Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 21
PRESSAN 2119. júlí 2019 Efnahagsbrotadeildin Árið 2011 lagði þáverandi ríkissak­ sóknari, Valtýr Sigurðsson, fram minnisblað um ástand efnahags­ brotadeildar ríkislögreglustjóra. Þar fullyrti hann að deildinni hefði lengi skort faglega yfirstjórn og metnað. Rannsókn mála tæki alltof langað tíma og mörg mál hreinlega dagaði uppi. Skömmu eftir þetta var efna­ hagsbrotadeildin færð frá ríkis­ lögreglustjóra yfir til sérstaks sak­ sóknara. Þá sendi Helgi Magnús Gunnarsson, sem áður starfaði hjá efnahagsbrotadeild, bréf til Alþing­ is þar sem hann lýsti reynslu sinni af deildinni. Hann sagði deildina hafa verið fjársvelta og mætt skilnings­ leysi frá Haraldi. Ríkisendurskoðun gagnrýnir innkaup Ríkisendurskoðandi taldi að Ríkis­ lögreglustjóri hefði brotið reglur um opinber innkaup. Embættið hefði keypt mikið magn af vörum frá fyr­ irtækjum sem væru í eigu lögreglu­ manna eða tengdra aðila, án undan­ farandi útboðs. Viðskipti fjórtán löggæslustofnana við umrædd fyrir­ tæki hefðu á þriggja ára tímabilið verið um 91 milljón króna. Ríkis­ lögreglustjóri taldi hins vegar að ófært hefði verið að ráðast í útboð vegna innkaupa, í miðri búsáhalda­ byltingu. Hótanir á bréfsefni embættisins Haraldur skrifaði bréf til Björns Jóns Bragasonar og Sigurðar K. Kolbeins­ sonar á síðasta ári vegna bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits?, og sjónvarpsþáttar um sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embætt­ is ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi sjálfum, auk tveggja fyrrver­ andi starfsmanna embættisins og gagnrýndu þeir umfjöllun um efna­ hagsbrotadeild embættisins og sök­ uðu Björn og Sigurð um ólögmæta meingerð. Dómsmálaráðuneytið taldi að bréfinu væri ætlað að vernda persónulega hagsmuni Haraldar og starfsmannanna tveggja, en ekki embætti ríkislögreglustjóra. Upplýs­ ingarnar í bréfinu væru villandi að efni og framsetningu og taldi ráðu­ neytið sendinguna ámælisverða og til þess fallna að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra. Leysti ekki meintan geranda frá störfum Aðalbergur Sveinsson lögreglu­ maður hefur í þrígang verið ásakaður um kynferðisbrot gegn börnum, en öll málin hafa verið felld niður. Móðir einnar stúlk­ unnar, Halldóra Baldursdóttir, hefur harðlega gagnrýnt að Aðal­ bergur hafi ekki verið leystur frá störfum á meðan málið var til rannsóknar. Hún sagði Har­ ald Johannessen hafa brugðist henni og dóttur hennar og að hann vildi ekkert fyrir þær gera. Þessu hafnaði Haraldur, hann gæti ekki leyst Aðalberg frá störf­ um sökum þess að hann hefði ekki fengið nauðsynlegar upplýs­ ingar um rannsókn málsins. Inn­ anríkisráðuneytið var þó á öðru máli, Haraldur hefði, jafnvel án upplýsinganna, getað tekið slíka ákvörðun. Samkvæmt kærunni braut lög­ reglumaðurinn á dóttur Halldóru í sumarbústaðarferð sem hún fór í ásamt honum, skólasystur sinni og móður hennar árið 2007, þegar stúlkurnar voru tíu ára. Þá hafi verið horft á klámefni í bú­ staðnum. Með í bústaðnum hafi verið háttsettur embættismaður og eiginkona hans. Sá vann um tíma hjá embætti ríkislögreglu­ stjóra. „Þetta eru allt fyrrum vinnufélagar, samstarfsfélagar úr ráðuneytinu, það er alveg sama hvar að borðinu maður kemur, þetta eru allt félagar,“ sagði Hall­ dóra í samtali við RÚV í júní. Hún hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og kallar eftir því að Haraldur segi af sér. Rekstur bifreiða Embætti ríkislögreglustjóra á öll ökutæki