Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 30
Rafíþróttir 19. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ Glímufélagið Ármann er elsta íþróttafélag landsins og síður en svo bara glímufélag þótt nafnið bendi til annars. „Þetta er stórt og rótgróið hverfafélag með fjölbreyttar íþróttir á sínum snærum. Við erum svolítið frábrugðin mörgum öðrum þar sem áhersla okkar er ekki aðallega á boltaíþróttirnar, þó svo að við séum líka með eina af stærstu körfuknattleiksdeildum landsins, heldur viljum við bjóða upp á fjöl- breytt og uppbyggilegt íþróttastarf fyrir alla aldurshópa,“ segir Jón Þór Ólason, framkvæmdastjóri Glímufé- lagsins Ármanns. Nýjasta deildin er rafíþróttadeild Nýjasta íþróttadeildin hjá Ármanni er rafíþróttadeildin. Glímufélagið Ármann, Rafíþróttaskólinn og G-Zero Gaming hafa gert með sér sam- starfssamning um uppbyggingu á Rafíþróttadeild Ármanns. „Fyrst um sinn viljum við einblína á barna- og unglingastarfið og munum bjóða upp á námskeið fyrir börn og unglinga innan deildarinnar strax í haust. Þá erum við í nánu samstarfi við Rafí- þróttaskólann og fáum mjög hæfileik- aríka kennara þaðan til þess að halda utan um námskeiðin hjá okkur.“ Heilbrigðir spilahættir, samvinna, liðsheild og sjálfsagi Markmið Rafíþróttaskólans er að þróa aðferðafræði og æfingar í rafí- þróttum fyrir barna- og unglingastarf (6–16 ára) með ríka áherslu á þau gildi sem íslenska íþróttaumhverfið hefur verið byggt á síðustu áratugi. Áhersla er lögð á að allir geti fundið sér eitthvað við sitt hæfi sem nýtist þeim áfram í lífinu. Lögð er áhersla á heilbrigða spilahætti, liðsheild, sam- vinnu, samskipti og jákvætt umhverfi iðkandans. „Við vildum fara þessa leið, þ.e. að byggja upp deildina frá grunni með langtímaplan að mark- miði, enda trúum við því að það sé heilmikil framtíð í rafíþróttum í dag. Með þessu viljum við skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn, ungmenni og forráðamenn. Það er okkar trú að markvissar æfingar í réttu umhverfi hafi jákvæð áhrif á börn og ungmenni. Iðkendur æfa saman í hópum í eigin persónu og æfa þar samskipti, samvinnu, sam- kennd, sjálfsaga og fleira, á sama tíma og þeir fá að leggja stund á áhugamál sitt.“ Fortnite námskeið í haust Boðið verður upp á námskeið með áherslu á Fortnite fyrir 10–12 og 12–14 ára hjá Ármanni í haust. Námskeiðin verða haldin í G-Zero, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík. „Við ákváðum að byrja á að bjóða upp á námskeið í Fortnite frekar en öðrum vinsælum tölvuleikjum innan rafí- þróttanna þar sem hann snýst minna um skotleikjaupplifun en margir aðrir vinsælir tölvuleikir sem spilað- ir eru í rafíþróttum í dag. Fortnite er skemmtilegur og notendavænn tölvuleikur sem hentar bæði börn- um og fullorðnum. Við höldum svo möguleikanum opnum á því að fjölga námskeiðum og bæta við leikjum fyrir breiðara aldursbil.“ Kynningarfundir í ágúst Kynningarfundir um Rafíþróttadeild Ármanns og þau námskeið sem boðið verður upp á í haust verða haldnir sunnudaginn 25. ágúst, kl. 14.00 og þriðjudaginn 27. ágúst 2019, kl. 17.00 á G-Zero Gaming við Grensásveg 16. „Þá viljum við kynna starfið sérstak- lega fyrir foreldrum barna og ung- linga sem hafa áhuga á tölvuleikjum, en að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir,“ segir Jón Þór. Skráningu í námskeið og upp- lýsingar má nálgast á vefsíðunni armenningar.felog.is. Einnig má fá nánari upplýsingar með því að senda netpóst á Eið, íþróttastjóra Ármanns: eidur@ armenningar.is „Við viljum byggja raf- íþróttadeildina frá grunni“ GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.