Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 47
SAKAMÁL19. júlí 2019 47 ákærður og sakfelldur sem fullorðinn einstaklingur. Sat hann í 13 ár í alræmdustu fangelsum New York-fylkis, meðan hinir sátu inni í sjö ár í unglingafangelsum. Árið 2002 játaði fangi að hafa nauðgað og barið fórnarlambið og voru drengirnir fimm, þá orðnir ungir menn í fangelsi, sýknaðir af verknað- inum. Árið 2003 kröfðust þeir bóta frá New York-borg vegna rangra sakargifta og fengu bætur greiddar ellefu árum síðar, þær hæstu í sögu borgarinnar á þeim tíma. Þeir kröfðu einnig fylkið um bætur og fengu þær greiddar árið 2016. Þættirnir eru einstaklega vel gerðir og leiknir og eru áhuga- verð heimild um eitt umtalaðasta sakamál seinni áratuga og það réttarmorð sem framið var gagnvart fimm börnum. Í þeim kemur meðal annars fram að athafnamaðurinn Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, trúði einlæglega á sekt drengjanna og borgaði persónulega fyrir heilsíðuauglýsingar í dagblöðum, þar sem hann krafðist þess að dauðarefsing yrði tekin upp aftur. Ljóst er að ef af henni hefði orðið hefðu fimm saklaus börn verið tekin af lífi í New York-fylki á tíunda áratugnum. NÝTT Á DV DV hefur opnað glæsilegan veðurvef þar sem hægt er að kynna sér veðurspá fyrir landið allt. Klæddu þig eftir veðri Kíktu á dv.is/vedur Laugardagur 06. júlí 12:00 15°C HVAR ER BESTA VEÐRIÐ? 3 m/s  „ÞÚ MISSIR ALLA VON EFTIR SVONA LANGAN TÍMA“ Póstmaðurinn Paul Savage var laminn til bana á hrottalegan hátt með viðarkylfu þegar hann var á sínum hefðbundna útburðarrúnti. Atvikið átti sér stað um klukkan 7.15 að morgni 4. febrúar árið 2003. Stuttu seinna fann húseigandi í Mold í Wales lík Savage, þar sem hann lá við hliðina á hjóli sínu og póstburðarpoka. Savage hafði verið laminn af slík- um ofsa að höfuðkúpa hans var í molum. Vitni sáu tvo unga hettuklædda menn hlaupa í burtu frá vettvanginum. Lögreglan komst að því að Savage, sem var frá Sale í Manchester, átti langan afbrotaferil að baki. Hann hafði setið í fangelsi í níu mánuði vegna vörslu fíkniefna og ætlaðrar sölu á þeim eftir að hann var handtekinn með kannabisefni að and- virði yfir einni milljón punda. Eftir afplánun flutti hann til Mold með Charlotte, eiginkonu sinni, og fjögurra ára gamalli dóttur þeirra. Lögreglan rannsakaði málið í þaula þar til árið 2009 og í maí á þessu ári var enn á ný óskað eft- ir vitnum. Lögreglan segir að engar nýjar upplýs- ingar hafi komið fram í málinu. Julia Webb var lamin til bana í skógi nálægt heim- ili hennar í Sandiway í Cheshire í febrúar árið 2005 þegar hún var á göngu með labradorhund sinn. Christopher, son hennar, var farið að lengja eftir að móðir hans sneri heim og fór því á reiðhjóli sínu að leita hennar. Hann fann hundinn, sem leiddi hann að líki Webb. Lögreglan hóf víðtæka leit að morðingja henn- ar og bauð 30 þúsund punda verðlaun fyrir upp- lýsingar. Lögreglan er enn að leita tveggja karlmanna sem sáust á svæðinu á sama tíma og Webb lést, eldri manns með rauðan göngustaf og manns sem líktist „George Michael“ með skeggbrodda, sem keyrði silfraðan Ford Orion. Lyn Bryant, 55 ára, var drepin nálægt heimili sínu í Ruan High Lanes í Cornwall í október árið 1998. Hún var á göngu með fjöl- skylduhundinn Jay. Dætur henn- ar, Erin og Lee, voru 19 og 21 árs, og ömmusonur hennar, Keelan, var 10 mánaða. Mótorhjólamaður sá Bryant tala við karlmann við gatnamótin við kirkju bæjarins. Stuttu síðar fannst lík Bryant við hliðarveg á milli kirkjunnar og Trevilesseturs. Á 20 ára dánarafmæli hennar í október í fyrra óskaði fjölskylda hennar eftir upplýsingum um dauða hennar. Beiðnin hefur leitt af sér 27 nýjar vísbendingar sem tengjast 13 einstaklingum. Stuart Ellis, rannsóknarlög- reglumaður hjá lögreglunni í Devon og Cornwall, sem fer með rannsókn málsins, er ánægður með viðtökurnar. „Við erum þakklát fyrir stuðn- ing almennings sem hefur leitt af sér 27 raunhæfar vísbendingar. Vegna þeirra erum við með nöfn 13 einstaklinga sem þarfnast frek- ari rannsókna og við gætum ósk- að eftir DNA-sýni frá þeim til að útiloka þá.“ Lögreglumenn munu fara yfir allar vísbendingar. Fyrra starf okkar, að skoða einstaklinga, bæði heimamenn og aðra á Englandi, í samræmi við DNA-prófíl okkar mun einnig halda áfram næstu mánuði. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá þeim sem við höfum óskað eftir DNA frá við rannsóknina og við vonum að það samstarf haldi áfram.“ Lee Taylor, dóttir Bryant, sem er orðin 41 árs, segir: „Eðlilega eftir því sem lengra líður, verð- um við vonminni, þar til nýlega. 20 ár eru langur tími. Margt hef- ur breyst í fjölskyldu okkar, margt sem mamma hefur misst af. Fjög- ur barnabörn, trúlofanir, alls kon- ar viðburðir. Ég hélt ekki að svona langur tími myndi líða. Þú missir alla von eftir svona langan tíma.“ PAUL SAVAGE JULIA WEBB LYN BRYANT Julia Webb var lamin til bana. Lyn Bryant var drepin á göngu með fjöl- skyldu- hundinn. Bíll Bryant. Svæðið þar sem lík Bryant fannst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.