lögreglunnar og leigir út til embættanna. Lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og sak­ að ríkislögreglustjóra um okur. Það sé hagkvæmara fyrir embættin að leigja ómerkta lögreglubíla frá bíla­ leigum, frekar en að leigja frá ríkis­ lögreglustjóra. Engu að síður hefur verið taprekstur á Bílamiðstöðinni og reksturinn sætt gagnrýni Ríkis­ endurskoðanda. Vegna þessa máls hefur ríkislögreglustjóri óskað þess að Ríkisendurskoðun geri stjórn­ sýsluenduskoðun á rekstrinum og einnig farið fram á að lögmæti þess að nota almenna bílaleigubíla til löggæslustarfa verði kannað. Lög­ reglustjórar á landinu hafa lýst því yfir að best væri að að leggja mið­ stöðina niður og færa rekstur lög­ gæslufarartækja beint inn til emb­ ættanna. Fatnaður DV greindi frá því í desember að mikillar óánægju gætti meðal lög­ reglumanna vegna fatamála. Ríkis­ lögreglustjóri sér um að útvega lögregluembættum vinnu­ og ein­ kennisfatnað en enginn samn­ ingur hefur verið gerður undan­ farin misseri um hvar fatnaðinn skuli kaupa. Vegna þessa hafa lög­ regluembættin sjálf þurft að panta klæðnaðinn og hefur þannig skap­ ast ósamræmi milli embættanna. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun fyrir mánuði þar sem vandræðum lögreglu­ manna við að nálgast lögreglufatn­ að var mótmælt. Lögreglustjórar í hverju héraði fyrir sig sjái nú um fatakaup, án útboða og samræm­ ingar, en með þessu sé verið að sóa almannafé. Umdeildar ráðningar Ríkislögreglustjóri hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir ráðningar innan lögreglunnar. Um þetta bera fjölmörg álit umboðsmanns Al­ þingis vitni, þar sem sett er út á ýmislegt í verklagi og framkvæmd Ríkislögreglustjóra í mörgum að­ skildum álitum. Frægt var þegar hann réð inn Birnu Guðmunds­ dóttur, sem lögreglufulltrúa hjá Lögregluskóla ríkisins. Bæði Lög­ regluskóli ríkisins og kærunefnd jafnréttismála töldu að Birna hefði ekki verið hæfasti umsækjandinn, en Birna er náfrænka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem þá var innan­ ríkisráðherra. Líflátshótun á skemmtistað Frægt var árið 2001 þegar Haraldur var sakaður um að hafa skvett víni framan í annan mann og hótað honum lífláti. Haraldur mun hafa verið staddur á Vínbarnum í Reykjavík þegar maður kom þar að og ávarpaði hann með röngu nafni. Haraldur á að hafa reiðst mikið við þetta, risið úr sæti, skvett vínglasi yfir manninn og hótað honum líf­ láti. Lögregla var kölluð til en mað­ urinn þorði ekki að leggja fram kæru. Haraldur hefur hafnað þess­ um ásökunum. n Í dagbókum sínum lýsir Matthías Johann- essen syni sínum sem viðkvæmum og góð- viljuðum. Þegar Haraldur var fjögurra ára gamall skrifaði Matthías í dagbók sína: „Halli dafnar og þroskast eins og fallegt lítið blóm. Dálítið vand- meðfarinn því tilfinn- ingalíf hans er næmt og viðkvæmt.“ Þegar Haraldur tók við embætti ríkislög- reglustjóra greindi hann föður sínum frá því að hann kviði nýja starfinu. Það fannst Matthíasi eðlilegt. „Þetta er erfitt emb- ætti sem fjallar meðal annars um fólk sem á bágt og hefur orðið undir, ekki síst í bar- áttunni við freistingar sínar. Þetta veit Halli og það er eðlilegt að hann sé kvíðinn, því hann hefur viðkvæm- ar taugar og mann- eskjulega afstöðu.“ „Hann er ákveðinn, en hann er líka réttsýnn og viðkvæmur. Hann getur sett sig í spor þeirra sem eiga bágt. […] Hann hefur sýnt að hann er varkár og góðviljaður.“ Lýsingar Matthíasar á syni sínum: Aðalbergur Sveinsson Birna Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.