unnu fyrir MÍV. Þeir fá heldur engin svör um af hverju Rétti voru fengin aðeins 18 mál af 50 og hvað þá af hverju aðeins sé stefnt fyrir hönd fjögurra þeirra. Hvað með hina 46? n Valeriu (lengst til vinstri) og fleiri á leið að mótmæla. Erla Dóra erladora@dv.is n Vita ekki hvort mál þeirra séu enn í vinnslu n Saka Eflingu um mismunun Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson. Romeo Sarga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.